Kosningasprengjur
9.4.2011 | 21:40
Þingkosningar fóru fram í Nígeríu í dag. Nokkuð hefur borið á hryðjuverkum, en þrjár sprengjur hafa verið sprengdar undanfarinn sólarhring, sú síðasta við talningarstað í norðausturhluta landsins. Tölur um mannfall eru á reiki en ljóst er að minnst tugir hafa látið lífið eða særst.
Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin á Íslandi í dag. Nokkuð hefur borið á stríðni og prakkaraskap, og hatrammur áróður hefur heyrst úr ýmsum áttum. Flestir hafa þó sem betur fer haldið sig við málefnalega umræðu eða beitt fyrir sig húmor og léttleika í áróðursskyni. Engar fregnir hafa borist af beinum átökum.
Að mínu mati er hollt fyrir okkur Íslendinga að staldra við og skoða aðeins þessar hliðstæður. Hugtakið í fyrirsögn þessarar greinar hefur líklega aðra merkingu í Nígeríu en það gerir hér. Bestu kveðjur til kjörstjórna um land allt, án ykkar starfs á kjördag væri sjálf kosningabaráttan tilgangslaus.
Sprengingar í Nígeríu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: IceSave, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.