Kosningakaffi og kosningavaka NEI-hreyfingar

Til hamingju mín kæra þjóð, dagurinn er ykkar. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að nýta kosningarétt sinn, en læt þar við sitja í kosningaáróðri að svo stöddu. :)

Ég ber gríðarlegt þakklæti í brjósti til þeirra fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn. Það hefur verið hreint ótrúlegt að taka þátt í þessari baráttu og finna fyrir því hversu margir eru boðnir og búnir að hjálpa góðum málstað.

Samstaða þjóðar gegn IceSave (Kjósum.is) og Advice bjóða upp á kosningakaffi á Amokka í Borgartúni til kl. 18:00 í dag. Þar verður starfrækt óformleg kosningamiðstöð og eru allir velkomnir. Fyrstu tölur eru væntanlegar um ellefuleytið í kvöld, en kl. 22:00 hefst sameiginleg kosningavaka nei-hreyfinganna á skemmtistaðnum Esju í Austurstræti. Kaldhæðni örlaganna réð því að við fengum inni á hæðinni fyrir neðan skilanefnd Landsbankans og skáhallt á móti höfuðstöðvunum þar sem IceSave var búið til.

Áfram Ísland !


mbl.is Kjörstjórnir á kosningavakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ takk fyrir að vera sá sem þú ert ~

Vilborg Eggertsdóttir, 9.4.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk sömuleiðis.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2011 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband