Þjóðarátak: Áfram! IceSave

Aðstandendur vefsíðunnar Menn.is hafa látið ómetanlegt framlag af hendi rakna fyrir ríkisstjórn hinna vinnandi stétta. Þeir hafa nú hleypt af stokkunum landssöfnun til styrktar IceSave ríkisábyrgð. Markmiðið er að ná allri upphæðinni með því að hringja í landsmenn og safna áheitum. Þetta kallar maður sko alvöru frumkvæði!

http://www.menn.is/Media/originals/776d2d26a3b773ef.png
Ég hvet lesendur til að elta tenglana og kynna sér það aðdáunarverða starf sem menn.is eru að vinna. Ég held svei mér þá að þetta sé tær snilld. Nú síðast unnu þeir þrekvirki með þjóðarátakinu: Kúrum ÁFRAM! Með því vildu þeir hvetja kvenfólk landsins til að hætta að hugsa með klofinu og minna á að strákar hafa líka tilfinningar.
 

Það er unaðslegt að kúra undir sæng á vetrarkvöldi, en...

Væri ég í einni sæng með honum myndi ég líka þrá að komast undan henni.

 

Á laugardaginn er spáð hitabylgju, munið eftir góða skapinu og þessu:

Áfram Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef ekki geð í mér til þess að hlusta á Tryggva maðurinn virðist ekki hafa siðgæðisvitund...   Annars góð grein

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2011 kl. 23:40

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk fyrir þennan pistil og aðra pistla sem þú hefur lagt fram í þessari baráttu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband