Ríkisstjórn í kröppum dansi á hálum ís
6.4.2011 | 22:03
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú aðeins með 29,8% fylgi samtals, og fyrirsjáanlegt er að þeir muni bíða skipbrot með eitt sitt helsta áherslumál í þjóðaratkvæðagreiðslu á næstkomandi laugardag. Sjaldan hefur skopmyndateiknurum Morgunblaðsins tekist að fanga betur tíðarandann en með teikningu dagsins af stjórnarleiðtogunum.
Stjórnarflokkarnir tapa fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: IceSave, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Facebook
Athugasemdir
Maður segir ;ríkisstjórnin í kröppum dansi eða ríkisstjórnin á hálum ís.:)
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 23:09
Hrafn: Sama brekkan og með fingurinn á aðalatriðunum eins og venjulega. Það skiptir jú öllu máli hvort ríkistjórnin er með ákveðnum greini eða óákveðnum er það ekki?
Þér fer líklega betur að vera baðvörður en íslenskukennari.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 01:39
Snýst þetta núna allt í einu um málfræði?
Ég geri einstaka innsláttarvillur hér og þar eins og mannlegt er. En ég skora á hvern sem að bera fyrirsögnina undir íslenskufræðing! ;)
Munið að nota tækifærið á laugardaginn til að spyrna fótum við ríkisvæðingu einkaskulda. Þjóðir heims bíða í ofvæni eftir fordæminu.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2011 kl. 03:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.