Í tilefni dagsins - 2. hluti: skuldhreinsivél
1.4.2011 | 20:47
Ný vara birtist í vefverslun ELKO í dag og vakti athygli. WE-SAVE-U skuldhreinsivélin
Engum sögum fer af því hversu margar pantanir hafi borist en fyrirfram hefði ég búist við að eftirspurnin væri umtalsverð hér á landi. Miðað við ástandið á Írlandi held ég hinsvegar að þeim muni ekki duga svona smáskammtalækningar, heldur neyðist þeir til að yfirbyggja landið í heild og breyta því í stóra skuldahreinsiverksmiðju. Í framtíðinni þegar þeir hafa náð góðum tökum á skuldahreinsun gæti það orðið stór þáttur í útflutningi því þá verður komin eftirspurn t.d. í Portúgal, Spáni, Bandaríkjunum, og víðar þar sem skuldsetning hefur náð yfirhöndinni.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 2.4.2011 kl. 16:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.