Staða kjarnorkumála í Fukushima
30.3.2011 | 04:15
Einn eða fleiri kjarnaofnar hafa bráðnað nú þegar í Fukushima Daichi, og enn er óvíst hvort eitthvað af eldsneytinu muni bræða sig alla leið í gegnum steinsteypt undirlagið. Eldsneytisgeymslur við einn eða fleiri ofna hafa orðið fyrir miklu tjóni og spúa geislavirkni. Geislavirk gufa stígur upp af að minnsta kosti tveimur ofnum og mikil geislavirkni hefur mælst í afrennslisvatni frá einum þeirra. Nokkrir starfsmenn voru fluttir á spítala eftir að hafa stigið í geislavirkt vatn íklæddir hlíðfðarskóm úr plastpokum og kassalímbandi, og merki um geislavirkt plútóníum hafa fundist í jarðvegssýnum.
Setning dagsins: Það getur valdið krabbameini að borða plútóníum.
Á vesturströnd Bandaríkjanna hafa nú þegar mælst fyrstu merki um væga geislamengun, nettengdir geislunarmælar eru byrjaðir að hverfa skyndilega af kortinu og starfsmönnum umhverfisstofnunar hefur verið skipað að tjá sig ekki um geislun og undirbúa í kyrrþey að hækka leyfileg öryggismörk. Yfirvöld halda þrátt fyrir allt áfram að reyna að viðhalda bjartsýni. Vinsamlegast athugið að heimsendir er ekki í nánd, þetta er kannski verra en Three Mile Island en verður vonandi ekki jafn slæmt og í Chernobyl eins og japanski listamaðurinn Kazuhiko Hachiya útskýrir á einfaldaðan hátt með þessari teiknimynd:
"Radioactive boy must not make a stinky poop." - Ómetanlegt!
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.