Forstjóri kauphallarinnar í nostalgíukasti

Á morgunverðarfundi Arion banka nýverið sagðist Páll Harðarson vilja að skortsala yrði leyfð á Íslandi svo hægt verði að hagnast á því ef verð tiltekinna hlutabréfa lækkar.

Höfum við ekki nú þegar fengið að mæla árangur þess að hjálpa fjármagnseigendum að græða þegar verðmæti rýrna og samdráttur verður í þjóðfélaginu?

Hann bætti því svo við að skortsalan myndi fela í sér neytendavernd.

Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta.


mbl.is Þjóð í höftum er ekki fullvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margt skrítið hefur lifað af hrunið, en þetta er væntanlega toppurinn. Engin furða að hálf þlóðin er á þunglyndislyfjum, ef svona skilaboð hafa lifað af.

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 17:06

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

það er enginn munur á því að kaupa ef maður heldur að verðið muni hækka eða selja ef maður heldur að verðið muni lækka.

hlutabréfabólur verða td. ef fólk heldur að hlutabréfaverð muni geta hækkað endalaust... á þá að banna kaup?  ég held ekki.

Lúðvík Júlíusson, 29.3.2011 kl. 18:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Punkturinn er að þú átt ekki að hagnast á því ef markaðurinn hrynur. Þegar það gerist tapa allir og eina leiðin til að þú græðir er að það sé á kostnað einhvers annars. Þetta er gallinn við svona afleiður eins og framvirka samninga um kaup- og sölurétti, skortsölu, verðtryggingu og fleira, þetta skapar aldrei neinn hagnað fyrir þjóðfélagið í heldur heldur felur eingöngu í sér eignatilfærslu innan þess ef einhver vinnur í veðmáli.

Í þessu tilviki er það lækkun hlutabréfa. Þegar einhver hefur fjárhagslega hagsmuni af því að öðrum farnist illa er það óheilbrigður markaður. Þá er hætta á því að merkaðsöflin fari að vinna gegnt hverju öðru og valda tjóni fyrir þjóðfélagið í heild. Eins og ég benti á í færslunni erum við búin að gera prufukeyrslu á svoleiðis áhættuhvata, sem virkaði misjafnlega vel.

Á Íslandi er veðmálastarfsemi bönnuð, af góðri ástæðu. Eignarrétturinn er líka verndaður í stjórnarskrá, og bannar eignatilfærslur án þess að greiðsla komi fyrir. Samt er brotið á þessum réttindum daglega, líklega vegna þess að engin refsing liggur við brotinu, en því þyrfti hugsanlega að breyta.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2011 kl. 01:49

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það eru líka miklar freistingar í að tala hlutabréfa verð upp ef maður á hlutabréf og sömuleiðis að tala hlutabréf niður ef þú vilt skaða aðra.

Hugmyndin með skortsölum er að auka veltu á hlutabréfamörkuðum og fá þannig gagnsærri og skilvirkari markað.

Skortsala án þess að það séu raunveruleg hlutabréf á bak við viðskiptin(veðmál) eru skaðleg og ég er sammála því að það eigi að vera bannað.

Lúðvík Júlíusson, 30.3.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband