Setja upp falskan geislabaug í loftslagsmálum...

...hefði átt að vera fyrirsögnin á þessari frétt. Hvern eru þeir eiginlega að reyna að plata??? Það er ekki eins og bandaríkjastjórn hafi hingað til viljað horfast í augu við þetta sameiginlega vandamál jarðarbúa, þvert á móti hefur ríkt þar full afneitun og miklu verið tjaldað til að verja þá skoðun. Oftar en ekki af hálfu þrýstihópa sem eiga rætur að rekja til iðnaðarsamsteypunnar þar vestra, bílaframleiðenda, olíufyrirtækja o.fl. Því ber auðvitað að fagna ef þessar fréttir hafa í för með sér einhverja stefnubreytingu í Washington þar sem það myndi stórauka líkur á hnattrænum árangri. Hinsvegar hlýtur maður að spyrja sig hvort talað sé af heilindum, eða hvort þetta sé bara nýr hluti af ímyndarvinnu spunameistaranna sem hefur öðru fremur einkennt stjórnunarstíl núverandi valdhafa. Sérstaklega athyglisverður er sá hroki sem skín í gegn hjá orkumálaráðuneyti þeirra sem talar um "...áframhaldandi forustu Bandaríkjanna í loftslagsmálefnum", þegar engri forystu er til að dreifa eða halda áfram. Það lítur frekar út fyrir að útgáfa skýrslunnar hafi vakið óþægilega mikla athygli fyrir suma, og þá keppast þeir um að reyna að fegra sig í augum almenningsálitsins og spila á þjóðernisvitundina með innihaldslitlum og röklausum staðhæfingum um ágæti Bandaríkjanna. Þetta er í besta falli hjákátlegt, meira að segja er fréttin sett fram á nánast kaldhæðnislegan hátt með öllum þessum "gæsalöppum" utan um þessar afkáralegu "fullyrðingar" frá þessum "trúverðugu" aðilum eða þannig! En því miður er þessi stíll orðin einkennandi fyrir málflutning úr þessari átt undanfarið, tvískinnungurinn er augljós og allsráðandi eins og sést t.d. vel þegar skoðað er hvernig grasrót hægrimanna þar vestra ætlar sér að bregðast við skýrslunni:

 Mbl.is - Frétt - Býður fjárstuðning til að andæva skýrslu IPCC


mbl.is Bandarísk stjórnvöld fagna skýrslu IPCC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband