Samningurinn jafn ólöglegur og sá fyrri

Í Silfri Egils í dag kom fram það mat manna að sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi um Icesave sé mun betri en sá fyrri. Vissulega er það rétt að skilmálar samningsins virðast ekki alveg jafn íþyngjandi, en það er hinsvegar óviðeigandi að reyna að leggja kostnaðarmat á réttlætið. Innheimtukrafa Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum er nefninlega ennþá jafn löglaus, og samningur á grundvelli slíkrar kröfu þar af leiðandi alveg jafn ólöglegur og sá fyrri.

Í gildandi lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta er í 2. gr kveðið á um stofnun tryggingasjóðs þannig að: "Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun" (ekki ríkisstofnun). Í 3. gr. er enn fremur skilgreint að aðildarfyrirtæki hans skuli vera "Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu" o.s.frv. Í öðrum greinum laganna er svo skilgreint hvernig starfsemi sjóðsins skuli vera fjármögnuð af aðildarfyrirtækjunum sjálfum.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2007 stendur á bls. 9 og er áréttað aftur á bls. 57 að fella skuli sjálfseignarstofnunina Tryggingasjóð Innstæðueigenda úr D-hluta ríkissjóðs, þar sem "Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans."

Í 3.gr. þágildandi evróputilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar er enn fremur beinlínis lagt bann við því að tryggingakerfið feli í sér ríkisábyrgð.

Ef við viljum fara að lögum og reglum verður að hafna þessum samningi. Okkur myndi ekki detta í hug að brjóta t.d. umferðarlög þótt um það væri gerður "betri samningur".

Svo má deila um hvort Íslandi beri einhver siðferðisleg skylda til að bæta innstæðueigendum tjónið. Mér finnst að eigi einmitt að gera það, t.d. með því að aðstoða þá við að hámarka endurheimtur sínar úr þrotabúi gamla Landsbankans.

Almennt er samt ekki siðferðislega réttlætanlegt að brjóta lög.


mbl.is Samingurinn betri en sá fyrri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér Guðmundur..

Kristinn J (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 19:55

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er málið, þetta er lögleisa sem á að hafna!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.2.2011 kl. 00:02

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Guðmundur, fyrir að gera hér skýra grein fyrir hlutum sem varða þetta mál og sýna ljóslega fram á, að við bárum enga formlega ábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans né á TIF. Áfram Ísland – ekkert Icesave!

Skrifað rétt eftir að 10.000 áskorendur voru komnir á síðuna Kjósum.is – tveimur sólarhringum og 105 mín. eftir að því átaki var ýtt úr vör.

Jón Valur Jensson, 14.2.2011 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband