Kjósum.is (um IceSave)

Undirskriftasöfnun er hafin um áskorun til Alþingis og forseta um synjun laga um ríkisábyrgð á IceSave samningum við Breta og Hollendinga.

Hægt er að skrifa undir áskorunina hér:   kjósum.is

Ég skora á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Ég heiti jafnframt á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja því lagafrumvarpi staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi. Ég vil að þjóðin fái að úrskurða um þetta mál.


mbl.is Undirskriftarsöfnun gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Skv. ISNIC Lénaskrá eru Samtök fullveldissinna eigendur lénsins kjosum.is

Upplýsingar um Samtök fullveldissinna má sjá m.a. á wikkunni, http://is.wikipedia.org/wiki/Samt%C3%B6k_Fullveldissinna

Varnarþing Samtaka fullveldissinna er skráð á Klapparhlíð 36 í Mosfellsbæ. Hér er kynning á öðrum húsráðanda: http://www.svipan.is/?p=15447

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 16:21

3 identicon

Takk fyrir Guðmundur Ásgeirsson að vekja vel athygli á þessu. Ég les alltaf góðar greinar þínar hér á blogginu og takk fyrir þær.

Ég er búinn að kjósa og setja sérstakan "link" inná þetta á okkar heimasíðu á Facebook.

Ekki veit ég hvað Harpa Hreins er að ýja að hér að ofan til að gera þessa lýðræðislegu undirskriftarsöfnun eitthvað tortryggilega.

Ég hef sjálfur verið í vafa hvað gera skal ég viðurkenni það alveg en eftir að hafa kynnt mér málin mjög vel þá tel ég best eins og áður að það verði þjóðin sem endanlega skeri úr um þetta á beinan og lýðræðislegan hátt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Áfram: www.kjósum.is

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 16:54

4 Smámynd: Elle_

Já, hvað er Harpa að ofan að fara?  Gera heiðarlega undirskriftasöfnun gegn verstu efnahagsárás og kúgun á okkur og börnin okkar tortryggilega?? 

Sigurbjörn Svavarsson hefur barist heiðarlega gegn ICESAVE.  Hann og við erum ekki ábyrg fyrir glæpnum og neitum eðlilega að borga fyrir hann. 

Elle_, 12.2.2011 kl. 17:51

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er hárrétt Harpa að Samtök Fullveldissinna eru skráð fyrir léninu. Það er eingöngu bókhaldsatriði vegna innheimtu skráningargjalda o.þ.h. Sigurbjörn er gjaldkeri samtakanna og stjórnarmaður ásamt mér og fleira góðu fólki. Þar sem samtökin eru ung og hafa ekki komið sér upp skrifstofu eru þau fyrst um sinn skráð á heimilisfang Sigurbjörns í Mosfellsbæ. Fullveldissinnar hafa frá upphafi verið á móti ríkisábyrgð á einkaskuldum, og hafa samtökin sent frá sér ályktanir um alla IceSave samninga sem hingað til hafa verið lagðir fram (hér má lesa þá nýjustu). Þáttaka í áskorun um þjóðaratkvæði vegna IceSave-III er samkvæmt ákvörðun stjórnar samtakanna og í samræmi við stefnu þeirra. Það skal samt tekið fram að undirskriftasöfnunin er engan veginn sérverkefni einhverra einna samtaka. Að henni stendur fólk úr ýmsum flokkum, hópum og hreyfingum, auk margra sem taka þátt á sínum eigin forsendum, og allir sem vilja leggja okkur lið eru velkomnir.

Ef þið langar að deila því með okkur Harpa afhverju þér finnst þessi aukaatriði svo mikilvæg að þurfi að skrifa um þau sérstaka athugasemd, þá máttu það gjarnan. En ég ætla ekki að spyrja að því heldur hvort það er nokkuð fleira sem þú vilt vita, eða fyndist þurfa að vekja athygli á varðandi undirskriftsöfnunina eða okkur sem að henni stöndum?

Áfram Ísland !

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2011 kl. 20:02

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

mbl.is: Undirskriftir gegn Icesave

mbl.is: Meira en 3.600 undirskriftir

Þegar þetta er skrifað hafa borist nákvæmlega 4400 undirskriftir.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2011 kl. 22:16

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

mbl.is: 4.400 hafa skrifað undir

mbl.is:  Misnotkun kennitölu kærð

mbl.is:  Sex þúsund manns gegn Icesave

Þegar þetta er skrifað hafa borist 6730 undirskriftir.

Rétt er að taka fram að misnotkun kennitölu á vefsíðunni hefur ekki beinlínis verið kærð, heldur var lögreglu tilkynnt um eitt grunsamlegt tilvik. Þar fyrir utan hefur undirskriftasöfnunin gengið hnökralaust.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2011 kl. 13:30

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vísir - Á sjötta þúsund gegn Icesave- Einn kærður fyrir kennitölufals

Þúsundir undirskrifta streyma inn vegna Icesave III | Svipan 

Undirskriftum fjölgar ört - mbl.is

Undirskriftir nálgast 9.000 - mbl.is 

Icesave Já Takk opnar síðu - mbl.is

Viðskiptablaðið - Yfir 10 þúsund þegar skrifað undir gegn Icesave

Tugþúsundasta undirskriftin barst nákvæmlega kl. 23:59:26 á sunnudagskvöldinu, og þegar klukkan sló miðnætti stóð talan í sléttum 10.000. Á 50 klukkustundum hafa því safnast að jafnaði 200 undirskriftir á klukkustund, þetta er talsvert meira en við þorðum að vona.

Eins og búast mátti við höfum við fengið samkeppni frá síðu sem safnar undirskriftum þeirra sem eru á öndverðri skoðun. En áskorun þeirrar síðu felur ekki bara í sér samþykki, heldur beinlínis þakklæti fyrir IceSave. Við bíðum spennt eftir að sjá hversu margir eru ekki bara tilbúnir að sætta sig við auknar álögur og lífskjaraskerðingu, heldur eru líka beinlínis þakklátir fyrir það.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2011 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband