WikiLeaks/FOX: Olía að þrotum komin
9.2.2011 | 17:25
Búast má við að úr því sem komið er muni olía aldrei aftur lækka í verði.
ZeroHedge: Did WikiLeaks Confirm "Peak Oil"?
ZeroHedge: Did WikiLeaks Confirm "Peak Oil"?
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er frekar trúleg frétt...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2011 kl. 00:46
Ef þú vilt vita undirliggjandi ástæður þess er að gerast í Egyptalandi: á þessu ári eru þeir í fyrsta sinn að nota alla olíu sem þeir framleiða. Sem þýðir að þeir fá engan hagnað af olíuútflutningi lengur. Sem þýðir að þeir geta ekki lengur niðurgreitt velferðarkerfið. Sem þýðir niðurskurður og þjónustuskerðing á báða bóga. Með öðrum orðum snarversnandi lífsgæði almennings. Þess vegna er fólkið að gera uppreisn. Þetta er nýbúið að gerast í Mexíkó, sem er líka í upplausn. Hugsaðu þessa sviðsmynd svo aðeins lengra áfram, og reyndu að sjá fyrir þér framtíðina...
Mundu: Olía á líklega aldrei eftir að lækka í verði úr því sem komið er. Sérstaklega ekki gagnvart pappírsgjaldmiðlum eins og Bandaríkjadal.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2011 kl. 02:21
Pressan 09.02.2011 19:40 Finnst þér bensínið dýrt núna? Búðu þig undir það versta - Arabar ofmátu birgðir um 40%
Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2011 kl. 04:02
Italian scientists claim to have demonstrated cold fusion
- http://www.physorg.com/print214721401.html -
~ o ~
Vilborg Eggertsdóttir, 10.2.2011 kl. 14:38
Hmmm.. kaldur samruni. Eitthvað virðast nú vísindamenn vera efins um þessa tilteknu vél sem þarna er lýst.
Ég segi bara gangi þeim vel og ef þeir kynna til sögunnar vél sem býr til ódýra orku þá er það hið besta mál. Ég sannfærist þegar ég sé hana virka.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2011 kl. 19:16
- væntanlega kemur það á daginn:o))
Vilborg Eggertsdóttir, 11.2.2011 kl. 02:34
Guðmunur.
Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Þetta er brýnt mál. Við Íslendingar getum smeigt framhjá þessum alheimsvanda með því að rafbílavæðast sem fyrst, togarar líka...... tæknin er til staðar. En hún er frumstæð og alls óreynd.
En því fyrr sem við notum okkar eigin orku því meiri reynslu höfum við og getum þróað okkur áfram.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2011 kl. 10:27
Sammála því Þruman. Við getum reyndar verið ennþá fljótari að innleiða aðra orkugjafa en að fara beint í rafmagn. Það eru t.d. í gangi tilraunaverkefni á nokkrum stöðum á landinu þar sem er verið að rækta repju og hamp sem bæði er hægt að nota til framleiðslu lífeldsneytis og svínvirkar á dísilvélar. Kosturinn við þetta ferli er að það er "carbon-neutral", kolefnislosun við brennslu jafngildir bindingunni við ræktun uppskerunnar, og orkan sem er notuð við framleiðsluna er að mestu leyti sólarorka. Ræktunarskilyrði hér hafa reynst jafnast á við það sem gengur og gerist á mun suðlægari slóðum, ekki síst vegna lengri birtutíma og þ.a.l. meira sólarljóss á ræktunartímabilinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2011 kl. 14:12
Já flott flott... vissi ekki af þessu.
Það er mikilvægt þegar talað er um aðra orkukjafa þá verður maður að horfa á nettó ávinning. Í USA er talað um corn-oil þ.e olía sem er búin til úr korni. En það þarf svo mikla olíu til þess að rækta kornið t.d vinnuvélarnar á bændabílinu að nettó orkan er sáralítil
En þú segjir að það er notað aðalega sólarljós í ræktunina þá er þetta tilvalin leið og vonandi verður þessi tilraun efld á Íslandi... þetta er etthvað sem Nýsköpunarsjóður Íslands á að skoða til fjárfestingar.... til að koma boltanum af stað.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2011 kl. 14:58
Hvort sem það er frullkomið væri það strax endurbót að draga úr innflutningi jarðefnaeldsneytis, þó ekki væri nema til að spara gjaldeyri.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2011 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.