Samtök Fullveldissinna hafa líka ályktað...
4.2.2011 | 01:56
... um IceSave v3.0. Ályktun stjórnar samtakanna hefur verið send til alla helstu fjölmiðla, en enginn þeirra hefur séð sér sóma í því að birta hana svo ég viti. Það skal látið liggja milli hluta hvort um sé að ræða hlutlaust og ábyrgt fréttamat, þegar ályktun frá stjórnmálahreyfingu í heild sinni er ekki birt, en hinsvegar er ákveðið að gera sér mat úr ályktun einstakra flokksfélaga innan annara flokka. Þetta er samviskuspurning varðandi fjölmiðlun á Íslandi ef við ætlum að eiga einhverja von um raunhæfar breytingar og nýjungar í landslagi stjórnmálanna.
Ályktun stjórnar Samtaka Fullveldissinna er svohljóðandi:
Enn og aftur hefur ríkisstjórnin gert samning (Icesave III) við Breta og Hollendinga um kröfur þeirra á hendur ríkissjóði Íslands að ábyrgjast innistæður Icesave-reikninga í Landsbankanum. Enn er niðurstaðan sú að upphæðin sem lendir á íslenskum skattgreiðendum er óþekkt og er því samningurinn andstæður anda stjórnarskrárinnar um ríkisútgjöld en ábyrgð ríkisins er viðurkennd í verki sem vaxtabær og lögleg skuld. Öllum leikum og lærðum er löngu orðið ljóst að það er engin ríkisábyrgð á Icesave samkvæmt lögum og reglugerðum. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 6 mars 2010 veit umheimurinn að íslenskir skattgreiðendur ætla sér ekki að taka ábyrgð á óráðsíu einkabanka og hefur staðfesta landsmanna í Icesave-málinu eflt virðingu og traust Íslands þrátt fyrir hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar um hið gagnstæða. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki leitað eftir bótum frá Bretastjórn fyrir beitingu hryðjuverkalaga sem olli íslenska ríkinu og þegnum þess miklum skaða.
Samtök fullveldissinna telja sjálfsagt að semja um að nýta sem best eignir sem innheimtast í bú Landsbankans til greiðslu Icesave.
Þær yfirlýsingar sem íslenskir ráðherrar voru neyddir með hótunum til að gefa gagnvart ESB í þvingaðri stöðu rétt eftir hrun ber íslenskum stjórnvöldum að ómerkja.
Ríkisstjórnin hefur sýnt í þrígang að hún virðir ekki vilja landsmanna og treystir sér þar að auki ekki til að fara eftir gildandi lögum og reglum og standa á rétti íslenska ríkisins. Hún er því vanhæf og ætti að segja af sér.
Auk þess að vekja athygli á þessari ályktun langar mig að benda áhugasömum lesendum á greiningu mína á sannleikanum bakvið Nýja Landsbankann. Þar koma fram ýmsar upplýsingar sem tengjast IceSave, meðal annars að stjórnvöld eru nú þegar búin að skuldbinda Íslendinga til að borga a.m.k. fimmtung af kröfunni og sú byrði mun líklega leggjast þyngra á þá sem eru viðskiptavinir Landsbankans. Enn fremur að ríkisábyrgð skv. IceSave-III er nánast smámunir í samanburði við rekstraráhættu vegna NBI, og loks hverjir hinir raunverulegu núverandi eigendur Landsbankans eru (vísbending: það tengist IceSave líka).
Afstaða þingflokksins óskiljanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:03 | Facebook
Athugasemdir
Ég vona að þessi samningur verði borinn undir þjóðina, það er greinilega ekki hægt að treysta Alþingi til þess að hafna samninginum. Hafi Bjarni Ben eilífa skömm fyrir samþykkið, og félagar hans í sjálftökuFLokkinum...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.2.2011 kl. 02:01
Ef þetta verður til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður, þá mun ég ekki missa svefn yfir því.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2011 kl. 02:21
Feykir er eini fjölmiðillinn sem ég tók eftir birta ályktunina, og hafi þeir þökk fyrir.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.2.2011 kl. 08:47
Verðum við ekki að fara að safna undirskriftum til forsetans um að hafna þessu og vísa til þjóðarinnar?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2011 kl. 11:58
Þrýsta á InDefence á Facebook eða í gegnum vef þeirra.
Ef þeir taka ekki við sér hlýtur einhver annar að gera það.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.2.2011 kl. 12:08
Ég er komin með takkana til að skrifa undir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2011 kl. 13:36
Af hverju InDefence? InDefence vildi alltaf semja.
Elle_, 4.2.2011 kl. 22:11
Sameinuð stöndum við,sýndist þeir(Indefence),munu neita að samþykkja Icesaveólögin. Nýasta blogg þjóðarheiðurs,segir frá. Ég segi bara við þá R'ETTIÐ upp hend,það var ávísun á loforð í den.
Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2011 kl. 00:11
Helga, ég fæ mig ekki til að standa með neinum sem vill semja um ríkisábyrgð á fjárkúgun gegn æsku landsins.
Elle_, 5.2.2011 kl. 00:19
Það væri einfaldast fyrir InDefence Elle, þar sem þeir hafa allt sem til þarf. En mér sýnist að þeir muni ekki setja undirskriftasöfnun í gang og því hljóta einhverjir aðrir að gera það.
Axel Þór Kolbeinsson, 5.2.2011 kl. 19:20
Já, hverjir ætli það verði nú Axel? ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2011 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.