Heimsmet í lyfjaáti samt kolofvirk upp til hópa
29.1.2011 | 16:19
Íslenska þjóðin á heimsmet í amfetamínneyslu gegn lyfseðli, en lyfið er gefið við ástandi sem kallað er ofvirkni og skilgreint sem sjúkdómur.
Á Íslandi er þetta ástand hinsvegar meðal þess sem hefur gert okkur kleift að þrífast hér á hjara veraldar allan ársins hring, sem er auðvitað ákveðin bilun í sjálfu sér.
Enda er engin þjóð jafn ofvirk, hvort sem er í samhengi við höfðatölu eða bara yfir höfuð. En hvernig ætli við værum án lyfjanna?
Dæmi um að foreldrar selji rítalín ætluð börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Athugasemdir
Ég skal útskýra. Í ákveðnum skömmtum, litlum læknisfræðilegum skömmtum, hefur amfetamín þá verkun að slá á ofvirkni og skerpa einbeitingu þeirra tiltölulega fáu sem kljást við ofvirkni og/eða athyglisbrest. Öll annars konar notkun gerir neytandann hins vegar hyperactivan, oft dómgreindarskertan og fleiri neikvæðar afleiðingar.
Svo þegar þú ert kominn með einstaklinga sem sprauta ofuskömmtum í æð ertu kominn með alvöru vandamál.
Páll (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 13:24
Guðmundur. Gott að þú kemur með þetta sjónarhorn. það er sneitt hjá hversu miklu þessi lyf eru að bjarga? það eru fleiri lyf misnotuð sem eru minna rannsökuð og hættulegri en rítalín. En það er ekki blásið út í fjölmiðlum?
það eru mörg dæmi um að börn sem fara nógu snemma á rétt lyf við athyglisbresti og ofvirkni, ná að þroskast á eðlilegum hraða og lenda ekki í félagslegum vanda í skóla og samfélagi. Mörg geta hætt á lyfjunum þegar þau verða fullorðin og hafa komist félagslega klakklaust í gegnum uppvöxtinn og náð fullum þroska. þetta var kallað misþroski hér áður fyrr.
Hinsvegar lenda þau oft í stjórnleysi og óreglu ef þau eru orðin andlega sköðuð vegna höfnunar og skilningsleysis samfélagsins og skólanna, þegar byrjað er að gefa þeim réttu lyfin. Enda eru þunglyndis og önnur geðlyf óhugnanlega mikið notuð af börnum á Íslandi.
En ekkert er fjallað um hættuna af að sjúkdómsgreina rangt og of seint?
Hvernig skyldi standa á því? Hver græðir á að sinna þessum hóp sjúklinga ekki sem skyldi? það þarf svo sannarlega að draga uppá yfirborðið svörtu hliðarnar á vanrækslu og neikvæðum áróðri sumra lækna!
Jóhanna Sigurðardóttir á nú heiðurinn af því að ADHD-börn og foreldrar þeirra eiga rétt á greiðslum frá sveitarfélögunum til stuðnings. En þessi fjárframlög renna í sumum tilfellum beint í skóla-hítina sem ekki kann að hjálpa börnum með ADD og ADHD. Kennarar hafa hreinlega ekki menntun til þess, þannig að nýtingin er ekki sem skyldi af þessum fjárframlögum.
Samfélagið er ekki byggt upp með það fyrir augum að fólk með þessa röskun eigi einhvern rétt á samfélaginu nema með einhverri ölmusu-undanþágum, skömmum og niðurdrepandi aumingja-stimpli! Og afleiðingar útskúfunar og eineltis eru sjúkdómar, sem er dýrt fyrir samfélagið ef við tökum bara peningalegu hliðina, hvað þá mannúðar-hliðina.
Fjölmiðlar verða að gera eitthvað í þessu, ef þeir telja sig vera hæfa til að miðla upplýsingum á siðmenntaðan hátt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.1.2011 kl. 14:00
Páll: Ég er vel með á nótunum um (meinta) lyfjafræðilega virkni amfetamíns við því fyrirbæri sem kallað er ofvirkni. En þakka þér samt fyrir útskýringuna.
Anna Sigríður: Þakka fyrir fróðlegt innlegg. Vissulega eru mörg önnur lyf misnotuð, sem sum eru hættulegri en amfetamín, ekki síst róandi lyf og svefnlyf. Í Bandaríkjunum, svo dæmi sé tekið, eru ofskammtar meðal algengustu orsaka dauðsfalla af slysförum, næst á eftir bílslysum. Meirihluti þessara ofskammta eru af lyfjum sem eru seld úti í apóteki gegn lyfseðli.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2011 kl. 20:25
Þessi grein frá Bandaríkjunum fjallar um dauðsföll af völdum ópíóða en þeir flokkast ekki undir róandi eða svefnlyf. Við höfum ekki farið varhluta af ópíóða dauðsföllum hér á landi, Kontalgin, Tramól og önnur morfínskyld lyf sem sprautuð eru í æð eru afskaplega vandmeðfarin og þolmyndun fljót að koma og fara aftur. Fíklar taka þá inn sinn gamla skammt en þar sem þolið er farið lama þeir öndunastöðina og þannig getur lítill skammtur verið banvænn.
Benzo-lyfin sem eru þessi týpísku róandi-, kvíðastillandi- og svefnlyf í dag eru ekki nærri eins hættuleg og morfínefnin hvað þetta varðar. Þ.e. það er mun erfiðara að taka inn dauðaskammt "óvart".
Páll (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.