Hamingjuóskir til NBI ehf.

Fyrirtækið Nábítar, Böðlar og Illir andar ehf., sem áður hét Bindir og Vír ehf. en skipti um nafn í sérstöku virðingarskyni við Landsbankann, hafði betur gegn Lýsingu í Hæstarétti í dag. Málið snerist um ólögmæta vörslusviptingu á járnabeygjuvél í september 2008 á grundvelli ólöglega gengistryggðs láns. Málsatvik bera lýsandi vitni um þau harðsvíruðu vinnubrögð sem viðgengist hafa við innheimtu af hálfu skipulagðra glæpasamtaka á borð við Lýsingu á undanförnum misserum. Hér má lesa dóminn.
 
Nábítunum, Böðlum og Illum öndum er að sjálfsögðu óskað til hamingju með niðurstöðu hæstaréttar. Gleðilega hátíð!

mbl.is Nábítar, böðlar & illir andar unnu sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú höldum við öll gleðileg jól og áramót, krimmarnir líka. Svo er bara nýr slagur á nýju ári en draga þarf gerendurna til ábyrgðar.

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- ólögmæt vörslusvipting hefur verið stunduð í stórum stíl af bönkum og fjármögnunarleigum.

Hefði í raun ekki þurft að fara með þetta fyrir dómstóla. - því það var vitað að verið var að brjóta lög.

Hvað er eiginlega í gangi ?????

Vilborg Eggertsdóttir, 20.12.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er í fyrsta sinn frá hruni sem ástæða er til að samgleðjast NBI, heiðurinn er þeirra.  Jafnframt sýnir þetta að atvinnulífið hefur öðlast trú á dómskerfi bankanna á ný. 

Magnús Sigurðsson, 20.12.2010 kl. 21:18

4 identicon

hip, hip, húrra!  Nú er mál að skunda til Sýslumanns og fara framá lögbann á starfsemi Vörslusviptinga ehf, og að dráttarbílar í eigu þeirra verði kyrrsettir.

Sýslumaður hló að mér þegar ég bað um slíkt 2 dögum fyrir dóm hæstaréttar um að gengistrygging væri ólögleg.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 21:22

5 Smámynd: Vendetta

Arnar, aldrei vanmeta óbilgirni starfsmanna á sýslumannsskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu. En þegar þér tekst loksins að fá skófluna undir Lýsingu, þá skal ég skála í 50 ára gömlu kampavíni sem var verið að átappa í gær.

Vendetta, 20.12.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband