Eru hjónabönd líka samræmd og stöðluð í ESB?
20.12.2010 | 18:56
Í dag voru samþykktar reglur um hjónaskilnaði óháð landamærum innan Evrópusambandsins. Það er ágætt að reglur um frjálst flæði þvert á landamæri þjóðríkja skuli ekki bara gilda um vörur, fjármagn og vinnuafl, heldur nú loksins líka þegar fólk ætlar að skilja við makann.
En ætli það séu til samræmdar reglur hjá Evrópusambandinu um hvernig fólk geti gengið í hjónaband óháð landamærum? Það væri forvitnilegt að vita hvort hjónaskilnaði sé gert hærra undir höfði en hjónabandinu sjálfu. Upplýsingar um það bera ósjálfrátt vitnisburð um það gildismat sem er undirliggjandi reglunum. Á sama hátt og reglur ESB gera t.d. ekki ráð fyrir því að neinn gangi úr sambandinu, aðeins inn í það.
Hinsvegar er alveg spurning hvort fyrirbæri eins og ESB á yfir höfuð að vera að skipta sér af því hvenær og hvernig fólk gengur í eða úr hjónabandi, og hvort það gerir það þvert á landamæri eða langsum eftir þeim.
Hjón í ESB mega nú velja hvar þau skilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Athugasemdir
Ha?
Það er ekki aðeins frjálst flæði vinnuafls innan ESB og EES. Það er frjálst flæði fólks. Margir á Íslandi halda einmitt að þetta sé aðeins fyrir vinnuafl.
Það hefur leitt af sér fleiri hjónabönd aðila með mismunandi ríkisfang.
Hingað til hefur það verið erfitt að skilja en þessi nýja samræming mun gera skilnaði einfaldari. Það er þegar einfalt að ganga í hjónaband.
Svo flókið er þetta nú ekki. Ég heyrði skýrt frá þessu í "Deutschlandfunk" í sumar. Skýringarnar voru mjög einfaldar.
Er þetta ekki bara dásamlegt?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 01:49
Ef hjónaskilnaðir og brotnar fjölskyldur sem af þeim hljótast eru ofar í forgangsröðinni en hjónabönd og heilsteypt fjölskyldumynstur. Er það þá dásamlegt? Ég spyr...
Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2010 kl. 14:51
Dásamlegt, þá meinti ég frjálsa flæði fólks og hjónaböndin. Ekki hjónaskilnaðina. Ég sé að þetta misskildist alveg illilega hjá mér. Fyrirgefðu.
Samræming hjónaskilnaða er til þess að auðvelda skilnaðinn fyrir þann aðila sem minnstu þekkinguna hefur og þá líklega einnig börnin. Ég vona það allavega og þannig skildi ég útskýringuna á þessu í útvarpinu.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.