Jim Corr mælir með íslensku leiðinni

Írski tónlistarmaðurinn Jim Corr, forsprakki hljómsveitarinnar The Corrs, er hér í viðtali hjá RT þar sem hann er spurður um viðhorf sín gagnvart skuldakrísunni sem herjar á heimaland hans. Hann segir að Írland hafi farið kolranga leið með því að bjarga bönkunum, sem hafi í rauninni verið ekkert annað en eignatilfærsla frá írskum almenningi til erlendra kröfuhafa. Mikið betra hefði verið að fara íslensku leiðina, að endurskipuleggja bankakerfið og láta kröfuhafana taka á sig tapið af gjaldþrotinu. Hann bendir á að eftir innlimun í Evrópusambandið og afsal á útgáfurétti síns eigin gjaldmiðils sé Írland nú á mörkum þess að geta talist fullvalda ríki, og Spánn sé líklega næstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frjálsar smábáta eða handfæraveiðar leysa atvinnuvanda Íslendinga,

ekki nýjar lántökur!

Aðalsteinn Agnarsson, 20.12.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband