Birtið "gögn sem fréttastofa hefur undir höndum" !

PricewaterhouseCoopers (PwC) gerir í fréttatilkynningu alvarlega athugasemd við þau vinnubrögð að rannsóknarskýrslum opinbers aðila um Glitni banka og Landsbankann, er m.a. varða starfsheiður PwC, sé komið í hendur fjölmiðla til umfjöllunar án þess að PwC hafi verið kynnt efni skýrslnanna. Það er ágætt að PwC skuli gera athugasemd, þá er augljóst að í þessum skýrslum er einmitt eitthvað sem menn vilja ekki að spyrjist út, og þeim mun meiri ástæða til að vekja athygli á því.

Ég vil að sama skapi gera alvarlega athugasemd við þau vinnubrögð fjölmiðlamanna sem hafa fengið í hendur gögn sem varða mikilvæga almannahagsmuni, að birta þau ekki opinberlega. Er eðlilegt að fréttamenn liggi á svona upplýsingum eins og ormar á gulli? Þegar fréttaflutningurinn hefst á orðunum "í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum", hvernig á fólk þá að geta lagt hlutlaust mat á umfjöllunina þegar það fær ekki aðgang að þessum gögnum? Afhverju hefur fréttastofa RÚV t.d. ekki einfaldlega birt skýrslurnar um afbrot endurskoðendanna á vef stofnunarinnar? Þetta er fjölmiðill sem starfar fyrir almannafé og á að starfa í þágu almannahagsmuna.


mbl.is Gera athugasemd við leka til fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband