Auðveldur útreikningur: áhrifin verða engin

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að bankinn muni meta áhrif af Icesave-samningi þegar hann liggur fyrir. Það verður einfaldur útreikningur, því áhrifin verða engin. NÚLL. En það er svosem ekki við öðru að búast en að Seðlabankinn leggist samt í útreikninga, enda vanur því að fást við að reikna eitthvað sem ekkert er og mun aldrei gagnast neinum.

Ein af skilgreiningunum á geðsýki er að reyna það sama aftur og aftur, en búast við að fá einhverja aðra útkomu í hvert sinn. Á góðri íslensku kallast það að berja hausnum við steininn. Fólkið sem stendur að svokallaðri "samninganefnd Íslands" virðist ekki átta sig á því að það er búið að reyna að gera einhvern "IceSave" samning, og búið að mistakast ætlunarverk sitt, meira að segja tvisvar nú þegar! Það er því ekkert um slíkt að ræða lengur og þetta vesalings fólk þarf að átta sig á því hversu tilgangslaus og óþörf eyðsla þetta er á tíma þess og kröftum.

Af fullri virðingu og án fordóma gagnvart þeim sem raunverulega eru veikir, þá boðar það samt varla gott þegar hagsmunir þjóðarinnar eru í höndum fólks sem sýnir einkenni um geðsýki.


mbl.is Áhrif Icesave-samnings reiknuð út þegar samningur liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góður...

Axel Þór Kolbeinsson, 8.12.2010 kl. 17:32

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Már er að tala máli Jóhönnu - segir það hafa kostað okkur stórfé að hafa ekki gengið frá þessum samning fyrir löngu. Hann skrifaði líka undir Viljayfirlýsinguna sem hvað á um niðurbrot þúsunda fjölskyldna í 18 grein þeirrar yfirlýsingar.

En vextir af kr. 0 eru kr. 0.Þarna sparaði ég Seðlabankanum stórfé í stærðfræðipælingum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.12.2010 kl. 19:17

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 ég er hætt að vera hissa

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.12.2010 kl. 01:29

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ólafur, þú verður að hafa hljótt um þetta. Það má ekki kenna Seðlabankanum stærðfræði því verkefni hans snýst um að reyna að fá stærðfræðijöfnur til að ganga upp, sem stærðfræðingur gæti sýnt fram á að geti einmitt ekki gengið upp. Að berja hausnum við steininn heitir þessi iðja á góðri íslensku, en eins og útskýrt er í pistlinum er það einkenni um vandamál. Til að útrýma vandamálinu verður auðvitað að breyta fjármálakerfinu svo það gangi upp.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2010 kl. 01:41

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Við, óbreyttur almúginn, hljótum að hafa síðasta orðið í Ice-Save deilunni.Spurning hvað gerist þegar við fellum "samkomulagið" aftur.

Þráinn Jökull Elísson, 9.12.2010 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband