Froðuhvarf = 5-10% af skuldavanda heimilanna

Það fékkst ekki króna upp í kröfur á þrotabú skúffufélagsins Hafnarhóls. Landsbankinn í meirihlutaeigu ríkisins, þarf því að afskrifa 9,4 milljarða. Miðað við tölur sem hafa verið nefndar er upphæðin sambærileg við á bilinu 5-10% af meintum kostnaði við aðgerðir fyrir heimilin. En þessi fjárhæð verður afskrifuð fyrir einn mann!

"og svo bara hvarf froðan"... þessi ummæli nafna míns eiga örugglega eftir að verða ódauðleg! En þegar froðan er horfin stendur ekkert eftir nema drulla og viðbjóður.

Engar eignir fundust í þrotabúi eignarhaldsfélagsins Hafnarhóls sem tekið var til gjaldþrotaskipta í ágúst síðastliðnum, en það var fjárfestingarfélag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims.

„Þetta voru bankabréf, keypt í banka, fjármögnuð af banka og geymd í banka,“ sagði Guðmundur og bætir við: „Þetta var keypt froða og lánuð froða, og svo bara hvarf froðan.“


mbl.is „Svo hvarf bara froðan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru auðvitað algjörlega ódauðleg ummæli. En því miður mun orðspor þessa gjörnings deyja - líkt og allra annarra svipaðra að undanförnu.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:48

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það á að draga þá fyrir dómstóla sem tóku í þeim útlánum sem voru að baki froðunni.  Hvernig er hægt að réttlæta það í útlánaáhættu, að ekkert sé að baki láni nema pappírsbleðlar.

Marinó G. Njálsson, 7.12.2010 kl. 17:51

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Þetta er algjört froðufall. Að sjálfsögðu var stofnað til þessarra viðskipta til að hagnast, eða til að hagnast á froðunni!

Birgir Viðar Halldórsson, 7.12.2010 kl. 20:08

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þó líklegt megi teljast að Guðmundur Kristjánsson hafi vitað að svona gjörningar væru ólöglegir þá er hann ekki sökudólgur í þessu. Hann er bara að  segja satt og benda á bankastjórann sem samþykkti gjörninginn. En eins og Marinó segir þá á að draga alla viðskipamentaða starfsmenn banka sem vissu um svona gjörninga fyrir dómstóla. En þetta fólk enn að stjórna bönkonum.

Guðmundur Jónsson, 7.12.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband