Fleiri leiðir til að reka hagkerfi

Í grein John Dizard á vef Financial Times í dag er fjallað um IceSave málið og það sett í samhengi við það sem er að gerast á Evrusvæðinu í tengslum við skuldavanda þjóðríkja á borð við Grikkland og Írland. Hann segir meðal annars að sú leið sem Ísland hefur farið í gegnum fjármálakreppuna veki sífellt meiri athygli erlendis. Grikkir, Írar og Spánverjar lesa dagblöð og vefsíður og sumir þeirra, sem og stjórnmálamennirnir sem þurfa að sitja fyrir svörum, spyrja sig hvort það sé kannski til önnur leið til að reka hagkerfi.

Svarið við þessari spurningu er einfaldlega: já, það eru margar fleiri leiðir til að reka hagkerfi en sú sem við höfum nú. Þessu kerfi sem er í raun sömu gerðar hvert sem er litið, hefur verið þröngvað upp á heiminn af fjármálastéttinni, af þeirri einföldu ástæðu að kerfið er hannað þannig að það færir þeim sem stjórna því sífellt aukin völd og peninga. En þetta eru engin náttúrulögmál eins og sumir halda, heldur allt saman mannanna verk og þeim er hægt að breyta. Það eru margar mismunandi leiðir til að útfæra hagkerfi, sumar gjörólíkar því sem við höfum í dag, og tilbrigðin geta verið óteljandi.

Áhugafólki um slíkar hugmyndir er bent á að kynna sér:

Icelandic Financial Reform Initiative


mbl.is Icesave samkomulag áhugavert fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bylting á Írlandi: 

http://www.davidmcwilliams.ie/2010/12/01/bailout-will-sink-ireland-before-we-can-even-swim

ADDRESSING THE FINANCIAL CRISIS:
THE EU’S INCOMPLETE REGULATORY RESPONSE - DEC 2010:

http://www.egmontinstitute.be/paperegm/ep39.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Guðmundur. Það er alltaf gaman að skoða það sem þú setur hérna fram. Alltaf eitthvað nýtt og áhugavert í því.

Ég hef verið að velta því fyrir mér í sambandi við stjórnlagaþingið hvort það væri ráð að innleiða stöðumat á þingmenn og sérstaklega ríkisstjórnir. Þá er ég með í huga að fyrir kosningar verði menn skikkaðir til að setja kosningastefnuna fram á skýran hátt með ákveðnum markmiðum um tímasetningar og árangur við framkvæmd þeirrar stefnu sem menn lofa fyrir kosningar. Svo yrði á t.d. 6. mánaða fresti gert stöðumat hjá þeim sem vinna kosningarnar og mynda ríkisstjórn og nái menn ekki tilteknum lágmarksárangri þá verði þeim gert að víkja hvort sem þeim líkar betur eða verr. Og aðrir tækju þá við með sína stefnu. Við erum hvort eð er ekki að kjósa okkur þing og ríkisstjórn sem framkvæmir allt annað en hún lofar. Þannig að með þessu er ekkert verið að ganga gegn vilja kjósenda, aðeins verið að henda út stjórnmálamönnum sem geta ekki staðið við það sem þeir lofa. Ég held að þetta sé vel fær leið til umbóta í stjórnkerfinu.

Það er vissulega brýn þörf á algerlega nýju fjármálakerfi, en það er líka hægt að nútímavæða stjórnarfarið á margvíslegan hátt. Þetta er ein aðferð til þess.

kveðja,

Jón P. Líndal.

Jón Pétur Líndal, 5.12.2010 kl. 22:09

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var fróðlegt að lesa yfir "boðorðin tíu". Það er greinilegt að Ísland á enn til skynsamt fólk.

Þetta framtak ykkar er frábært og vonandi að það sili árangri, að stjórnmálamenn sýni nú einusinni smá skynsemi og hlusti.

Áfram IFRI!!

Gunnar Heiðarsson, 5.12.2010 kl. 22:24

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.12.2010 kl. 23:28

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Guðmundur, það er eitt sem þarf að hugleiða í ykkar hugmyndum um nýtt fjármálakerfi. Það er aðskilnaður ríkis og markaðar. Að ríkjum verði óheimilt að velta vandamálum markaðarins beint á skattgreiðendur með ríkisábyrgðum og ríkisstyrkjum til gjaldþrota banka og fjárglæpamanna.

Jón Pétur Líndal, 6.12.2010 kl. 00:12

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðmundur, áhugverð færsla og ekki síður hugmyndir hópsins sem stendur að IFRI.  Gangi ykkur vel að vekja athygli á þessum frábæru tillögum um úrbætur á fjármálakerfinu.

Magnús Sigurðsson, 6.12.2010 kl. 14:12

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við höfum þegar náð eyrum Alþingis, IFRI hópurinn er að vinna að umsögn um frumvarp til nýrra laga um innstæðutryggingar, að beiðni viðskiptanefndar.

Jón Pétur: Hugmyndir IFRI ganga allar út á kerfi sem þjóni hagsmunum almennings, á svipaðan hátt og önnur veitukerfi samfélagsins, hvort sem um þau streymir vatn, rafmagn, eða fjármagn. Þar með talið að kerfið sé þannig uppbyggt að áhætta almenings af því sé lágmörkuð. Efst á blaði af 10 tillögum á vefsíðunni okkar er aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingarbanka, sem er mikilvægt skref til að draga úr áhættu almennings. Þess má geta að í nýju lögunum sem við höfum til umsagnar er skýrt kveðið á um að engin ríkisábyrgð skuli vera á innstæðutryggingasjóði. Standist það ákvæði er það mikill sigur fyrir almannahagsmuni að mínu mati!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband