WikiLeaks: Íslandsskjölin efnisflokkuð

Eins og fram hefur komið þá hefur WikiLeaks ákveðið að birta ekki strax öll sendiráðsskjölin svokölluðu, heldur gefa þau út í smáskömmtum á næstu vikum og mánuðum. Samkvæmt talsmanni WikiLeaks liggur ekki nákvæmlega fyrir hvenær kemur að því að skjöl frá sendiráðinu á Íslandi verði birt, en að það verði líklega gert í samstarfi við íslenska fjölmiðla.

Þó aðeins lítill hluti skjalanna hafi verið birtur nú þegar, þá hafa hinsvegar verið gefnar út ýmsar upplýsingar um skjalasafnið í heild. Þar á meðal listi yfir öll 251.287 skjölin með dagsetningu og tíma, sendanda, og efnisflokkunarlyklum sem eru oftast skammstafanir á borð EFIN, UNSC, US, EUR, WHO og fleiri. Á meðan beðið er eftir birtingu skjalanna gæti verið forvitnilegt að rýna í efnisyfirlitið því það getur gefið vísbendingar um hvaða málefni er fjallað um í skjölunum.

Breska blaðið Guardian hefur gefið út efnisyfirlit skjalasafnsins og lista yfir flokkunarlyklana sem er kallaður Babel glossary, en við nánari athugun reyndist hann ekki tæmandi. Ég lagðist því í smá rannsóknarvinnu til að fylla inn í eyðurnar, og komst að því að handbækur bandaríska utanríkisráðuneytisins eru hafsjór gagnlegra upplýsinga, ekki síst Foreign Affairs Handbook: 5 FAH-3 TAGS/Terms. Úr varð lítill gagnagrunnur sem ég gat notað til að samkeyra þessar upplýsingar við skammstafanirnar í skjalalistanum og fá út lista sem er læsilegur venjulegu fólki.

Skrárnar sem fylgja þessari færslu er þrjár og tilgangurinn með því að  hengja þær hér er að gera þetta aðgengilegt fleirum sem hafa hugsanlega áhuga á að kryfja og greina þessar upplýsingar enn frekar. Fyrsta skráin er frá gagnabloggi Guardian og inniheldur hrátt efnisyfirlit yfir allt skjalasafnið, sú næsta er skrá sem ég útbjó með lista yfir skjöl sem tengjast Íslandi ásamt upplýsingum um viðfangsefni hvers þeirra, og sú þriðja er áðurnefnd merkjahandbók samantekin í eitt PDF skjal.

Ég hvet svo áhugasama einstaklinga til þess að lesa þetta yfir og skrifa hér athugasemdir um uppgötvanir sínar. Gögnin eru nokkuð vel skipulögð og bjóða upp á talsverða úrvinnslu, sem gerir þetta áhugavert frá upplýsingatæknilegu sjónarmiði líka. Mér skilst að það sé fullt af atvinnulausu fólki á Íslandi sem ætti að hafa nægan lausan tíma, en sjálfur er ég þeim annmörkum settur að allur laus tími þessa dagana fyllist umsvifalaust án nokkurrar fyrirhafnar.


mbl.is Öfundsverð ritsnilld í skjölum Bandaríkjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband