Auđvitađ á stjórnarskrá ađ vera skyldunám
22.11.2010 | 15:43
Frumskilyrđi ţess ađ stjórnarskrá ţjóni tilćtluđu hlutverki eru ađ mínu mati ţrjú:
- Ađ hún sé tvímćlalaust ćđstu lög landsins.
- Ađ ţegnar ríkisins ţekki stjórnarskránna svo ţeir geti fariđ eftir henni.
- Ađ brot á stjórnarskránni séu refsiverđ, svo ađ stjórnvöld fari eftir henni.
Ţađ sem eftir stendur, stjórnskipan, réttindi o.fl. er til einskis ef ekki er fariđ eftir ţví. Núverandi stjórnarskrá uppfyllir ţví miđur ekkert ţessara skilyrđa. Ég legg ţví til ađ ný stjórnarskrá hefjist ţannig:
Stjórnarskrá Lýđveldisins Íslands [drög]
1. gr. Stjórnarskrá ţessi telst vera ćđstu lög sem gilda á Íslandi, ekkert má festa í lög sem brýtur í bága viđ innihald og tilgang stjórnarskrárinnar. Leiki vafi á um gildi og merkingu tiltekins hluta íslenskra laga skal túlka ţann vafa samkvćmt viđeigandi greinum stjórnarskrárinnar. Lagaákvćđi sem ekki samrćmast stjórnarskrá skulu sjálkrafa teljast dauđ og ómerk undir öllum kringumstćđum.
2. gr. Áţreifanleg eintök af gildandi stjórnarskrá skulu liggja frammi í öllum stofnunum ríkisins ţar sem ţví verđur komiđ viđ, og ađgengileg almenningi svo sem frekast er kostur til. Sé henni breytt skal dreifa eintökum sem sýna glögglega breytinguna inn á hvert heimili og vinnustađ í landinu.
Efni og innihald stjórnarskrárinnar skal vera hluti af námsefni á lokastigum skyldunáms. Lögmćt stjórnvöld hverju sinni skulu sjá til ţess ađ stjórnarskráin sé gefin út í nćgjanlegu upplagi til ţess ađ uppfylla megi upplýsinga- og frćđsluskyldu svo sem hér er kveđiđ á um.
3. gr. Hver sá sem gerist gerist brotlegur viđ stjórnarskránna skal sćta fangelsi, eđa sekt ef sérstakar málsbćtur eru fyrir hendi. Skal refsingin vera í samrćmi viđ alvarleika og eftir atvikum skađsemi brotsins.
Hvern ţann sem fundinn hefur veriđ sekur um brot skv. 1. mgr. má undanskilja refsingu ef sýnt ţykir ađ um óviljaverk hafi veriđ rćđa og málsatvik fela ekki í sér refsivert athćfi ađ öđru leyti.
Hafi embćttismađur gerst sekur um brot á stjórnarskrá eđa átt hlutdeild í slíku broti skal ţađ varđa tafarlausum embćttismissi og refsingu skv. 1. mgr.
Sé um alvarlegt brot ađ rćđa eđa sem ćtlađ er ađ koma í veg fyrir ađ ákvćđum stjórnarskrárinnar sé framfylgt, skal hámarksrefsing vera lífstíđarfangelsi.
![]() |
Stjórnarskráin verđi skyldunám |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.