Brunaþol kínverskra bygginga vs. bandarískra
15.11.2010 | 21:58
Í Shanghai í Kína varð í dag stórbruni í 28 hæða íbúðaturni sem hýsti kennara sem farnir eru á eftirlaun. Verið var að endurnýja bygginguna þegar eldur kom upp í byggingarefni. Eldurinn breiddist hratt út um vinnupalla sem reistir höfðu verið vegna framkvæmdanna, og þaðan yfir í bygginguna sjálfa.
Hér er myndband af brunanum, tekið af Íslendingi sem býr í nágrenninu:
Og fleiri myndbönd frá netverjanum Karl Loo:
Shanghai Fire - 15 November 2010 from Karl Loo on Vimeo.
Massive Fire Engulfs Apartment: Jiaozhou Apartments, Jing'an District, Shanghai, CHINA from Karl Loo on Vimeo.
Byggingin brann eins og kyndill í sex klukkustundir áður en slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins. Samt gerðist ekkert í líkingu við þetta:
Getur verið að kínverskar íbúðablokkir séu svona miklu rammgerðari en "sérstyrktar" bandarískar byggingar? Eða er skýringarnar kannski að finna í öðru?
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Athugasemdir
Líkleg skýring á því hversu hratt bruninn breiddist út er að í Kína er bambus notaður í vinnupalla.
Gunnar Heiðarsson, 16.11.2010 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.