Einnig í Reykjavík

Það hefur nú verið upplýst að útsendarar bandarísku leyniþjónustunnar CIA í sendiráðum Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn og Osló, hafa stundað leynilegt eftirlit með dönskum og norskum ríkisborgurum. Þeir hafa veitt einstaklingum sem þeir telja grunsamlega eftirför, njósnað um þá, og fært nöfn þeirra ásamt persónulegum upplýsingum inn í bandarískan gagnagrunn.

Nú skyldi fólk ekki halda eitt augnablik að stöðvarstjórn CIA í bandaríska sendiráðinu á Íslandi hegði sér eitthvað öðruvísi. Að minnsta kosti er óhætt að gera ráð fyrir því þar til sýnt hefur verið fram á annað, og það er ekki samsæriskenning heldur einfaldlega raunsæ tilgáta sem byggir á fordæmum. Ég varð sjálfur t.d. nýlega vitni að borgaralega klæddum starfsmanni bandaríska sendiráðsins á Íslandi við eftirlit með mótmælendum í miðbæ Reykjavíkur. Ætli það hafi verið með vitund og vilja íslenskra stjórnvalda? Ég get allavega fullyrt að það er ekki með vitund og vilja íslensks almennings! 

Svona mál eru einmitt ástæðan fyrir því að margir eru tortryggnir gagnvart bandarískum umsvifum. Þarna eru þeir nánast að taka sér lögregluvald í öðrum ríkjum sem eiga að heita fullvalda og vinveitt. Aðgerðir af þessu tagi eru hinsvegar ekki beinlínis vinveittar. Ég hefði haldið eðlilegra telji þeir sér ógnað, að leita með þær áhyggjur til löggæsluyfirvalda í viðkomandi landi. Í hroka sínum haga Bandaríkjamenn sér hinsvegar eins og þeir séu yfir aðra settir, í þessu sem og öðru. Ef þeir treysta ekki Dönum og Norðmönnum, afhverjum ættu Danir og Norðmenn þá að treysta Bandaríkjamönnum? 

Nú er ég alls ekki að gera lítið úr þeirri hættu sem Bandaríkjamenn hafa sett sig í með stríðrekstri sínum á erlendri grundu og leynilegum afskiptum af málefnum annara ríkja. En það er þeirra eigin meðvituð ákvörðun að hegða sér þannig, vitandi hvaða afleiðingar það getur haft. Að þeir skuli svo sjá sig knúna til þess að koma svona fram gagnvart ríkjum sem hingað til hafa verið talin til þeirra helstu bandamanna og meðal friðsömustu ríkja á plánetunni, ber öðru fremur vott um það hversu djúpa holu ofsóknarbrjálæðis Bandaríkin eru búin að grafa sig ofan í með gjörsamlega ósjálfbærri utanríkisstefnu.


mbl.is Stunduðu njósnir í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband