Afhverju skjóta menn sprengjuvörpum?

"Palestínumenn skutu þremur sprengjuvörpum frá Gaza í dag."

"Á þessu ári hafa Palestínumenn skotið meira en 120 eldflaugum og sprengjuvörpum á Ísrael" - Segir í frétt mbl.is

Þetta verður að teljast einkennileg frétt svo ekki verði meira sagt. Afhverju eru Palestínumenn að skjóta sprengjuvörpum til Ísraels? Ef ég væri skæruliði myndi ég líklega nota sprengjuvörpurnar mínar til að varpa sprengjum á andstæðinginn, allavega frekar en að senda honum vopnin mín í "flugpósti".

En svona getur nú málfarið verið margslungið... Wink


mbl.is Skjóta sprengjuvörpum frá Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já málfar frétta manna ætti að varða við lög, því bull þeirra sumra getur ært vitlausari og vitrari menn en mig.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2010 kl. 21:40

2 identicon

Er þeir ekki að vonast til þess að sprengjuvörpurnar verpi og úr verði líflegt sprengjuvarp sem hlyti að valda usla í nágrenninu?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 22:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hans: Það sem þú ert að pæla er kannski meira í ætt við klasasprengjur.

Hugtakið sem er líklega að valda þýðandanum höfuðverk og hiksta þessa stundina: Mortar (e)

Sprengjuvarpa, oft bara einfalt rör sem er hægt að miða í ákveðna stefnu og skjóta úr því fallbyssuskoti eða sprengihlöðnu skeyti.

Í fréttum er oft talað um "Mortar attack" sem er einfaldlega þegar sprengjuvörpur eru notaðar sem árásarvopn.

Ég veit hinsvegar engin dæmi þess í sögu hernaðar að vopnið sjálft hafi verið notað sem skotfæri. Enda getur það varla talist árangursrík hernaðartækni.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband