Aksturskostnaður og umhverfiskostnaður
9.10.2010 | 21:19
Að sögn Óskars Reykdalssonar lækningaforstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, mun fyrirhugaður niðurskurður vinstristjórnarinnar svokölluðu leiða til þess að verðandi mæður á Suðurlandi þurfi að fara 26.000 ferðir yfir Hellisheiði. (Á ársgrundvelli geri ég ráð fyrir, þó það fylgi reyndar ekki sögunni.) En hvað ætli allur sá akstur muni kosta? Við skulum reyna að meta það útfrá bestu fáanlegu forsendum:
Á milli Reykjavíkur og Selfoss eru 57 km skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. (Miða við Selfoss því það er þaðan sem þjónustan flyst, held samt að margir komi enn lengra að.)
26.000 ferðir * 57 km/ferð = 1.482.000 km eknir
Til að gera sér í hugarlund aksturskostnaðinn má styðjast við viðmiðunarfjárhæðir FÍB eða frádráttarbæran rekstrarkostnað skv. fyrirmælum Ríkisskattstjóra. Þessar fjárhæðir eru á bilinu 50-110 kr./km. Við skulum einfaldlega bara taka meðaltalið og segja 80 kr./km. Þá er kostnaðurinn við aksturinn samtals:
1.482.000 km * 80 kr./km = 118.560.000 kr
Hversu mikið var það aftur sem átti að sparast með niðurskurðinum?
Við þetta bætist svo umhverfiskostnaður. Ef við gefum okkur hóflega meðaleldsneytisnotkun 7l/100km á þessari leið: 1.482.000 km * 7l/100km = 103.740 lítrar eldsneytis, en við brennslu þess losna 237,3 tonn af CO2 skv upplýsingum frá Kolvið, sem jafngildir koltvísýringsupptöku á við 2238 tré.
Er þetta í samræmi við umhverfisáherslur vinstrimanna?
Niðurskurður þýðir 26 þúsund ferðir yfir Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Samgöngur, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.