„Á Íslandi á enginn að þurfa að vera heimilislaus vegna skuldavanda“
8.10.2010 | 02:39
Á Íslandi á enginn að þurfa að vera heimilislaus vegna skuldavanda,
- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, 7.10.2010
Þessi ummæli lét Jóhanna falla á þingfundi í dag. Nú er það hlutverk almennings að fylgja því eftir að staðið verði við þessi stóru orð. Með samstöðumætti almennings eins og kom fram í fjöldamótmælum á mánudaginn síðastliðinn, er hægt að koma ýmsu til leiðar. Nú hefur skapast fordæmi fyrir því sem er nauðsynlegt að halda lifandi, og ekki bara þar til skuldavandinn verður leystur heldur svo lengi sem við viljum að íslenska þjóðin sé frjáls.
Brot af tapi heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.