Ætlar Spaugstofan á þing?
31.8.2010 | 13:19
"Spaugstofan hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegið í Þjóðmenningarhúsinu"
Miðað við val á fundarstað og í ljósi velgengni starfsbróðurs þeirra Spaugstofumanna í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, þá hlýtur tilgangurinn með fundinum að vera augljós: Auðvitað verður tilkynnt um stofnun nýs stjórnmálaflokks undir merkjum Spaugstofunnar, með því markmiði að bjóða fram til Alþingis. Enda er núverandi stjórnarsamstarf komið að fótum fram og aðeins tímaspursmál hvenær boðað verður til kosninga á næstu misserum. Þeir Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður og Örn yrðu klárlega ekki verri en núverandi "leiðtogar" og í öllu falli miklu skemmtilegri!
Spaugstofan boðar til blaðamannafundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Athugasemdir
Nú er það orðið opinbert: Spaugstofan verður á Stöð 2 næstu tvö árin.
Ætli þeir hætti þá að gera grín að Jóni Ásgeiri?
Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2010 kl. 14:05
Ætli þeir reki ekki Karl Ágúst, hann leikur alltaf Jón Ásgeir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.8.2010 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.