Frumtexti greinarinnar hér (enska)
24.8.2010 | 14:18
Norski lögfræðiprófessorinn Peter Ørebech segir í Morgunblaðsgrein að íslenska ríkið megi einfaldlega ekki borga tjón IceSave innstæðueigenda. Er þetta í samræmi við álit flestra sem hafa kynnt sér málið í þaula og eru ekki litaðir af Evrópudýrkun í málflutningi sínum. Hér má finna frumtexta greinarinnar á ensku:
The Icesave bank of Iceland; from rock-solid to volcano hot
Segir Ísland ekki mega borga fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alveg fráleitt hjá hunum og bara eitthvert rugl. Meginnpnktur hans er þessi:
,,It is the sum of "up to" 20.000 € that is guaranteed. An amount of i.a. 1.000 €, 5.000 €, 10.000 € etc. satisfies the provision. This amount is not as ESA supports a minimum reimbursement obligation. It is the maximum."
Maður bara: Vá! Hvað næst?
Var þetta ,,lögfræðiálitið sem Lilja Mós. var að tala um í gær?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 15:00
"Eitthvað rugl"? Þetta er nú bara einfaldlega það sem stendur í tilskipuninni, sem þeir vita sem hafa haft fyrir því að lesa hana. Hinsvegar má vel vera að tilskipunin sjálf sé kannski rugl...
Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2010 kl. 15:52
Já já, menn ráða því bara hvort það sé 1 króna,10 krónur, 100 krónur, 1000, 10.000 etc. Þetta er bara það sneddýasta sem komið hefur fram só far í málinu!
Og vil ég fá yfirlit hérna og skjalfest hverjir og hve margir telja þetta relevant í umræddu máli!
Úr hvaða gjótu í Nojaralandi dróu dabbalingar þennan mann upp? Miklugjótu?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 16:32
Menn ráða því ekkert, heldur fer það einfaldlega eftir því hversu mikil inneign er til staðar í innstæðutryggingasjóðnum. Ef hún dugar ekki fyrir lágmarkstryggingunni þá verða innstæðueigendur að skipta með sér því sem til fellur í hlutfalli við stærð innstæðna sinna. Þetta er alls ekkert nýtt heldur hef ég margoft reynt að vekja athygli á þessu, einmitt hér á þessu, bloggi, allar götur frá því að málið kom fyrst upp. Nú stígur einhver Norðmaður fram og segir nákvæmlega það sama, og þá hlaupa menn upp til handa og fóta eins og það sé einhver nýr vinkill.... skrýtið.
Allt þetta myndir þú vita Ómar Bjarki, ef þú hefðir fylgst með því sem ég hef áður skrifað um þetta, eða bara ef þú værir búinn að lesa tilskipunina. Þér er velkomið að skrifa athugasemdir (ég ritskoða þær ekki), en vinsamlegast hættu samt að vera hér með innantóma útúrsnúninga ef þú þekkir ekki staðreyndirnar og hefur ekkert haldbært til málanna að leggja.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2010 kl. 17:04
P.S. Ég get engu svarað um hverjir og/eða hversu margir telja sjónarmið Ørebech's vera nærtækt í málinu. Ég get aðeins svarað fyrir mínar eigin rannsóknir á málefnum er varða innstæðutryggingar, og tel mig hér með hafa gert það.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2010 kl. 17:11
"Article 7 --- 1. Deposit-guarantee schemes shall stipulate that the aggregate deposits of each depositor must be covered up to ECU 20 000 in the event of deposits' being unavailable." http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31994L0019:EN:HTML
Þetta er ekkert flókið. "...skulu vera tryggðar upp að ECU 20.000..." (ekki "allt að" eins og sá norski heldur)
Danska "Artikel 7 -- 1. Indskudsgarantiordningerne sikrer, at en given indskyders samlede indskud er daekket op til 20 000 ECU, saafremt indskud bliver indisponible."
Sænska "Artikel 7 -- 1. System för garanti av insättningar skall föreskriva att varje insättares sammanlagda insättningar skall täckas upp till 20 000 ecu i den händelse insättningarna blir indisponibla."
Þýska "Artikel 7 - (1) Für den Fall, daß Einlagen nicht verfügbar sind, sehen die Einlagensicherungssysteme vor, daß die Gesamtheit der Einlagen desselben Einlegers bis zu einem Betrag von 20 000 ECU abgedeckt wird."
sigkja (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 18:12
Takk fyrir tengilinn!
Rúnar Þór Þórarinsson, 24.8.2010 kl. 20:42
Nú eru hollustumenn Jóhönnu-stjórnarinnar gjörsamlega rökþrota að ofan og einu rökin eru: EKKI ALLT EINS OG ÞESSI NORSKI HELDUR og RUGL, RUGL. Maðurinn er prófessor í þjóðréttarfræði og með svipuð og sömu rök og hinir lagaprófessorarnir. Rökin eru fyrir löngu komin fram. RÍKISÁBYRGÐ Á ICESAVE JÓHÖNNU OG CO. ER ENGIN OG HEFUR ALDREI VERIÐ.
Elle_, 24.8.2010 kl. 22:28
Í fyrstu virtist sem Geir Harde ætlaði að standa í lappirnar, en þá kom Imba heim frá USA og 1-2 dögum seinna var allt breytt. Árni Matt. skrifaði undir hreint fáránlegt samkomulag sem Geir og Davíð kvittuðu undir líka. Ótrúleg áhersla og vilji, núverandi, til að greiða skuld sem við lagalega eigum ekki að greiða er að verða dularfull.
Hvað gerðist eftir að Imba kom heim?
Dingli, 24.8.2010 kl. 23:11
Ef þú ert að meina MOU (Memorandum of Undarstanding) var það samkomulag um að fara að lögum. Og lögin er enn þau sömu. Gáðu líka að hvað var að gerast þarna. Menn voru líklega í sjokki og undir ótrúlegum þrýstingi. Núverandi stjórn getur ekki sagt það sama.
Elle_, 24.8.2010 kl. 23:28
Og Davíð var ekkert í ríkisstjórninni.
Elle_, 24.8.2010 kl. 23:30
Og Davíð var ekkert í ríkisstjórninni. Veit það, en kvittaði fyrir hönd Seðlab. Hef sagt það oft sjálfur, að liðið var sem í losti og gerði tóma vitleysu. Það sem ég er að tala um, er að fyrst í stað sagði GH að skuldin væri bankana og innistæðusjóðs og talaði um að fara í hart út af hryðjuverkal. En þá kom Imba heim, og strax daginn eftir(held ég) var komið annað hljóð í strokkinn!
Veit að þrýstingurinn var svakalegur, en þessi algeri viðsnúningur á svipstundu fannst mér undarlegur.
Þess vegna spyr ég hvað olli? Var samið bak við tjöldin, var Imba búin að semja um eitthvað áður en hún kom heim? Var okkur hóta með þeim hætti að ekki var hægt að verjast? Lofaði ESB, að ef við viðurkenndum skuldina og borguðum, þá skildu þeir redda okkur eftir fáein ár?
Eitthvað gerðist!
Dingli, 25.8.2010 kl. 00:23
Bara að benda á að það eru nægar eignir til í fallna Landsbankanum til að greiða til baka upp að 20.000 evrur. En einhvern vegin er helmingur tæplega að renna til Breska innistæðu tryggingarsjóðsins sem tryggði mun hærrra en 20.000 evrur. Það er á þennan hátt sem þessi Icesave skuld er búin til úr engu. Það er enginn ástæða fyrir okkur að greiða hærra en 20.000 evrur og það er hægt að ganga að því í Landsbankanum gamla. Almenningi og Ríkinu kemur þetta ekki við. Bretar og Hollendingar verða bara að tala við skilanefndina og hætta að flækja málið.
Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 01:22
Ómar hefur rétt fyrir sér. Norðmaðurinn leggur á borð einhvern furðulegasta misskilning á Icesave málinu sem ég hef séð hingað til, þ.e. að segja að "upto 20.000" eigi við tryggingarupphæðina.
Trygginingin á að dekka innstæður allt að 20.000 ECU en ÞAF EKKI að dekka innstæður yfir 20.000 EUR.
Það er algjör steypa að segja að lágmarks-tryggingin sé "allt að 20.000 ECU", eins og Norsarinn virðist vera að segja.
ÉG nenni ekki að lesa annað eftir manninn, ef hann misskilur svona grundvallaratriði.
Einar Karl, 25.8.2010 kl. 11:11
Einar Karl og Ómar: það sem Norðmaðurinn á við er hvernig eigi að taka á því ef inneign í tryggingasjóðnum dugar ekki einu sinni fyrir þessari 20.000 ECU viðmiðunarupphæð. Það stendur skýrum orðum í tilskipuninni (sem þið hafið greinilega ekki heldur nennt að lesa) hvernig þá skuli það fé sem til er í sjóðnum skiptast milli innstæðueigenda í hlutfalli við stærð innstæðna. Umfram það er auðvitað ekkert hægt að greiða nema sjóðurinn nái sér einhvernveginn í viðbótarfé, það er honum heimilt að gera með lántöku en alls ekki skylt og ríkisábyrgð á slíkri lántöku er harðbönnuð.
Hættið svo að drulla út síðuna mína ef þið hafið ekki hundsvit á því sem þið eruð að tala um!
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2010 kl. 11:51
Hætta að drulla út? Eru blogg ekki rotþrær? Hjálp...
Rúnar Þór Þórarinsson, 25.8.2010 kl. 12:54
Guðmundur:
Þetta er fín síða hjá þér og við höfum áður skipst á skoðunum vandræðalaust. Ég er alls ekki að gagnrýna þig eða síðu þína. En grein Norðmannsins fær falleinkunn. Svo einfalt er það.
Hann segir:
Hvað segir dírektífið? Jú:
þýðing héðan. Þetta þýðir að sé innstæða 20.000 ECU eða lægri á hún að vera tryggð samkvæmt dírektífinu. (Hvort sjóðurinn geti staðið við þessa skuldbindingu er önnur umræða. Norðmaðurinn er ekki að fjalla um það hér í þessari tilvitnuðu málsgrein.)
Annað kann að vera réttara í grein þess norska, en þetta er einfaldlega rangt. Spurðu hvaða lögfræðing sem er.
Einar Karl, 25.8.2010 kl. 14:56
Allt í góðu Einar Karl, en þá erum við einfaldlega ósammála um þetta atriði. Ég legg nefninlega þann skilning í grein Norðmannsins, að hann sé einmitt að meina hvernig skuli vinna úr þeirri stöðu sem upp kemur ef inneign í tryggingasjóðnum dugar ekki til að standa undir umræddri 20.000 ECU viðmiðunarfjárhæð tryggingarinnar.
Við skulum sjá hvað lög um innstæðutryggingar hafa um þetta að segja, en með þeim var tilskipun 94/19/EB innleidd, vel að merkja athugasemdalaust af hálfu ESB/ESA (leturbreytingar og viðbótarskýringar eru frá mér komnar):
10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. [...] Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu. Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.
Takið eftir að talað er um kröfur "allt að" viðmiðunarfjárhæðinni, enn ekki "að lágmarki" eða eitthvað svoleiðis. Einnig er tekið fram að sjóðnum sé heimilt (en alls ekki skylt!) að taka lán, en það er einmitt slíkt lán sem Bretar og Hollendingar hafa reynt að þröngva upp á sjóðinn og ríkið, þrátt fyrir að sjóðurinn hafi aldrei ákveðið að nýta þessa heimild.
Við skulum líka sjá hvað tilskipunin sjálf hefur um þetta að segja:
Úr inngangskafla: "Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán..."
Úr 3. gr.: "kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun"
Með öðrum orðum þá er ríkisábyrgð á fjármögnun innstæðutrygginga, eins og sú sem Bretar og Hollendingar hafa reynt að koma á, klárlega bönnuð! Þetta tekur Ríkisendurskoðun undir í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings 2007, á bls. 9 og aftur á bls. 57:
"[Tryggingasjóður Innstæðueigenda] getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans."
Að lokum þetta hérna sem ég var reyndar bara að uppgötva núna:
7.gr. 2.mgr: "Aðildarríkin geta ákveðið að vissir innstæðueigendur eða viss innlánsform séu undanskilin tryggingakerfinu eða hin tryggða fjárhæð lægri. Skrá yfir þessi frávik er í I. viðauka."
I. viðauki, 11.tl.: "Innlán sem innstæðueigandi hefur persónulega fengið vexti af eða annan fjárhagslegan ávinning sem hefur átt þátt í að rýra fjárhagsstöðu lánastofnunarinnar."
Það má vel láta sér detta í hug að ósjálfbærir vextir sem boðnir voru á IceSave reikningum hafi einmitt haft umrædd áhrif, þ.e. að rýra fjárhagsstöðu bankans, og megi því undanskilja frá tryggingunni. Ég tek það þó fram að ég er ekki sérfróður í smáatriðum um meint áhrif IceSave á efnahag Landsbankans, en þó er mér kunnugt um að miklar úttektir á stuttum tíma (bankaáhlaup á IceSave) áttu stóran þátt í falli hans. Það væri áhugavert að fá álit sérfræðinga á þessu síðastnefnda.
Ég tel mig hafa, bæði hér og í öðrum færslum mínum um IceSave deiluna, fært ítarlegri rök fyrir afstöðu minni heldur en flestir aðrir sem hafa tekið til máls í opinberri umræðu. Öllum er frjálst að vera ósammála, en ef þeir ætla að gagnrýna afstöðu mína væri gaman að sjá málefnalega umræðu um þau rök sem ég hef fært fyrir henni, skætingur skilar hinsvegar engu af viti.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2010 kl. 16:48
Guðmundur, mikið afgreiddir þú sauðinn hann Ómar Bjarka skemmtilega. Þó varst þú full kurteis að mínu mati því hann á mun verri munnsöfnuð skilið.
Ég hreinlega átta mig ekki á því hvað fær vissa Íslendinga, t.d Ómar, til að berjast gegn hagsmunum lands síns af þessum einlæga ákafa.
Vel má vera að margt rangt hafi hér verið gert, en venjulegt alþýðufólk, fólk sem langflest tók lítinn sem engan þátt í veislunni, þarf að því miður að borga reikninginn frá útrásartímanum og þá er eins gott að reikningurinn verði eins lág tala og mögulegt er.
runar (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 18:50
Margbúið að fara yfir þetta allt og því miður því miður, heldur framsögn Guðmundar engu vatni. Það er búið að fara yfir þetta alltsaman ótal sinnum. Frasetning Guðmundar byggir á misskilningi, orðhengilshætti samt útúrsnúningum á nokkrum setningum og horft framhjá aðalatriðunum og meginefni. (jú jú, það er náttúrulega mikið íslenska hefðin, útúrsnúninga og orðhenglahefðin - en það dugir bara ekkert í evrópu. Þar er alltaf horft til meginefni og eðli máls fyrst og fremst)
Td. atriðið í 3 grein sem fjallar um um tryggingu sem fyrir er þegar lögin eru sett - það snýr að því að í evrópu voru og eru margir bankar í eigi opinberra aðila. Svosem sveitarfélaga eða fylkja (td. Þýskalandi) - að eins og sést ef lesið er vandlega og í samhengi að þá segir: ,,eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun"
Lánastofnunum. Þetta hefur ekkert að gera með Tryggingarsjóðinn augljóslega enda er hann ekki lánastofnun síðast er eg vissi. Hann er tryggingarsjóður. - Það eru nokkur tilfelli í dæmi slíkra sjóða í evrópu þar sem ríki eru bókstaflega í baktryggingu þar að lútandi! Að tekið er fram að ef til lántöku kemur sé heimild til aðstoðar frá ríki og/eða Seðlabanka o.s.frv.
Þa er rétt sem Guðmundur bendir á að ísl. lögin sjálf gera ekki ráð fyrir neinu öðru en lágmarkið sé greitt - en ekkert er skýrt út eða engar leiðbeiningar gefnar hvernig fjármagn skuli engið eða lántökum skuli háttað ef eignir sjóðs duga ekki fyrir lágmarki. Það atriði eitt og sér gæti dugað til eða réttlæt dóm um ranga implementeringu! Bretarnir fóru yfir það atriði í áliti sínu fyrir Gerðadómi um árið. Dómi sem vara algjörlega afdráttarlaus. Ísland ábyrgt samkv. regluverkinu.
Sko, það er eins og ísl. sumir geti ekki fattað eitt. Að í evrópu gerðu allir sér grein fyrir að ríki yrðu þegar upp er staðið ábyrg fyrir að lögunum um lágmarkið væri framfylgt. Það vita menn þarna úti úrfrá fyrirliggjandi dómaforsendum um skaðabótaábyrgð ríkja. Það er fyrir langa, langa löngu búið að afgreiða það mál útí henni evrópu. Langalöngu. Ríki verða skaðabótaábyrg ef brestur verður á EU sáttmálanum -og þá kemur að mikilvægu atriði sem ísl. virðast líka eiga erfitt með að skilja: Það sama gildir í breiða sviðinu um EES sáttmálann! Enda EES 70-80% aðild að ESB! EFTA dómsstóllinn hefur dæmt ríki skaðabótaábyrg - þám. Ísland og ísl Dómstólar hafa samþykkt það!
í þessu tilfelli snýst málið um að grein 7(1) hefur dírekt effekt sem kallað er. Í dómi Péturs páls og fleiri kemur alveg fram að ákvæðið hefur dírekt effekt! Lágmarkið. Þessvegna er hægt að ganga bra alveg að því sem vísu. Ef slíkt er til staðar í dírektífum myndar það skyldu ríkja sem leiðir til skaðabótaábyrgðar ef lagaákvæði eru ekki uppfyllt. Hafi þér eigi lesið álit ESA enn eða hvat? Lesið!
Enda segir það sig alveg sjálft að slíkt er til staðar með smá hugsun. Ef ríki væru alltaf bara stikk frí frá að uppfylla skuldbindingar EES nema ef þau nentu því - þá væri samningurinn meaningless! Halló. Og ´framhaldinu væri ESB meaningless! Þetta er eins og áður segir fyrir langa löngu búið að afgreiða í ESB. Ríki vita strax að ef efnið er eins og í direktífi 94/19, lágmarksréttindi lagaleg gagnvart einstaklingum - þá leiðir það til ábyrgðar ríkisins ef brestur verður á uppfyllingunni. Þessvegna hefur frá upphafi verið litið þannig á útí Evróu að hringavitleysa og undanbrögð íslendinga í þessu máli væru í besta falli hlægileg og í versta falli vísvitandi tilraun til að svíkja aþjóðlegar skuldbindingar landsins.
Svo er nú það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 21:31
Bankinn varð að borga 1% í sjóðinn samkvæmt lögunum og gerði það. ESA vissi það líka vel og fór með eftirlitið samkvæmt ESS samningnum og Evrópulögunum og kvartaði ekkert í 9 ár eða lengur. Hvers vegna ekki? Jú, vegna þess að ESA fann ekkert lögbrot þar:
ESA: JÁKVÆÐ SKÝRSLA EU UM EFTIRLIT ESA Á REGLUVERKI ÍSLANDS.
Icesave-bankinn var einfaldlega undir Evrópulögum og starfaði samkvæmt þeim og nú ætla Bretar og Hollendingar með bakhjarl sinn Evrópuofríkið að kúga íslenska skattborgara. Icesave kemur ekki ríkissjóði við, Icesave kemur ekkert ísl. skattborgurum við, Icesave kemur ekki bresku og hollensku ríkisstjórnunum eða stjórn Evrópusambandsins neitt við. Hafi lög verið brotin ætti að lögsækja, ekki kúga.
Elle_, 25.8.2010 kl. 23:02
Ómar Bjarki, ég er enn að bíða eftir því að þú færir rök fyrir máli þínu í stað þess að setja bara fram fullyrðingar um að þetta og hitt sé svona og hinsegin. Ef þú býrð yfir einhverjum óhrekjanlegum staðreyndum þar að lútandi væri gagnlegt ef þú myndir vísa í einhver marktæk gögn því til stuðnings. Svo vísa ég á bug ásökunum um orðhengilshátt, þar sem ég hef þó allavega fyrir því að byggja málflutning minn á rökum.
Það væri gaman að fá að vita í hverju Ómar Bjarki telur að felist "brestur á uppfyllingu" tilskipunar 94/19/EB? Samkvæmt tilskipun 2002/87/EB um viðbótareftirlit með fjármálastofnunum o.s.frv. bar nefninlega breska fjármálaeftirlitinu (FSA) skylda til að ganga úr skugga um að þessi atriði væru í lagi áður en starfsemi IceSave var heimiluð þar í landi, þar með talið að viðeigandi innstæðutryggingar væru fyrir hendi. Þetta hefur verið staðfest af einum af höfundum umræddrar tilskipunar (sjá hér). Ef Ómar vill hinsvegar meina að svo hafi ekki verið (sem hann hefur þó þráast við að rökstyðja) þá felur það einfaldlega í sér að FSA hefur ekki rækt starfsskyldur sínar samkvæmt tilskipuninni. Eru íslenskir skattgreiðendur þá einhvern veginn ábyrgir fyrir vanrækslu breskrar eftirlitsstofnunar?
Samkvæmt tilskipuninni og íslensku lögunum sem innleiða hana var það tryggingasjóðurinn sem bar ábyrgð á að bæta innstæðueigendum tjón sitt en ekki ríkið. Það gerðu Bretar og Hollendingar engu að síður, og þannig voru það þeir sem gerðust brotlegir ef einhver gerði það! Hvergi er gert ráð fyrir því að sjóðurinn geti orðið gjaldþrota eins og varð raunin, en ef Ómar heldur því fram að gjaldþrot sjóðsins eitt og sér feli í sér brot á tilskipuninni þá er hann um leið að segja að öll aðildarríkin séu brotleg. Tryggingasjóður innstæðueigenda (TIF) var nefninlega byggður upp á nákvæmlega sama hátt og aðrir tryggingasjóðir í Evrópu, með sama inngreiðsluhlutfall og mjög sambærilega tryggingafræðilega stöðu að flestu leyti. Ef eitthvað er þá var TIF betur fjármagnaður, þ.e. með beinhörðum peningum, en t.d. sá breski FSCS sem var aðallega fjármagnaður með "inneignarnótum" frá sömu bönkum og hann átti að vernda.
Sú óþægilega staðreynd sem Bretar í fylgilagi við Hollendinga eru að reyna að drepa á dreif með hörku sinni gegn Íslendingum er nefninlega, að þeir voru sjálfir alls ekki með allt sitt á hreinu. Ef IceSave hefði verið í bresku dótturfélagi þá hefði FSCS líka orðið gjaldþrota, þrátt fyrir að vera talsvert stærri en TIF. Það sem meira er, hann hefði líklega tekið alla bresku bankana með sér þegar hann hefði neyðst til að innheimta "inneignarnóturnar" hjá þeim og þurrkað upp allt lausafé í kerfinu á svipstundu. Það var einmitt til að koma í veg fyrir þetta sem Bretarnir gáfu einhliða út yfirlýsingu um að þeir myndu ábyrgjast innstæður, og gerðu það reyndar þegar í febrúar 2008 þegar Northern Rock bankinn fór á hausinn, löngu áður en Landsbankinn fór á hliðina. Þetta gerðu þeir (og fleiri þjóðir haustið 2008) hinsvegar í trássi við reglur ESB um takmarkanir á ríkisstuðningi, eins og rakið er í kafla 17.13 í Rannsóknarskýrslu Alþingis.
Í kafla 17.13 Rannsóknarskýrslunnar er einnig fjallað um breytingar á tilskipun 94/19/EB sem kveðið er á um í nýrri tilskipun 2009/14/EB sem sett var fram eftir hrunið. Þar er orðalagi breytt með þeim hætti að í stað þess að tala um eins og áður að "tryggingakerfið ábyrgist" tryggingavernd upp að viðmiðunarfjárhæðinni er skv. hinni nýju tilskipun kveðið á um að "aðildarríkin ábyrgist" tryggingavernd innstæðna upp að þeirri upphæð. Með öðrum orðum er beinlínis verið að koma á ríkisábyrgð þar sem engin var fyrir, og jafnvel þó það brjóti í bága við áðurnefndar reglur ESB um takmarkanir á ríkisstuðningi! Hvers vegna ætli Evrópuþingið hafi í desember 2008 talið þörf á slíkri breytingu, ef ríkisábyrgð var til staðar þá þegar? Ætli það sé vegna þess að ríkisábyrgð var raunverulega ekki og gat aldrei orðið til staðar samkvæmt eldri tilskipuninni, en þar sem flest stærri aðildarríkin voru sjálf búin að brjóta hana var verið að reyna að moka yfir skítinn?
"atriðið í 3 grein sem fjallar um um tryggingu sem fyrir er þegar lögin eru sett - það snýr að því að í evrópu voru og eru margir bankar í eigi opinberra aðila"
Þessa fullyrðingu rengi ég ekki sérstaklega, en þá má ég til með að benda á að það sama gilti um Landsbankann þegar tilskipunin var gefin út og innleidd í íslensk lög, að bankinn var þá í eigu ríkisins. Hafi hann hinsvegar síðar verið einkavæddur með fullri ríkisábyrgð eins og þú heldur fram, þá var það í engu samræmi við forsendur sölunnar og kaupverðið.
"Framsetning Guðmundar byggir á misskilningi"
Jájá Georg minn, þetta er örugglega bara einn stór misskilningur! Líka hjá þeim sem sömdu þessar tilskipanir eða hvað? En það hlýtur líka að vera aukaatriði fyrst ég er að horfa framhjá aðalatriðunum að þínu mati... Jafnvel þó að þú hefðir rétt fyrir þér, og þar með að ekkert sé að marka það sem stendur skýrt í þessum tilskipunum, þá myndi það bara sýna fram á eitt sem ég hef líka verið að halda fram lengi: við höfum ekkert erindi í ESB!
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2010 kl. 11:16
Ómar það er engin málflutningur hjá þér og þú kemur út eins og ótýndur vitleysingur.
Rétt eins og hámarksfangelsisvist við sumum brotum er allt að 16 ára fangelsi þá eru yfirleitt ekki dæmdir nema í 5-7 ára fangelsi.
Minn skilningur á því sem stendur þarna er að sjóðinum beri að greiða eins og hann getur framað þessu 20.000 evra marki.
Þannig myndi tryggjast að allir myndu fá jafna endurgreiðslu en sjóðurinn myndi samt ekki tæmast þótt banki færi á hausinn og gæti því tryggt áfram ef næsti banki færi á hausinn að því gefnu að í sjóðinn hefði safnast meira en því sem nemur tryggingum fyrir fyrri banka.
Lögin eru ekki samin með það í huga að heilt bankakerfi fari á hausinn heldur hvað gerist ef stakur banki fer á hausinn.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 12:04
Arnar Geir (12:04),
Sjóðurinn hefur bara þurft að dekka tjón af einum stökum banka, Landsbanka Íslands.
Skeggi Skaftason, 26.8.2010 kl. 13:38
Engu að síður þá er ekki næg innistæða í sjóðnum til að covera alla ábyrgðina.
Kerfið er hinsvegar hannað m.v. t.d. Breskt efnahagskerfi þar sem bankarnir eru hundruð sem allir greiða í sjóðinn.
Fari einn banki á hausinn þá er næg innistæða í sjóðnum til að tryggja fall hans og meira til.
Hér á landi eru bankarnir of fáir og af stórir til að kerfið gæti virkað. Formsgalli á kerfinu en ekki vandamál ríkisstjórnarinnar eða þjóðarinnar.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 13:51
Sæll Mummi og takk fyrir þessa færslu.
Maður fær kjánahroll að lesa innlegg Ómars Bjarka, en það er ekkert nýtt. SJS hefur sagt það sjálfur að ríkið ábyrgist ekki Innstæðutryggingarsjóð og á því auðvitað að úthluta úr honum hlutfallslega og mér finnst eðlilegt að innstæður á Icesave séu forgangskröfur í þrotabú Lb., en þá er líka málið dautt. Ríkisábyrgðin er ekki til staðar og á ekki að ræða um það einu sinni. Almenningur á Íslandi á ekki að borga skuldir einkafyrirtækis!
Sigurjón, 26.8.2010 kl. 13:58
Það kemur skýrt fram í Evróputilskipuninni að ríkjum er ekki heimilt að ganga í ábyrgð fyrir einkabanka. Ég benti á þetta í pistli sem var birtur í norska fréttablaðinu ABCnyheter í fyrrasumar.
Það virðist fara fram hjá mörgum og ekki síst Jóhönnu og Steingrími að krafa Breta og Hollendinga er bein atlaga að réttarríki ESB.
Bretar og Hollendingar eru að krefjast lögleysu og það er kallað að setja málið í pólitískan farveg
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2010 kl. 14:28
Skeggi: Leiðrétting, TIF hefur ekki dekkað tjón af neinum banka, vegna þess að hann hefur ekki bolmagn til þess (inniheldur aðeins um 18 milljarða). Um þetta snýst deilan við Breta og Hollendinga að stóru leyti. Þeir vilja að TIF dekki tjón vegna IceSave með ríkisábyrgð, og gera Íslendinga þannig meðseka um brot sín á gildandi reglum ESB/EES.
Sigurjón: Að mínu mati er sú nálgun sem þú leggur til sú eina rétta!
Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2010 kl. 14:42
Þð sem er athyglisverðast við þetta mál, er að það er eins og enginn fáist til að lesa álit ESA! ESA er að segja það sama og ég hef marg, marg sagt ykkur. Nákvæmlega það sama.
Guðmundur, bresturinn og/eða brotið er að ákv. laganna eru ekki uppfyllt eða framfylgt! Lágmarksbætur ef á reynir. Ríkið hefur með innleiðingu dírektífis 94/19 ábyrgst að ákvæðin yrðu uppfyllt. Þetta eru réttindi sem einstaklingum eru veitt og ríki eru skuldbundin til að uppfylla gagnvart einstalingunum. Ísland var skuldbundið í tilfelli icesave á nákvæmlega sama hátt og gagnvart útibúum hérna uppi. Margbúið að fara yfir það og þýðir ekki að reyna að benda á aðra alltaf.
Eins og eg hef jafnframt margútskýrt þá geta ríki orðið skaðabótaábyrg vegna brota og/eða bresta á EES. Þá þurfa viss skilyrði að vera til staðar. Í umræddu tilfelli eru öll skilyrði til staðar og brotin eru gróf.
Sko, róið ykkur aðeins, málið snýst um skaðabótaábyrgð ríkja (e.state liability) samkv. evrópulögum og alþjóðlegum samningum er Ísland hefur undirgengist í þessu tilfelli EES. Meina, við getum alveg sett lög hérna, þ.e. líklega meirihluti fyrir því á Alþingi, sem segðu: Ísland ber ekki ábyrgð á icesaveskuld landsins o.s.frv. - og það mundi breyta hverju?
Ennfremur, vitnað er í RNA, að sú grein var bara ekki nógu djúp varðandi sum atriði. (þó í aðalatriðum kæmis RNA að því að Ísland væri skuldbundið til að greiða) . Þó að sumu leiti væri umfjöllun RNA framför frá umræðunni þá telja Þeir hjá RNA td. vafa leika á hvort grein 7(1) í tilskipuninni hafi dírekkt effekkt. Fyrirgefiði, það er bara alveg fyrirséð eins og ESA bendir á og er í raun staðfest í dómi Péturs Páls og fleiri gegn þýska ríkinu! Halló.
Þið verðið að lesa álit ESA! Og kynna ykkur hvað liggur að baki. Þið eruð alltaf að tala í raun um aukaatriði. Sem dæmi tekur ESA svona á að sjóðurinn hafi verið sjálfsstæð stofnun og óháð ríkinu. Eg hef skoðað þetta ákveðan atriði sérstaklega í dómafordæmum og þetta stendur alveg. Þetta er alveg fastmótað og sjóðurinn eða skuldbindingarnar mundu flokkast eða metast eins og ESA lýsir fyrir dómi:
,, Finally, the Authority considers that the Fund forms part of the Icelandic State within the meaning of the EEA Agreement although it is, in Icelandic law, constituted as a private foundation, cf. Article 2 of Act No. 98/1999. As a consequence any breach by the Fund of the Directive is directly attributable to the Icelandic State.
The Court of Justice has held that a directive may be relied on as againsta State, regardless of the capacity in which the latter is acting, that is to say, whether as employer or as public authority. The entities against which the provisions of a directive that are capable of having direct effect may be relied upon include a body, whatever its legal form, which has been made responsible, pursuant to a measure adopted by the State, for providing a public service under the control of the State and has for that purpose special powers beyond those which result from the normal rules applicable in relations between individuals.
The Deposit Guarantee Fund was established by law with the sole purpose of fulfilling lceland's obligations under Directive 94/19 as well as Directive 97/9. The Fund has no other tasks than the fulfilment of this public law obligation. Moreover, all member companies operating in Iceland are obliged to finance the Fund in accordance with Articles 6 and 7 of
the Act. Consequently, the Fund is to be regarded, for the purposes of EEA law and Directive 94/19, as an emanation of the Icelandic State."
Og þið ætlið að svara hverju? Aaa já ,,samkv. ísl. lögum" kemur ríkinu sjóðurinn ekkert við! Halló. Eg hef áhyggjur af þessu, verð að segja það.
Þið verðið að vinna þetta útfrá evrópulögum og dómafordæmum þar að lútandi bæði Efta dómstóls og ekki síður og fyrst og fremst ECJ. það er bara þannig. Við erum að tala um alþjóðlegar skuldbindingar hérna. Við erum að tala um að ísland standi við sínar alþjóðlegu skuldbindingar með reisn og horfi með djörfung framávið með mannsbragði en dratthalist ekki inní torfkofa mjálmandi með slóttalegum hræðslusvip. Þið verðið að fara að hugsa ykkar gang. Það fer enginn glæsireið á orðhenglum og svikum gegnum lífið - allra síst riki. Allra síst.
Svo er nú það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 14:45
Andri Geir (13:51) segir:
Hér sem sagt viðurkennir Nei-sinni að TIF hafi alls ekki virkað, og þar með að skilyrði Evróutilskipunarinnar hafi aldrei verið uppfyllt.
En hann telur að það skipti engu máli, að hér sé bara hægt að innleiða þjóðréttarlega samninga án þess að uppfylla þá. Við séum samt stikkfrí.
Það er nú það. Viljiði láta reyna á það fyrir dómi?
Skeggi Skaftason, 26.8.2010 kl. 15:41
Ómar og Skeggi, mér þykir þið lepja upp hina áróðuskenndu álitsgerð frá ESA með sorglega gagnrýnislausum og nánast óvinsamlegum hætti, gagnvart hagsmunum lands og þjóðar. Vissulega virkaði TIF ekki sem skyldi, en ekki frekar en nokkur slíkur sjóður um gervalla Evrópu hefði gert undir sambærilegum kringumstæðum. Teljist það vera brot á tilskipun Evrópusambandsins, sem ég tel reyndar ekki vera, þá er það brot sjóðsins (og allra annara samskonar sjóða í Evrópu!) en ekki íslenskra stjórnvalda á ábyrgð skattgreiðenda. Það er ekki mér að kenna ef farið er eftir lögum en svo kemur í ljós að lögin voru gölluð og leyfðu eitthvað sem einhverjum öðrum þótti stangast á við sína hagsmuni.
Í álitinu segir á bls. 6: "...the Authority considers that Directive 94/19/EC
imposes obligations of result on the EFTA States... to ensure that a deposit guarantee scheme is set up that is capable of guaranteeing the deposits of depositors up to the amount laid down in Article 7(1) of the Directive." Þarna túlkar ESA tilskipunina þannig að aðildarríkjum sé skylt að sjá til þess að kerfið geti staðið undir viðmiðunarfjárhæð tryggingarinnar. Í umræddri 7. gr. tilskipunarinnar segir hinsvegar: "Deposit-guarantee schemes shall stipulate that the aggregate deposits of each depositor must be covered up to ECU 20.000" sem þýðir að tryggingakerfið skal gangast undir þá skyldu að tryggja innstæður allt að viðmiðunarfjárhæðinni. Hvernig ESA kemst að þeirri niðurstöðu að "tryggingakerfið" þýði það sama og "ríkið" er vandséð, en hvergi í tilskipuninni er lagt bann við því að tryggingasjóðurinn sé sjálfseignarstofnun.
Eins og ég benti á hér og líka í athugasemd #22 þá kveður tilskipunin á um að "tryggingakerfið ábyrgist" tryggingavernd allt að viðmiðunarfjárhæðinni, en ekki ríkið. Með hinni nýju tilskipun frá 2009 er þessu hinsvegar breytt þannig að "aðildarríkin ábyrgist" tryggingaverndina. Í þessu liggur hundurinn grafinn, þegar IceSave hrundi var eldri tilskipunin í gildi, sem þýðir að þá var það eingöngu á ábyrgð TIF en ekki ríkisins að sjá til þess að tjón innstæðueigenda væri bætt samkvæmt öðrum ákvæðum tilskipunarinnar. Ef þessu væri ekki þannig háttað þá hefði varla verið þörf á þessari breytingu. Meint skaðabótaábyrgð vegna greiðsluþrots TIF liggur því hjá sjóðnum sjálfum.
Á bls. 7 segir enn fremur: "Iceland, together with most States has opted for a scheme which operates a fund to which credit institutions contribute... implemented into Icelandic law by Act No. 98/1999... and provides for the method of financing the fund, which is by the credit institutions operating in Iceland at 1% of insured deposits." Og þarna er komið að kjarna málsins, sem er hvernig fjármögnun sjóðsins var háttað. Það sem kemur ekki fram í álitinu er hinsvegar að tryggingafræðileg staða allra sambærilegra sjóða í Evrópu var mjög svipuð, þeir áttu og eiga ekki inneign fyrir nema ca. 1-2% allra innstæðna. Sem þýðir auðvitað að enginn þeirra er fær um að tryggja nema akkúrat það hlutfall af öllum innstæðum í umdæmum viðkomandi sjóða. Telji ESA að vegna þessa hafi tilskipunin ekki verið innleidd með fullnægjandi hætti, er stofnunin um leið að segja að hún hafi hvergi í Evrópu verið innleidd með fullnægjandi hætti!
TIF er sjálfseignarstofnun og nýtur engrar ríkisábyrgðar eins og Michel Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, staðfestir í svari við fyrirspurn norsku fréttastofunnar ABC Nyheter þar að lútandi. Þetta er samhljóða áliti Ríkisendurskoðunar sem ég vakti athygli á í athugasemd #18. Í áliti ESA er hinsvegar litið svo á þetta skipti engu máli, sjóðurinn sé bara víst hluti af ríkinu, og þannig virðir stofnunin íslensk lög beinlínis að vettugi. Þarna ber ólíkum aðilum einfaldlega ekki saman, 2:1 Íslandi í vil, en það er hinsvegar ekki hlutverk ESA að túlka íslensk lög.
Samkvæmt íslenskum lögum er alveg ótvírætt að sjálfseignarstofnunin TIF nýtur ekki ríkisábyrgðar, enda hefur Alþingi aldrei veitt samþykki sitt fyrir slíkri ábyrgð. Síðast þegar ég vissi þá gilda enn íslensk lög á Íslandi, og telji einhver að þau hafi verið brotin verður sá hinn sami væntanlega að leita réttar síns, með sama hætti og íslenskir viðskiptavinir fjármálastofnana sem hafa orðið fyrir miklu tjóni af völdum þeirra! Eðlilegur farvegur fyrir slíka málaumleitan væri að stefna Tryggingasjóði Innstæðueigenda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvers lögsögu sjóðurinn heyrir undir. Telji menn einhverjar samevrópskar stofnanir sem halda fram annari skoðun vera yfir fullveldi Íslands og lögsögu íslenskra dómstóla hafin, þá er það einfaldlega bara þeirra vandamál að glíma við.
Að lokum ítreka ég enn þá skoðun mína að í gegnum þetta mál allt saman skín sú æpandi staðreynd, að við höfum ekkert erindi í ESB!
Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2010 kl. 17:19
Sæll Guðmundur.
Umræður hér hafa verið afar fróðlegar. Ekki treysti ég mér í efnislega umræðu við ykkur viskubrunna málsins, en mig langar til að koma inn á eitt atriði.
Egill Helgason ræddi yfir netið, við manninn sem samdi lögin um innistæðutryggingarnar fyrir ESB. og að sjálfsögðu hafði hann samráð við framkvæmdastjórn um gerð þeirra tilgang og túlkun. Þessi maður(man ekki hvað hann heitir) fullyrti, að lögin næðu eingöngu til þess að einstaka banki færi í þrot og alls ekki yfir kerfishrun eins og hér varð. Hann taldi það og fráleitt, að Íslenska ríkið borgaði skuldir bankana.
Er nokkur hæfari til að úrskurð um þetta, og værum við ekki með unnið mál fyrir rétti hafandi svona "vitni"?
Dingli, 26.8.2010 kl. 23:13
Dingli: Ég hef einmitt fjallað um áður og skilmerkilega rökstutt með viðeigandi gögnum að þegar höfundar innstæðutryggingakerfisins voru að semja tilskipunina gerðu þeir alls ekki ráð fyrir að hún ætti við í algjöru kerfishruni. Sjá t.d. ársgamla færslu um skýrslu franska bankaeftirlitsins um innstæðutryggingar.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2010 kl. 02:26
Hárrétt hjá Guðmundi.....Þá leyfir directifid einnig "topping up" sem t.d. U.K. praktiserar en er samkvæmt "sérfræðingum" mjög vafasamt (moral hasard m.t.t. innri markaðar og jafnræðisreglu).....hvað ef t.d. Landsbankinn hefði ekki "líka" borgað í það kerfi !
Hólmsteinn Jónasson InDefence: Fjármálaráðherra Hollands talar um gallað innlánakerfi !!!
......The question is how to achieve this. First and foremost, European countries need to take a close look at how the deposit guarantee scheme is organised.
It was not designed to deal with a systemic crisis...........
http://www.minfin.nl/english/News/Speeches/Wouter_Bos/2009/02/Six_Questions_for_the_Banking_SectorSix Questions for the Banking Sector - MinFin.nl
www.minfin
Þá eru sérfræðingar seðlabanka Hollands eru altjent sammála að engin sé ríkisábyrgðin...sjá bls 23 -25 !!
http://www.dnb.nl/binaries/OSVolNr2_tcm46-146642.pdf
http://www.dnb.nl/nieuws-en-publicaties/publicaties-dnb/dnb-occasional-studies/auto48167.jsp
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:26
Mér sýnist Steingrímur Jóhann(a), verða að skjótast snöggvast þarna út til að útskýra fyrir þessum sauðheimsku túlípönum og öðrum afglöpum hvuurslags kjánar þeir séu.
Dingli, 27.8.2010 kl. 10:02
Takk fyrir tenglana Hólmsteinn. Af þessu tilefni hef ég tekið saman tilvitnanir í þessi skjöl sem nú síðast voru nefnd til sögunnar.
--- --- ---
The functions and organisation of deposit guarantee schemes: the French experience (úr ársskýrslu bankaeftirlits franska seðlabankans 2000):
Ch2.3.1. The Act of 25 June 1999 (um innleiðingu tilskipunar 94/19/EC): "Although the goal of enhancing the stability of the banking system was clearly stated, the system introduced in France, as in most countries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crises, for which other measures are needed."
Þessi skýrsla var unnin af nefnd undir stjórn Jean-Claude Trichet þáverandi seðlabankastjóri Frakklands, sem nú er yfirmaður evrópska seðlabankans. Einnig sátu í nefndinni Jean-Pierre Jouyet þáverandi fjármálaráðherra og Xavier Musca síðar arftaki hans og nú starfsmannastjóri Sarkozy forseta. Sem slíkir hafa þeir auk þess báðir verið í forsæti Parísarklúbbsins.
--- --- ---
Depositor and investor protection in the Netherlands: past, present and future (Gillian Garcia and Henriëtte Prast, De Nederlansche Bank 2.6.2004)
Ch3: History of deposit insurance and investor protection in the European union: Ch3.3: "Finally, the Directive sets a somewhat contradictory obligation for a Member government to establish and officially recognise a system of deposit protection, but exempts it from any obligation to support it financially—even in a crisis. In fact, States are not liable if the systems they set up fail."
Þessi rannsóknarskýrsla var unnin fyrir hollenska seðlabankann.
--- --- ---
Six Questions for the Banking Sector (ræða Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands á ráðstefnu þarlendra samtaka fagfjárfesta 3.3.2009):
"First and foremost, European countries need to take a close look at how the deposit guarantee scheme is organised. It was not designed to deal with a systemic crisis but with the collapse of a single bank."
Wouter Bos var fjármálaráðherra Hollands þegar IceSave deilan kom upp, og er sá sem hvað mest hefur þarlendis haft um málið að segja.
Þarna eru sjálfir höfundar innstæðutryggingakerfisins sem og fulltrúar annars mótaðilans í IceSave deilunni sammála því að tryggingakerfin séu ekki gerð til að þola kerfishrun, og að áliti starfsmanna DNB leiði slíkir atburðir alls ekki til ríkisábyrgðar á tryggingakerfinu.
--- --- ---
Álitsgerð ESA um meinta ábyrgð Íslands vegna IceSave 26.5.2010:
Ch4.2: "In its letter to the Authority of 23 March 2010 the Icelandic Government referred to a study undertaken by the European Commission with regard to deposit guarantee schemes in the EU Member States. According to the Government, the Commission found that most schemes were capable of dealing with a mid size banking failure. The Government then stated "[iJt would appear implicit that most of them cannot deal (and are not expected to deal) with anything that goes beyond that, let alone a meltdown of the whole financial system." The Icelandic Government would thus appear to argue that the Directive is not applicable if deposits are unavailable because of a major and general banking crisis."
Jafnvel íslensk stjórnvöld halda fram þeim rökum að ríkisábyrgð eigi ekki við undir þessum kringumstæðum. Þessu svarar ESA einfaldlega með "The Authority disagrees" og setur fram rökstuðning fyrir þeirri afstöðu. En með því er ESA þar með í raun að segja að öll innstæðutryggingakerfi Evrópu séu brotleg við tilskipun 94/19/EC, í það minnsta þau frönsku og hollensku!
Gallinn á lagarammanum sem veldur þessum ágreiningi er beinlínis innbyggður í tilskipunina, sem er samin á Brüssel án aðkomu Íslendinga. Því er útilokað að íslenskum skattgreiðendum sé um að kenna!
Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2010 kl. 12:01
Viðbót: Arne Hyttnes, forstjóri norska innistæðutryggingasjóðsins sagði í viðtali við norska fjölmiðilinn ABC Nyheter að samkvæmt gildandi reglum sé engin ríkisábyrgð á innstæðutryggingum á Evrópska Efnahagssvæðinu.
Hann segir að slík ábyrgð eigi sér enga fótfestu í EES-samningnum eða tilskipunum sem falla undir gildissvið hans. Ábyrgð ríkjanna sjálfra takmarkist eingöngu við að koma á fót innstæðutryggingakerfi og að greiðslur fjármálafyrirtækja í tryggingasjóðina séu með eðlilegum hætti, sem bæði Ísland og Noregur hafi gert. Í undirfyrirsögn viðtalsins er því enn fremur slegið föstu að þar með hvíli engin ábyrgð á íslenska ríkinu um að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar vegna innlánstrygginga.
Skv. áliti ESA er því norski tryggingasjóðurinn þar með brotlegur líka!
Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2010 kl. 12:06
Leiðrétting: tengillinn á viðtal ABC Nyheter við Arne Hyttnes virkar ekki.
Hér er réttur tengill: Staten har ikke ansvar for bankinskudd
Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2010 kl. 12:11
Ég vil vísa hér á athugasemd mína við bloggfærslu Axels Jóhanns Axelssonar, þar sem ég færi rök gegn ábyrgð íslenska ríkisins vegna meintrar mismununar innstæðueigenda. Einnig er þar áréttað að íslenska ríkið hefur aldrei veitt ábyrgð á innstæðum með lagasetningu.
Með öðrum orðum: Það er engin ríkisábyrgð á innstæðum á Íslandi !
Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2010 kl. 13:36
Hér eru tillögur um gjörbreytt "Directive" !
http://ec.europa.eu/internal_market/bank/docs/guarantee/20100712_proposal_en.pdf
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 09:02
Directive
94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30th May, 1994 (Official Journal ofthe European Communities L 135, 31st May, 1994) on deposit guarantee schemes
harmonizes minimum deposit insurance coverage, but also in its Preamble discourages
governments from providing funding to their deposit insurer:35 “… the cost of financing suchschemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves ….” At the same time,there are limitations, imposed by the EC Treaty, on the ECB and/or the Euro area national
central banks´ lending to governments or institutions (article 101), which limit the possibility of
central bank financing of deposit insurance schemes. There are also limitations on the EU
Community’s ability to "bail out" governments and/or public entities (article 103).
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 09:04
Takk fyrir þetta Hólmsteinn.
Mér sýnist í fljótu bragði að þetta nýja frumvarp sé samið með IceSave málið í huga, meðal annars er kveðið á um hvernig skuli brugðist við ef inneign í tryggingasjóði dugar ekki fyrir innstæðum í föllnum banka. Ennþá er miðað við frekar lágt inngreiðsluhlutfall eða 1,5%, en hinsvegar er gert ráð fyrir að tryggingasjóður geti innheimt viðbótargreiðslur frá öðrum bönkum í umdæmi sínu allt að 0,5% innstæðna ef á þarf að halda vegna útgreiðslna. Dugi það ekki til getur sjóðurinn tekið lán hjá öðrum tryggingasjóðum á EES-svæðinu (frekar en beint frá öðrum ríkjum eins og Bretar/Hollendingar krefjast að TIF geri).
Hinsvegar er margt í þessu sem er athyglisvert:
Article 5 - Coverage level:
Member States shall ensure that the coverage for the aggregate deposits of each depositor shall be at least EUR 100.000...
["Aðildarríki skulu ábyrgjast tryggingavernd sem nemur að minnsta kosti EUR 100.000" Í eldri tilskipun 94/19/EC var þessi ábyrgð á herðum tryggingasjóðanna sjálfra en ekki ríkjanna, og upphæðin var "allt að EUR 20.000" en ekki "að minnsta kosti EUR 100.000"]
Article 9 - Financing of Deposit Guarantee Schemes:
1. Member States shall ensure that Deposit Guarantee Schemes have in place adequate systems to determine their potential liabilities. The available financial means of Deposit Guarantee Schemes shall be proportionate to these liabilities...
[Aftur er það aðildarríki sem ber vissa ábyrgð á kerfinu.]
5. The financial means referred to in paragraphs 1, 2 and 3 of this Article shall principally be used in order to repay depositors pursuant to this Directive. They may however also be used in order to finance the transfer of deposits to another credit institution...
[Þetta eru samskonar valdheimildir og hið bandaríska FDIC hefur, og ganga út á það sama og var tilgangurinn með hinum svokölluðu neyðarlögum á Íslandi: að hægt sé að færa innstæður og eignasöfn yfir í aðra banka.]
6. Member States shall ensure that Deposit Guarantee Schemes have in place adequate alternative funding arrangements to enable them to obtain short-term funding where necessary to meet claims...
Þetta síðasta er algjört lykilatriði: Aðildarríki skulu ábyrgjast að tryggingasjóðir geti fjármagnað sig með öðrum hætti (t.d. lántöku?) svo þeir geti staðið undir kröfum innstæðueigenda. Þetta var ekki í eldri tilskipuninni og er augljóslega bætt við vegna reynslunnar af IceSave!
Article 12 - Cooperation within the Union
1. Deposit Guarantee Schemes shall cover the depositors at branches set up by credit institutions in other Member States.
2. Depositors at branches set up by credit institutions in other Member States or in Member States where a credit institution authorised in another Member State operates shall be repaid by the scheme of the host Member State on behalf of the scheme in the home Member State. The home scheme shall reimburse the host scheme.
Þarna er skýrt kveðið á um ábyrgð á útibúum í öðrum ríkjum. Hér er farin sú leið sem Bretar og Hollendingar vildu fara með IceSave, að gistiríkið greiði fyrst út innstæðurnar og rukki svo heimaríkið um endurgreiðslu.
Sú spurning sem brennur á vörum eftir þennan lestur er eftirfarandi: Hvers vegna er lagt til að setja á ríkisábyrgð þar sem áður var aðeins ábyrgð tryggingasjóðanna sjálfra, og hvers vegna er sett inn heimild til að framkvæma rukkun á borð við þá sem Bretar/Hollendingar reyndu gagnvart Íslandi? Ef þetta hefði verið svo samkvæmt eldri tilskipun þá hefði varla verið þörf á að breyta henni. Getur verið að ætlunin sé að stoppa í götin á eldri reglum sem leiddu til þess að í raun og veru er engin ríkisábyrgð á IceSave, og rukkunartilraunir Breta/Hollendinga eru án heimildar?
Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2010 kl. 11:36
Síðan hvenær öðluðust "allt að" og "upp að" sömu merkingu og "að lágmarki".
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 10:12
Ég held það hafi verið um svipað leyti og Samfylkingin tók sæti í ríkisstjórn. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2010 kl. 10:23
Datt engum í allri stjórnsýslunni það í hug að fá svona hluti á hreint, áður en gengið var að uppgjafar-skilmálum.
Þetta er allt að verða yfirgengilega klikkað allt saman. Er ekki eina ráðið til að fá satt orð upp úr ráðaliði þessa lands, að setja allt pakkið í gæsluvarðhald.
Dingli, 1.9.2010 kl. 13:14
Dingli, því miður held ég að þau hafi einfaldlega ekkki haft fyrir því að lesa sér almennilega til um málið. Sbr. að "neyðarlögin" svokölluðu voru samþykkt að mestu leyti ólesin af þingmönnum.
Burtséð frá eiginlegri afstöðu manna til einstakra mála hlýtur þó að mega velta því fyrir sér hvað það segir um vinnubrögð stjórnvalda, að við grúskararnir sem engu ráðum virðumst þekkja mun betur helstu staðreyndir um brýnustu viðfangsefni stjórnkerfisins.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2010 kl. 13:25
Guðmundur
Haha! Svona fer stundum. Seinni málsgrein þín er akkúrat það sem ég ætlaði að segja, en gleymdi því svo.
Væri ekki bara sanngjarnt, að þú og aðrir þeir sem eytt hafa miklum tíma í að vinna vinnu ráðuneytanna, fáið sendan tékka frá Steina?
Veit bara ekki hvað á að halda. Eru ráðuneytin ekki full af hæfu fólki sem ráðið var vegna getu sinnar umfram aðra, en ekki fyrir að hlaupa með kosningabæklinga flokksins fyrir kosningar?
Var ekki einfaldlega búið að taka ákvörðun (af ástæðum sem við fáum sennilega aldrei að vita hverjar voru) um að gera þetta svona? Sennilega var mikið meira en nóg að gera við úrgreiðslu á þeim hnútum og flækjum sem allt var komið í. Ef engin var settur í að leita varnar í málinu þá gerði það auðvitað enginn.
Eins og ég segi, það er ekki nokkur leið að átta sig á hvað, allt upp á borðið stjórnin, er að fela. En allt felur hún! Lygavef sinn í Icesave-undrinu gat hún þó ekki falið, þökk sé velmenntuðu og heiðarlegu baráttufólki sem í sjálfboðavinnu hefur, að líkindum, létt margra milljóna skuld af hverri einustu fjölskyldu í landinu og það bara ef tekst að vinna sigur í Icesave. Sóknin gegn svikamyllustarfsemi okurlánadeildana gæti svo gefið annað eins.
Dingli, 1.9.2010 kl. 14:44
Ég hefði ekkert á móti því að fá senda ávísun fyrir allri vinnunni sem ég hef lagt í þetta, en bind þó engar vonir við það. Ég hef meira að segja sótt ítrekað um störf í hinum ýmsum ráðuneytum og stofnunum hins opinbera þar sem kunnátta mín og þekking gæti komið að góðum notum, en alltaf verið synjað. Svo er maður líka mjög oft útilokaður strax frá byrjun með hæfisskilyrðum sem er ekki hægt að uppfylla nema vera innvígður og samsekur.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2010 kl. 15:00
Þessu get ég trúað. Kannski er mynd af þér í kennslu bókum ungliðadeilda glæpaflokkana þar sem þú ert alvarlega grunaður um heiðarleika og það sem jafnvel verra er sannsögli.
Dingli, 1.9.2010 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.