Hvað með Fjármálaeftirlitið?

Það má ekki gleyma því að auk Seðlabankans er önnur stofnun sem er meðábyrg fyrir þeim ólöglegu tilmælum sem er verið að mótmæla, en það er Fjármálaeftirlitið. Reyndar eru ákveðin rök fyrir því að frekar sé mótmælt á Arnarhóli, þar sem fjölmargar stjórnarbyggingar eru í nágrenninu, og til að sundra ekki samstöðumætti mótmælanna er eðlilegt að einn tiltekinn staður verði fyrir valinu. Hinsvegar mætti hugsa sér að næstu daga yrði t.d. mótmælt til skiptis við þessar tvær stofnanir, enda er ítrekuð vanræksla Fjármálaeftirlitsins á þeirri skyldu sinni að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki, ein af meginástæðum þess að allt stefnir hér í bál og brand að nýju. Með því að mótmæla á sitthvorum staðnum, helst handahófskennt þannig að það sé aðeins tilkynnt með skömmum fyrirvara, gæti tekist að þrengja svigrúm valdastéttarinnar til að umkringja sig varðhundum. Þannig yrði hamlað gegn því að valdmörk séu sniðgengin með því að breyta tilteknum stjórnarbyggingum í lögreglubækistöð eins og gerðist í Alþingishúsinu þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Stjórnvöld sem starfa ekki nema undir lögregluvaldi hafa í raun afsalað sér lýðræðislegu umboði kjósenda, en stjórnvöld sem brjóta sjálf lög og reglur í skjóli slíks ofbeldis verða hinsvegar að víkja strax!

Þeirri ábendingu er einnig beint til mótmælenda að húsnæði FME við Suðurlandsbraut 32 er talsvert minna að grunnfleti og aðkoman mun þrengri en við Seðlabankann, það er því leikur einn að valda truflun með því t.d. að fylla aðkomuna að eina innganginum sem liggur upp á efri hæðirnar þar sem skrifstofurnar eru. Bílastæði stofnunarinnar eru í porti á bakvið húsið, en innkeyrslan þangað er þröng einstefna sem væri auðvelt að loka með vörubíl, eða bara "umferð gangandi vegfarenda" sem mér skilst að eigi alltaf réttinn gagnvart vélknúnum ökutækjum. Ólíkt Seðlabankanum sem er byggður eins og virki, þá eru engir stálhlerar fyrir innganginum þarna heldur aðeins glerhurðir, sem eru því miður skásta dæmið um gegnsæi í starfseminni! Þarna er heldur enginn bílakjallari sem lögreglan getur notað sem launsátur gegn mótmælendum.

Það skal tekið fram að með þessu er ég alls ekki að hvetja neinn til að gerast brotlegur við lög, heldur einmitt að reyna að benda á aðferðir sem rúmast innan þess ramma. Það eru eflaust margir sem vilja nýta rétt sinn til mótmæla eins langt og hann nær, og því er ég hlynntur þegar svona ber undir.

Boðað hefur verið aftur til mótmæla við Arnarhól á morgun.


mbl.is Kunnuglegur konsert hefst á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Henti þessu vegginn í bókinni minni.

Villi Asgeirsson, 5.7.2010 kl. 20:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður haldið áfram á morgun:

  • Klukkan 9:30 við Stjórnarráðið
  • Klukkan 12:00 við Seðlabankan
  • Klukkan 18:00 á Austurvelli
Allir að mæta með potta og pönnur, reykskynjara, lúðra og önnur áhöld sem framleiða mikinn hávaða. Nema á Austurvöll kl. 18:00 en þar verða þögul mótmæli.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2010 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband