Þróunaraðstoð við Bandaríkin?

"Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, verður líklega send í olíumengunareftirlit á Mexíkóflóa síðar í mánuðinum. Hún mun leysa vél samgöngustofnunar Kanada af..."

Það heyrir til tíðinda að Bandaríkin skuli nú þurfa hjálp utan frá, sem oftar en ekki hafa verið fyrst á staðin þegar krísur dynja á í öðrum "vanþróuðum" ríkjum. Kannski ekki skrítið enda búin að eyða sig að barmi gjaldþrots með vonlausum stríðrekstri á mörgum vígstöðvum samtímis, þjónkun við glæpasamtök fjármálageirans, botnlausri skuldabréfaútgáfu og peningaprentun til að fjármagna það ásamt ört vaxandi og brátt ósjálfbærum uppsöfnuðum halla á ríkissjóði.

Gegnum þessa spillingu og vanhæfni hefur núna stórum alþjóðlegum olíufélögum og mengunarvöldum tekist að knýja fram svo mikið afnám reglugerða um öryggisráðstafanir við olíuborun á hafi úti, að það hefur getið af sér olíuslys sem á hugsanlega eftir að láta Níger-óshólmana líta út eins og smáspýju í samanburði við Mexíkóflóann.

Óstjórnin þarna vestanhafs virðist því miður engan endi ætla að taka. Ætli það endi með því að við þurfum að endurgjalda þeim Marshall-aðstoðina, af mannúðarástæðum?


mbl.is Gæsluvél send á Mexíkóflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, þetta er bull

Guðmundur Júlíusson, 3.7.2010 kl. 01:41

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta olíuslys við Mexico flóa kemur okkur við!

Sigurður Haraldsson, 3.7.2010 kl. 02:00

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er sorglegt að leigja þurfi vélina til útlanda, það eru næg verkefni fyrir hana hérna á Íslandi.  Svo er aðeins ein þyrla, starfandi núna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2010 kl. 02:19

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Láttu ekki eins og þú sért kjáni Guðmundur Ásgeirsson þar sem ég tel að þú sért það ekki.   Það að ofmetast af því að verin beðin um aðstoð er klár kjánaskapur og í þessu tilfelli minni mátar kennd.  Það á alltaf að bera virðingu fyrir viðskiptavininum. 

Svo er spurning hvað skyldu Bandaríkjamenn vera búnir að sitja fast á sínum húmor gagnvart okkur.  Þeir hafa samskiptasiðareglur sem við höfum ekki, því miður.   

Enda mér vitanlega ekki en þá búið að biðjast afsökunar fyrir okkar hönd vegna ósvífni og ruddaskapar utanríkis ráðherra og Forseta við sendiherra Bandaríkjanna Carol Van Voorst.  Meiga þeir þá kameratar, druslur heita þar til það mál er gert upp með sæmd fyrir okkar hönd en ekki bara þeirra.    

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2010 kl. 02:42

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hrólfur, það hefur vonandi verið augljóst að þetta var nú ekki sett fram í fúlustu alvöru. Ég geri mér fulla grein fyrir því að olíuslysið er alvarlegt mál, en einhvernveginn finnst mér það samt bara týpískt fyrir hvernig búið er að leika bandarískan almenning grátt. Það er það sem ég er að hæðast að og held að sú ádeila eigi fullan rétt á sér. Athugið að ég hef ekkert út á bandarísku þjóðina að setja, þetta skot beinist gegn spilltum stjórnvöldum.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2010 kl. 05:55

6 identicon

Sæl Öll.

Ég myndi vilja hafa hana hér. En aðstæður eru þannig að við missum hana ef við getum ekki borgað af henni , svo þess vegna er þetta réttlætanleg leiga , enda vélin ein sú fullkomnast í heimi án þess að vera "Hervél".

En mér finnst staða sjómanna í öryggismálunum ÖMURLEG

og ÞAR VERÐUR AÐ BREGÐAST FLJÓTT VIÐ.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 07:21

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Guðmundur, þetta fór hugsanleg vitlaust í trýnið á mér.  Rét er að hann varð þeim kostnaðarsamur Texasmaðurinn. 

En við þurfum að eignast tvær svona í viðbót og sjá um okkar loftrýmisgæslu sjálf í samvinnu við þá sem vilja.

Til þess að það geti gerst þá vantar geymslu fyrir vandræða fólk svo svigrúm gefist til að fara að framkvæma annað en þvaður.   

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2010 kl. 15:56

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Svo framalega sem ekki er verið að stefna eigin landhelgisgæslu í voða vegna fjarveru TF-Sifjar, þá tel ég þetta vera gott mál.

Bandaríkjamenn og Bretar eru svoleiðis búnir að skíta upp á bak og bak við eyru í þessu mesta olíumengunarslysi veraldar.  

Grundvallarástæða þessa slyss var:  Græðgi!

Íslenska landhelgisgæslan mun fá greitt fyrir þetta eftirlit, og það er bara gott fyrir gjaldeyrisvarasjóðinn!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.7.2010 kl. 16:12

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hvar kemur það fram að við séum að fá eitthvað bitastætt í aðra hönd? ekki í fréttinni? Þó svo að þeir hendi í okkur einhverja dollara þá er það bara allt ekki málið, það er prinsipp mál að við höfum hér okkar vél sem þessa sem getur brugðist við hinu óvænta svo sem eldgosum og fleiru, að henda þeim ásamt áhöfn, ég geri ráð fyrir að áhöfnin fari með, er ráðleysa og hneysa í sjálfu sér.

Guðmundur Júlíusson, 3.7.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband