Á dagskrá Bilderberg fundar um helgina
6.6.2010 | 10:53
Veiking Evrunnar og sú krísa sem komin er upp vegna skuldavanda Evrópuríkja er meðal þess sem er á dagskrá hins árlega fundar Bilderberg klúbbsins sem haldinn er í Barcelóna á Spáni um helgina. Meðal fundargesta eru jafnan helstu fjármálaráðherrar, seðlabankastjórar, stjórnendur banka, fjölmiðla og stórra fyrirtækja á vesturlöndum, sem geta haft mikil áhrif á gengi gjaldmiðla með samanlögðum áhrifa- og kaupmætti sínum.
Þetta er kannski ekki í frásögur færandi, heldur á allra vitorði sem á annað borð nenna að setja sig inn í heimsmálin umfram það yfirborðskennda froðusnakk sem gjarnan einkennir meginstraum fjölmiðla. Ótrúlegt en satt þá birti samt íslenskur meginstraumsfjölmiðill nú um helgina frétt um fundinn. Hinsvegar verður líklega seint fjallað með gagnrýnum hætti um þetta leynifélag samráðs og pólitískra afskipta á síðum Morgunblaðsins, af augljósum ástæðum.
Vísir - Bilderberg klúbburinn ræðir um framtíð evrunnar
Hinn árlegi fundur Bilderberg klúbbsins verður haldinn í Barcelóna á Spáni um helgina. Þar mun meðal annars verða rætt um framtíð evrunnar sem stendur á brauðfótum í þeirri skuldakreppu sem ríkir meðal þjóðanna í suðurhluta Evrópu.
Í frétt um málið í Guardian segir að ýmsir hópar mótmælenda séu að koma sér fyrir í Barcelóna til að fylgjast með fundinum og jafnvel trufla hann ef tækifæri gefst til.
Daniel Estulin einn þeirra sem fylgist náið með Bilderberg klúbbnum segir í samtali við Guardian að hann hafi komist yfir dagskrá fundarins. Samkvæmt henni hafa meðlimir klúbbsins verulegar áhyggjur af stöðu evrunnar og mikilli veikingu hennar frá síðustu áramótum. Eru Bilderbergarar taugaóstyrkir yfir því að þetta gæti leitt til frekari kreppu og pólitísk óróa innan evrusvæðisins.
Bilderberg klúbburinn var stofnaður af pólska útlaganum Joseph Retinger árið 1954 og var klúbbnum ætlað að vera brjóstvörn gegn útbreiðslu kommúnismans. Meðal þess sem talið er að Bilderberg hafi komið til leiðar er samvinna Frakklands og Þýskalands, innganga Þýskalands í Nato og Maastricht samningurinn. Þetta hafi allt verið ákveðið í einkaviðræðum Bilderberg manna í koníaksstofum víða um Evrópu.
Gestalistinn að þessu sinni telur m.a. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, David Rockefeller fyrrum forstjóra Chase Manhattan bankans og Paul Wolfowitz fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans. Listinn telur að mestu miðaldra eða eldri hvíta karla.
Ekki er vitað til að neinn Íslendingur sæki fundinn að þessu sinni en meðal þeirra sem áður hafa verið á gestalistanum má nefna Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Hallgrímsson, allt fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Nú hefur í fyrsta skipti verið fjallað opinberlega um Bilderberg á vettvangi Evrópusambandsins, en Daniel Estulin sem hefur rannsakað klúbbinn í mörg ár og skrifað um hann bók, hélt fyrirlestur fyrir Evrópuþingið nýlega að atbeina ítalsks þingmanns.
Fréttastofan Russia Times, sem stendur utan við stórar fjölmiðlasamsteypur, hefur líka verið með umfjöllun um fundinn sem nú stendur yfir. Hér eru viðtöl við bæði Estulin og Luke Rudkowski frá grasrótarsamtökunum We Are Change:
Enginn hefur þó verið duglegri að halda úti gagnrýni á Bilderberg en útvarpsmaðurinn Alex Jones í vefmiðli sínum, PrisonPlanet, sem er með sérstakan efnisflokk helgaðan fundinum. Hér á Íslandi á þetta sér reyndar hliðstæðu: vefmiðilinn Kryppa.COM sem fjallar um flest það sem stóru fjölmiðlasamsteypurnar forðast að segja frá. Þar á meðal eru þau efnisatriði sem eru til umfjöllunar þetta árið, en þar er vitnað í áðurnefndan Daniel Estulin sem segist hafa eintak af dagskránni undir höndum:
- Mun Evran lifa af?
- Þróunin í Evrópu: Útgönguleið Evrópu... á bið?
- Höfum við stofnanir til að fást við efnahagsmál á heimsvísu?
- Grikkland: Lærdómur krísunnar og framtíðarstefna.
- NATO og Afghanistan: framkvæmd stefnumörkunar.
- Íran og Rússland: efnahagslegar og fjárhagslegar ógnir.
- Afleiðingar hryðjuverkastríðsins.
- Áhrif innanríkismála á utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
- Horfurnar í efnahagslífi Japans.
- Framtíð Bandaríkjadals: aðrir möguleikar.
Evran dauð innan fimm ára? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Facebook
Athugasemdir
fæ þetta lánað hjá þér, félagi
Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 13:55
Þó það nú væri, þetta verðskuldar umfjöllun!
Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2010 kl. 14:14
Kapphlaupið við tímann er þegar hafið. Reglan er að dofna og nú þegar er hafið ferlið við að setja upp nýja alheims reglu. Það er búið að tilkynna það opinberlega m.a. á G8 fundum.
Fólk verður að gera sér grein fyrir því að tímarnir þeir eru að breytast, þeir eru í raun að umbreytast. Við erum stigin úr iðnbyltingunni yfir í hugbyltinguna.
Ef fólk fer ekki að vakna, er voðinn vís, það vill enginn maður vakna einn daginn upp í fasískum heim byggðum á satanískum grunn gildum.
R, 6.6.2010 kl. 14:17
Það er reyndar þessi vakning sem er í gangi (hugbylting) og aukin dreifing valds sem er einmitt að valda elítunni áhyggjum, eins og kom m.a. fram í ræðu Zbigniew Brzezinski á fundi Council on Foreign Relations í Toronto nýverið. Fyrst þetta er farið að hræða æðstu valdastéttina, þá finnst mér það benda til þess að við eigum kannsk von eftir allt saman.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2010 kl. 09:53
Guðmundur
Takk fyrir þessa grein og/eða umfjöllun "Á dagskrá Bilderberg fundar um helgina" Flott hjá þér Guðmundur
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 14:41
Þakka þér sömuleiðis Þorsteinn, fyrir öll greinaskrif þín og framlag til baráttunnar endalausu gegn þöggun af hálfu valdastéttarinnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2010 kl. 15:04
VIÐBÓT: Nú hefur Willy Claes, fyrrum aðalritari NATO og fundargestur Bilderberg, upplýst það í útvarpsviðtali að á Bilderberg fundum sé einmitt mörkuð stefna sem fundargestum sé ætlað að framfylgja næsta árið, hver á sínu sviði. Hann staðfestir semsagt þá kenningu sem margir hafa haldið fram (og verið kallaðir illum nöfnum fyrir) að þarna eigi sér raunverulega stað algerlega ógegnsæ ákvarðanataka og baktjaldamakk meðal þröngs hóps hagsmunaaðila og "einkavina" á lokuðum fundum á lúxushóteli. Með öðrum orðum þá eru þarna teknar veigamiklar ákvarðanir sem hafa afgerandi áhrif á þróun heimsmálanna eitt ár í senn fram að næsta fundi, í fullkominni leynd og algjörlega utan við eðlilega lýðræðislega farvegi.
Tilvitnun úr viðtalinu: "During the conference, all guests have 10 minutes talk time ... and afterwards, a report of what is being discussed is compiled. The participants are then obviously considered to use this report in setting their policies in the environments in which they affect." [byggt á vélþýðingu]
Íslensk þýðing: "Á ráðstefnunni fá allir fundargestir 10 mínútna ræðutíma ... eftir það er tekin saman skýrsla um það sem var rætt. Svo er augljóslega ætlast til þess að þáttakendurnir hafi þessa skýrslu til hliðsjónar við framtíðar stefnumörkun, hver á sínu áhrifasviði."
Sjá umfjöllun PrisonPlanet um þessa nýjustu uppljóstrun:
Former Nato Secretary-General Admits Bilderberg Sets Global Policy
Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2010 kl. 13:53
Mér var bent á að sjálfur Egill Helgason fjallar um Bilderberg í nýlegri bloggfærslu: Háborð auðræðisins « Silfur Egils Þar leyfir hann sér að kalla vel grundvallaðar rannsóknir mínar á þáttöku Íslendina í Bilderberg klúbbnum, sögusagnir, jafnvel þó að margar þeirra heimilda sem vísað er til séu studdar með gögnum frá þáttakendunum sjálfum (t.d. BB & BB). Kíkið á færsluna, smellið á tengilinn "fleiri" og sjáið hvern hann vitnar í.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2010 kl. 19:17
Bilderbergararnir hafa löngum talið sig rjóma vit- og áhrifamanna í fjármálum Vestur-Evrópu en á gestalistum er að finna fyrrv. formann bankastjórnar seðlabankans og stjórnarformann fjármálaeftirlitsins í því ríki sem nýlega var sett á hausinn.
Sigurður Þórðarson, 9.6.2010 kl. 21:57
Jamm Sigurður. Þeir buðu líka árið 1991 lítt þekktum ríkisstjóra frá Arkansas á fundinn, og tveimur árum seinna var Bill Clinton orðinn forseti. Einnig er almennt talið að Hillary og Obama hafi mætt á fundinn 2008 eftir að hafa smalað fréttamönnum upp í flugvél og sent þá í allt aðra átt, en hvort það var til að úrskurða um hvert þeirra yrði næsti forseti skal ósagt látið.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2010 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.