Enn eitt hjálparskip á leið til Gaza

Írska skipið Rachel Corrie hafði dregist dálítið aftur úr skipalest samtaka um frelsun Gaza (Free Gaza Movement) og var  ekki mætt á svæðið þegar Ísraelsmenn réðust um borð í hin skipin. Þetta skip er hinsvegar ennþá á fullri ferð hlaðið hjálpargögnum og sementi, til Gaza-strandarinnar þar sem stendur til að bjóða hafnbanni Ísraelsmanna birgin í annað sinn. The Guardian hafði eftir forsætisráðherra Írlands að ef írskir ríkisborgarar yrðu særðir myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar. Um borð er einnig mannréttindalögfræðingur, ásamt sendinefnd frá Malasíu skipuð meðal annars þingmönnum sem sagðir eru hafa fullan stuðning stjórnvalda í heimalandi sínu. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvernig ísraelsk yfirvöld bregðast við þessari nýjustu þróun atburða.

The Guardian : Irish aid boat holds course towards Gaza despite Israel warning

Ali Abunimah : Irish Boat the MV Rachel Corrie proceeding to Gaza

MV Rachel Corrie

Skipið er nefnt eftir 23 ára írskri konu sem var meðlimur í alþjóðlegri hreyfingu hliðhollri Palestínumönnum, en hún lét lífið undir beltum ísraelskrar jarðýtu á Gaza-ströndinni þegar hún var þar að mótmæla niðurrifi palenstískra heimila.


mbl.is Mankell segir árásir Ísraelshers hrottafengnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðmundur,

Ég skil fólk sem hefur samúð með og styður málsstað Palestínumanna, sem er fyllilega réttmætur. En við skulum halda því til haga að Hamas samtökin, sem ráða í Gaza en hvergi annars staðar í Palestínu, eru í yfirlýstu stríði á hendur Ísrael með það takmark að má það út af kortinu. Þetta er ekki retorík heldur staðföst stefna. Þeir sem ljá Hamas sinn stuðning, hvort sem er góðgerðar- eða pólitískumarmi þeirra, eru að styðja (endalaust) stríð. Hamas hefur ekki verið viðurkennt af neinu þjóðríki sem lögmætir málssvarar Palestínumanna, en það hafa Fatah samtökin verið. Þeir sem styðja Hamas eru að kynda undir stríðsbál.

Afleiðingin af yfirtöku Hamas á Gaza og hafnarbanni Ísraels er að Gaza er í algerri armæðu meðan yfirráðasvæði Fatah dafna vel og halda friði. Hafnarbann Ísraels á Gaza er til að koma í veg fyrir vopnaflutning inn í Gaza en 10 þúsund rakettum var skotið þaðan inn í Ísrael sem leiddi til stríðs í Gaza. Rakettuskot hafa lagst af vegna hafnarbannsins, en einnig hafa Palestínumenn í Gaza liðið alvarlega fyrir hafnarbannið. Mér virðist sem flestir þeirra líti á volæðið sem framlag sitt í stríðið gegn Ísrael.  Ég virði bardagamenn heimsins og fórnir þeirra, en held eftir samúð.

Skipalestirnar eru liður í áróðursstríði Hamas og svarinna andstæðinga Ísraelsríkis til að reyna að brjóta gat á hafnarbannið. Það er fyrifram vitað að Ísrael mun stöðva þessi skip og draga til hafnar eins og þeir hafa sagt mundu gera og hafa alltaf gert. Þessar skipalestir eru ekkert nýtt. Það er vonlaust að einn einasti poki af sementi (sement!) komist til skila í Gaza. Svo hver er þá tilgangurinn annar en að stilla Ísraelsmönnum upp sem vondu köllunum í áróðursskyni?

Að lokum Guðmundur, þeir sem eru að styðja Palestínumenn verða að gera upp við sig hvort þeir styðja stríðsöfl Palestínumanna, Hamas og Hizbolla, eða friðsamleg samtök eins og Fatah. Ef þú styður Hamas og Hizbolla beint eða óbeint þá styður þú stríð í mið-Austurlöndum. Einnig, ef þú viðurkennir ekki tilverurétt Ísraels fyrir botni Miðjarðarhafs, þá styður þú stríð í mið-Austurlöndum því ekki verður aftur snúið.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 15:01

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eitt inn var arafat og fatah vondu kallarnir hjá ykkur. 

Eigi hægt að nálgast málið svona.  Maður tekur stöðu með palestínsku þjóðinni!  Stöðu með hinum kúgaða gegn ofbeldismanninum.  Eigi flóknara en það. 

Alveg eins og maður hefði tekið stöðu með gyðingunum þegar nasistar ráku þá í gettóin.  Aðrir hefði auðvitað tekið stöðu með nasistum, eins og gengur - enda hefur allt tvær hiðar sem má deila um.

Ísraelar fagna http://www.youtube.com/watch?v=sMzc1N1Cx3s

Eru IDF videoin feik ?

http://solstudio.web.id/blog/2010/06/idf-video-footage-of-flotilla-attack-is-fake/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2010 kl. 15:25

3 identicon

Ómar,

Arafat var bardagamaður (ég nota ekki stimpilinn terroristi) frá upphafi til enda. Samingaumleitni hans var bara taktík. En hann er fallinn frá og aðrir betri, vil ég segja,  komnir í hans stað.  Fatah hafa breyttst til betri vegar (kannski, vonandi) en stunduðu flugrán og önnur spellvirki, ekki sé talað um morð og glæpi hér í den tid.  Liðið verður að vera liðið, grafið og vonandi gleymt.

En, Hamas og Hizbolla sitja enn við sama heygarðshornið. Þeir halda gunnfánanum á lofti. Þeir eru í stríði. Þeir nota stuðningsmenn á vesturlöndum stríðsmálstað sínum til framgöngu.

Það er enginn að segja að Ísraelsmenn hafi ekki drepið menn á þessu skipi. Þeir halda uppi hafnarbanni á Gaza og fylgja því eftir með hörku eins og þeirra er vani. Hvað fleirra er nýtt í fréttum? Ég ber ekki blak af því, en ég skil að þetta er liður í stærri og meiri hildarleik.

Þeir sem skipunum stýrðu vissu nákvæmlega hver viðbrögð Ísraels myndu verða vegna þess að skipalestir hafa þarna farið áður og Ísraelsmenn hafa alltaf stöðvað þær og dregið til hafnar. En til þess var leikurinn gerður.

Spurning mín er til stuðningsmanna Palestínumanna á Vesturlöndum  er hvort þeir hafi gert upp við sig hvort þeir séu að kynda undir stríðsbál með stuðningi við stríðssamtökin Hamas?

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 15:47

4 identicon

Ómar, ég var einlægur stuðningsmaður Palestínu og hlustaði á engin rök gegn þeirri skoðun  (reyndar bölvaður galli sem ég enn þjáist af), þar til ég álpaðist einn túrinn að lesa ævisögu Arafats.

Eftir þann lestur, bókin var auðvitað full af áróðri eins og vera ber, þá fór ég aðeins að kynna mér deiluna út frá meiru en tilfinningum. Þegar sagan er skoðuð þá verður það fljótlega ljóst að Ísraelar eru ekki einu "vondu karlarnir" á svæðinu.

Ísrael var viðurkennd þjóð eftir seinna stríð með kosningum allra þjóða, landið sem þeir fengu var ekki grösugt og ef ég man rétt þá voru Bretar og Tyrkir húsbændur þar áður fyrr.

Sama dag og Ísrael var stofnað urðu þeir fyrir innrás, gæfuleg byrjun, sex daga stríðið byrjuðu Ísraelar, en ef umhverfið þá daganna er skoðað þá var aðeins spurning um tíma hvenær Egyptar og co réðust gegn Ísrael. Oft er betra að gefa fyrsta höggið ef augljóst þykir að áflog verða ekki flúin. 

Yom kippur innrásinni var hrundið, innrás  nágrannalandana á helgidegi Gyðinga, (auðvitað er flest leyfilegt í stríði).

Gyðingar hafa þurft að standa í ströngu í áratugi, ég er ekki að leggja blessun mína yfir öll verk Ísraela, alls ekki, en menn verða að skilja að áratuga stress lætur fólk gera ýmislegt sem það léti vera á góðum degi.

Ég hef fulla samúð með hinum venjulega Palestínumanni, en það virðist vera að bræðralag nágranna Palestínumanna virðist standa á veikum grunni.

Ekki hafa þeir opnað landamæri sín þótt kynslóðir Palestínumanna hafa alist upp í flóttamannabúðum ! Eitthvað er rangt við það.

Öndum öll með nefinu og vonandi hætta þessi bölv.. átök sem fyrst !

runar (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 16:25

5 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Hvað eiga þeir að gera? Hvað myndum við íslendingar gera ef að hingað kæmi bara haugur af útlendingum, norðmönnum bara, sem að segjast eiga ísland, að þeir hafi verið fyrstir hingað og í raun eigi það. Og okkur er gert að færa okkur úr húsunum okkar, án þess að fá borgað fyrir þau, og hypja okkur?

Við, sem herlaus þjóð myndum stunda nákvæmlega sömu hryðjuverk og palestínumenn, því að það væri það eina sem við gætum gert.

Svo var ráðist á þessi skip á alþjóðlegu hafsvæði, og þetta er nánast stríðsyfirlýsing hjá þessum helvítis gyðingum.

Vonandi leggja Bandaríkin bara af stuðning sinn við þetta skítapakk, og þá er þetta búið.

Ólafur N. Sigurðsson, 2.6.2010 kl. 16:36

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

runar:  Geisp. 

Vertu með þessa væmni þína einhversstaðar hjá vilhjlálmi vinur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2010 kl. 16:57

7 identicon

Rök=væmni, kannski rétt hjá þér vinur.

Enda eru rökræður gegn þér kross sem fáir nenna að burðast með, t.d icesave slagurinn frægi.

Rök, hvað þá sannleikur, ná yfirleitt ekki í gegnum fyrstu lotu gegn einlægri  heimsku.

Undarlegt hvað sjúkdómurinn, áunnin heimska,virðist leita mikið til vinstri...

runar (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 18:20

8 identicon

Þetta er ekkert hjálparskip og þú veist það vel. Ef menn væru að fara þangað til að hjálpa myndu þeir gera það sama og önnur hjálparsamtök - leyfa Ísraelum að framkvæma vopnaleit.

Markmiðið með þessari för er að brjóta á bak aftur hafnbannið sem mun óhjákvæmilega leiða til þess að vopnasmygl eykst sem síðan mun leiða til þess að árásum á Ísrael mun fjölga. Þetta mun svo óhjákvæmilega leiða til viðbragða af hálfu Ísraelsmanna með mannfalli meðal Gazabúa.

Rétt eins og við hafa hinir meintu "hjálparstarfsmenn" séð þetta allt áður og þeir vita nákvæmlega að hverju þeir eru að vinna.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 19:27

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvar er Villi í Köben núna ? og þessi álfur, Hans: "leyfa ísraelum að framkvæma vopnaleit" ú tum allan heim örugglega. Er ekki bara best að leyfa þeim að vera löggum alheimsins. Minna má það ekki vera hina útvöldu þjóð, þegar aríarnir eru út úr myndinni.

Finnur Bárðarson, 2.6.2010 kl. 20:22

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góði gestir, takk fyrir athugasemdirnar og umræður um þessi mál. Ég er ekki búinn að gefa mér tíma enn til að fara yfir allt og svara kannski betur seinna. Að svo stöddu vil ég hinsvegar taka fram vegna þess að margir virðast taka þann pól í hæðina að ég sé að boða einhliða málstað Palestínu, að það er alls ekki rétt. Vissulega hef ég samúð með fyrst og fremst óbreyttum borgurum í Palestínu sem þurfa að búa við skelfilegt ástand í sínu daglega lífi. Hinsvegar geri ég mér alveg grein fyrir því að Ísrael hefur vissan málstað líka sem þeir verja af hörku, og þjóðin sem slík hefur sannarlega rétt á að verja sína tilveru. Áróður er stór partur af þessu en ég reyni að gæta þess að láta sjást í báðar hliðar og stjórnast ekki eingöngu af einhliða áróðri. Ég þykist alls ekki skilja ástandið þarna til hlítar, til þess er fjarlægðin of mikil, en ég held við hljótum öll a.m.k. að geta verið sammála því að þetta ofbeldi er ekki gott og af því stafar ógn við heimsfriðinn. Burtséð frá sök hvers og eins þá þarf einhvernveginn að stoppa þetta, en að finna slíka lausn er allt annað en auðvelt.

Svo er eitt sem verður aldrei of oft tekið fram, en það er að fólk skyldi varast að blanda pólitík við trúarbrögð. Það er alveg sama þó einhver stjórnist af trúarskoðunum, vopnuð átök verða aldrei annað en veraldlegt fyrirbæri og deilan er í kjarnanum pólitísk. Svo er líka rétt að í þessari umræðu séu gerður skýr greinarmunur á ísraelskum stjórnvöldum og ísraelsku þjóðinni, sem er ekkert alltaf sammála ákvörðunum þeirra. Einnig skyldi forðast að setja samasemmerki á milli afstöðu gagnvart ísraelska ríkinu og Gyðingahaturs eða einhver slíks. Gyðingar, Ísraelsmenn og Zíonistar eru þrír ólíkir hópar þó auðvitað sé talsverð skörun þar á milli. Það er vel hægt að vera andvígur stefnu Ísraelsríkis án þess að hafa neitt á móti Gyðingum, og það er vel hægt að hafa andúð á Zíonisma án þess að það hafi neitt með trúarbrögð að gera.

Það var einmitt frægur Gyðingur sem sagði að við ættum að elska syndarann en hata syndina. Persónlega hef ég ekkert út á Gyðinga sem þjóð- eða trúflokk að setja, ég er hinsvegar oft andvígur harkalegri stefnu ísraelskra stjórnvalda og ég hef talsvert á móti öfgakenndum Zíonisma. Sama á auðvitað við líka um ofstæki og ofbeldi af hálfu araba eða annara hópa hverjir sem þeir eru. Það er á slíkum forsendum sem mér finnst að svona rökræða eigi að fara fram og vonandi skilja sem flestir hvað ég á við með því.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2010 kl. 06:34

11 identicon

Vel mælt Guðmundur.

Ég er þér hjartanlega sammála.

runar (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 06:46

12 Smámynd: Vilhjálmur C Bjarnason

Við skulum vona að fréttafluttningurinn verði réttur og óritskoðaður, en það sama get ég ekki sagt um RUV fréttir á netinu í gær og varð soldið hissa á þá hvernig RUV klippir viðtalið við Mankell um níðskap israelsmanna, en hér er viðtalið.

http://www.aftonbladet.se/webbtv/nyheter/inrikes/article7229671.ab

(Ps: Einn blokkeraður moggabloggari sem skrifaði um níðskap israelsmanna)

Vilhjálmur C Bjarnason, 3.6.2010 kl. 08:06

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Guðmundur.

Eitt sem mér finnst hafa gleymst í umræðunni á Íslandi er hvar aðgerð Ísraelsmanna fór fram; vel utan við 12 mílna lögsögu Ísraels.  Þarna eiga alþjóðalög og siglingalög við.  Þú ættir að kíkja aðeins á mögulegar lagalegar túlkanir á þessu atviki.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.6.2010 kl. 10:27

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sýnishorn af israelska þinginu (Knesset) þegar Haneen Zoubi  sem var um borð í hjálparskipinu sem israelar réðust á, ætlaði að halda ræðu.  (Zoubi er þessi dökkhærða og myndarlega rólega kona)

Leitið á hnni kölluðu israelarnir.  Hún gæti verið með hníf.

Afhverju eruð þér vondir út í mig, spurði Hanna, ekki myrti eg neinn.

http://www.youtube.com/watch?v=8uZ1SUREOOQ

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2010 kl. 12:22

15 identicon

Í upphafi skyldi endirinn skoða, þannig segir ágætt máltæki. Þessi vandamál í Palestínu eru ekki bara júðum og Palestínumönnum að kenna. Europa losaði sig nefnilega við Giðingavandamálið, með því að sópa því undir teppið, ef svo má segja, aflúsuðu sig af þeim og settu þá ofaná Palestínu án þess svo mikið sem að spurja heimamenn þar að einu eða neinu. Síðan horfa þessar þjóðir bara í aðra átt, þegar allt verður vitlaust þarna aftur og aftur,   en vita jú alveg uppá sig skömmina.

Robert (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 13:52

16 identicon

Halló gott fólk

þið ættuð að athuga þetta hér, sjá :

 

Hidden Flotilla tapes have been smuggled out of Israel  http://www.youtube.com/watch?v=3Fv4d73UX0I&playnext_from=TL&videos=j_myV0HzDLA&feature=sub

 

*PROOF israel attacked and KILLED BEFORE they boarded Freedom Flotilla  http://www.youtube.com/watch?v=vR_JCk2qwCo

 Gaza aid activist aboard Flotilla: Israeli ships fired before boarding

http://www.youtube.com/watch?v=k1sH_RE4CY0

 "..Haneen Zuabi, who's a member of the Israeli parliament was among those captured onboard of Gaza-bound ships. She's since been released and has spoken to RT about what she had witnessed.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 19:59

17 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þjóð sem er hersetin og í herkví getur af sér fólk sem vill berjast fyrir málstað sínum. Því lengur sem slíkt ástand ríkir verða baráttuaðferðir harðari.

Við vesturlandabúar höfum ákveðið að kalla þá hópa sem berjast gegn okkur hryðjuverkamenn og er það svo sem réttnefni frá okkar sjónarhóli séð. Þetta er reyndar sama nafn og Hitler kallaði þá hópa sem börðust gegn honum í síðari heimstyrjöld, við kölluðum þá hópa hins vegar frelsisher og teljum það fólk sem þar barðist, hetjur. Þó voru þeirra aðferðir nokkuð líkar þeim sem þeir sem við teljum hryðjuverkamenn nota.

Hver þjóð hlýtur að eiga rétt á tilveru sinni. Israelsmönnum var gefið land og sá réttur. Þeir hafa hins vegar spilað þannig úr sínum málum að spurning er hvort ekki sé hægt að kalla þá mestu hryðjuverkamenn allra tíma! Þeir eru að leika sér að heimsfriðnum, þessar aðgerðir þeirra eru til þess fallnar að auka úlfúð múslinskra þjóða í okkar garð.

Meðan ég skrifaði þetta var lesin frétt á ruv um að Israelsher hefði hertekið Rachel Corrie. Svei þeim!!

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2010 kl. 10:04

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nýjasta nýtt: komið hafa í ljós gögn frá ísraelskum yfirvöldum sem staðfesta að viðskipta- og hafnbann á Gaza fellur undir það sem þeir sjálfir kalla efnahagslegan hernað gegn Palestínumönnum.

Israeli document: Gaza blockade isn't about security | McClatchy 

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband