Verður Björgólfi fyrirgefið?
14.4.2010 | 08:44
Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður hefur beðið íslensku þjóðina afsökunar á sínum hlut í þeim mistökum sem hann átti hlut að og ollu hruni efnahagslífsins.
Ég get ekki svarað fyrir þjóðina, en tel þetta algjöra lágmarksviðleitni og frekar seint í rassinn gripið. Legg til að við bíðum og sjáum hvað kemur út úr þeim málum sem verða rannsökuð sem sakamál. Þá fyrst verður skorið úr um hvort Björgólfur verðskuldar fyrirgefningu eða refsingu.
Ég get hinsvegar svarað fyrir mig sjálfan að ræningjum á ég erfitt með að fyrirgefa fyrr en þeir hafa sýnt iðrun, sem er ekki það sama og að biðjast afsökunar. Þegar þeir hafa skilað ránsfengnum og ég búinn að fá til baka það sem var ranglega af mér tekið, þá skal ég hugsa málið.
Ef þér er alvara Björgólfur, sýndu það í verki!
Björgólfur biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: IceSave, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Athugasemdir
Góð færsla, get ekki verið þér meira sammála !!!
Sigurður Sigurðsson, 14.4.2010 kl. 10:50
Nákvæmlega eins og þú segir Guðmundur, "sýndu það í verki" 10 Maríubænir duga þjóðinni ekki.
Finnur Bárðarson, 14.4.2010 kl. 16:38
En......Skilaðu þýfinu !
Kristín (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 17:28
Skiptir ekki máli hvað þessi siðlausu dýr gera , ég man eftir honum í Kompás ef ég fæ færi á þessu ????????????? , þá mun ég míga á hann , þótt ekki yrði fyrr en eftir 100 ár.
Hörður B Hjartarson, 14.4.2010 kl. 19:46
Ef hann nær í 2-400 milljarða á Tortilla og kemur með þá hingað og afhendir skilyrðislaust má skoða fyrirgefninguna.
Sálræna og félagslega tjónið sem þetta lið er búið að valda verður aldrei bætt - né fyrirgefið.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.4.2010 kl. 00:25
Undir þetta tekur Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands:
Vísir: Ekki afsökun heldur afneitun
"Eina raunverulega afsökunin væri sú að hann skilaði þjóðinni þeim peningum sem hann hafði af henni..."
Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2010 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.