Eyjafjöll gjósa á ný
14.4.2010 | 04:42
Eftir að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi lauk að mestu í gær, hófst ný jarðskjálftahrina um ellefuleytið í gærkvöldi undir suðvestanverðum Eyjafjallajökli nálægt toppgígnum. Skömmu síðar eða upp úr miðnætti kom fram gosórói á mælum Veðurstofunnar sem fer ört vaxandi og telja jarðvísindamenn að gos sé hugsanlega hafið á nýjum stað og líklega undir jöklinum sjálfum. Bæir í Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum hafa verið rýmdir vegna hættu á jökulhlaupi.
Minni á yfirlitssíðu mína með efni um eldvirknina, tengill hér hægra megin.
Líklegt að gos sé hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ath þetta er bara byrjunin!
Sigurður Haraldsson, 14.4.2010 kl. 05:04
Læðist þetta kanski austurúr eins og jarðskjálftarnir - - Katla næst og svo Vatnajökull?
Þá fengju breta ofl. að smakka á miklu magni af Íslensku neðanjarðarnammi.
Þá gætum við sent þeim stærðarinnar reikning.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.4.2010 kl. 04:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.