Tæmdu bankann innanfrá: tær snilld?
30.3.2010 | 13:24
Þjófagengi gróf sér leið inn í fjárhirslur Credit Lyonnais bankans í París á laugardagsnóttina og hreinsaði út úr tæplega 200 bankahólfum í einkaeigu. Þjófarnir notuðu verkfæri til að brenna göt og brjóta niður veggi frá húsinu við hliðina, múlbundu öryggisvörð og dunduðu sér í heilar 9 klukkustundir við að að tæma bankann áður en þeir kveiktu í byggingunni að verki loknu.
Þetta eru sko alvöru bankaræningjar, í stað þess að nota einhverja vafninga og aðra flókna fjármálagerninga til að stela frá viðskiptavinum bankans, þá grófu þeir sig einfaldlega inn í fjárhirslurnar og kveiktu svo í öllu saman að verkinu loknu. Afhverju að stela bankanum þegar það er miklu hagkvæmara að stela bara helstu verðmætum og vera svo laus við restina af draslinu?
Íslenskir útrásarvíkingar hljóta að verða grænir af öfund þegar þeir lesa þetta!
Ræningjar grófu sig inn í Parísarbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Athugasemdir
Hvorir eru meiri glæpamenn, þeir sem grafa með skófflum eftir fénu eða þeir sem grafa undan eignir með gjörningum ? Réttarkrefið er betur gírað inn á skófflueigendur en hina...hvernig má breyta því ?
Haraldur Baldursson, 30.3.2010 kl. 14:08
Þessir frönsku þóttust allavega ekki vera neitt annað ræningjar heldur voru bara heiðarlegir og gengu beint til verks! Ég hef því miður enga töfralausn á því hvernig þessu megi breyta, held það sé aðallega spurning um hugarfar.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2010 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.