Tillaga að nafni: Ísbjörg
22.3.2010 | 15:04
Ég legg til að hið nýja fjall sem er að fæðast á Fimmvörðurhálsi, fái nafnið:
Ísbjörg
Klettabjörg er víða að finna í fjallendi og í norrænum tungumálum þýðir orðið bjarg það sama og fjall. Nafnið Ísbjörg má því heimfæra á aðstæður í nágrenni fjallsins og fæðingu þess rétt við jökuljaðarinn, en sú staðsetning bjargaði því einmitt að ekki hefur ennþá orðið flóð úr jöklinum eins og menn óttuðust. Einnig má benda á að Ísbjörg er bein þýðing á enska heitinu IceSave, en gosið hófst nákvæmlega tveimur vikum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál lauk með afgerandi niðurstöðu, sem bjargaði landinu frá annarskonar flóðbylgju...
Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: IceSave, Spaugilegt, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Athugasemdir
Flott nafn
Sigurður Haraldsson, 22.3.2010 kl. 15:25
Hvernig væri að koma með hugmyndir, umræðu og brandara sem ekki tengdust þessu bölvaða Icesave dóti?
Mér finnst mesta furða hversu fáir nærist á þessari umræðu á meðan ég finn ælubragð í hálsinum í hvert sinn sem orðið er nefnt. Ekki vegna þess að málið sé það böggandi heldur vegna þess að það er ALLSTAÐAR og ALLTAF verið að tala um það.
Guðmundur Ásgeirsson, þegiðu.
Atli (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 17:49
Atli: ég skil ógleði þína en vil biðja þig um að gæta kurteisi í athugasemdum. Með því að bendla þetta við IceSave er ég nefninlega einmitt að gera gys að því hvað sumir virðast vera helteknir af málinu, eins og þú bendir réttilega á.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2010 kl. 18:07
Nú hefur þessi fregn meira að segja verið borin til baka. Fjallið er ekki nýtt heldur er þetta hæð sem var þar fyrir og er bara orðin svört af öskufalli.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2010 kl. 18:10
Nýja öskuhrúgan á víst að heita Gleiðfell ... veit ekki út af hverju.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 13:18
Þekki nokkrar svoleiðis hrúgur...
Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2010 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.