Eldgosið er frábær landkynning !
22.3.2010 | 03:19
Eldgos hófst að kvöldi 20. mars í Eyjafjallajökli nákvæmlega tveimur vikum eftir að gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Degi fyrir atkvæðagreiðsluna var ég með vangaveltur um hvort það myndi bresta á með gosi um leið og kosið væri, en ég hef haft það á tilfinningunni frá því á síðasta ári að eitthvað stórt sé í uppsiglingu. Ef það reynist rétt sem haldið hefur verið fram, að gos í Eyjafjallajökli kunni að sparka Kötlu kerlingu í gang, þá er vissara að hafa varann á. Stórt Kötlugos getur valdið miklum óskunda, ekki bara hér á landi heldur um alla Evrópu, og þá myndi IceSave deilan verði fljót að gleymast.
Án þess að vilji tengja það mál sérstaklega við þetta þá er það engu að síður gott frá áróðurstæknilegu sjónarmiði hversku mikla athygli erlendir fjölmiðlar hafa veitt gosinu og vonandi að veðri fari að slota svo hægt verði að mynda sjónarspilið í bak og fyrir. Sem betur fer ekki um neinar stórhamfarir að ræða ennþá og engin hætta sem mönnum stafar af gosinu. En betri landkynningu er ekki hægt að kaupa fyrir neina upphæð í peningum! Það skyldi þó aldrei verða að sjálf eldfjöllin reynist okkur búbót með því að stuðla að gjaldeyrisöflun? ;)
Gosið færist í aukana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, IceSave, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Er þér fullkomlega sammála, það liggur einhvernvegin í loftinu að eitthvað stórt og mikið á eftir að ske með miklum breytingum fyrir Íslenska þjóð, vonandi til heilla...
Einar B Bragason , 22.3.2010 kl. 14:53
Óvinum Íslands hefur orðið margt að vopnum að undanförnu - þó er þeirra öflugasta vop voluðríkisstjór landsins -
það væri nú varla á bætandi að fá Kötlugos ofan í allt saman - kjósum - myndum starfhæfa ríkisstjórn - Katla tekur engum sönsum frekar er stjórnin - en við getum látið stjórnina fara -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.3.2010 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.