B5 - Bankastræti 5 = Kennitöluflakk?

Morgunblaðið hefur neyðst til að bera til baka frétt um að kemmtistaðurinn B5 í Bankastræti sé gjaldþrota. Skemmtistaðurinn var að sögn í eigu rekstrafélags til síðustu áramóta þegar reksturinn var seldur til félagsins Bankastræti 5 ehf. Það er hinsvegar gamla rekstrarfélagið sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég verð að viðurkenna að fréttir af gjaldþrotinu komu mér á óvart, því ég kom við á þessum skemmtistað þegar ég átti leið um miðborgina þarsíðustu helgi, og varð ekki var við neinar breytingar á rekstrinum frá því fyrr í vetur.

En mikið afskaplega er þetta bitlaus fréttaflutningur, sem skilur í raun eftir fleiri spurningar en svör. Hverjir eru eigendur hins nýja félags? Eru það þeir sömu og eru nýbúnir að setja reksturinn í þrot? Hversu miklar skuldir voru skildar eftir í þrotabúi gamla félagsins og eru einhverjar eignir þar upp í kröfur? Og kannski það sem alltof sjaldan er athugað: fyrst staðurinn er ennþá rekinn undir sama nafni, og það vörumerki hefur líklega verið verðmætasta eign hins gjaldþrota rekstrarfélags, hefur hið nýja félag leyfi til afnota af því? Ef svo er var það keypt úr þrotabúinu á sanngjörnu verði, eða einfaldlega stolið eins og menn hafa svo oft getað komist upp með við kennitöluflakk?
 
Ástæðan fyrir því að ég er að vekja athygli á þessu er vegna þess að skiptastjórar virðast oft vanmeta slík hugverkaréttindi, en í þeim liggur megnið af verðmæti sumra fyrirtækja. Svo dæmi sé tekið veit ég um lítið hugbúnaðarfyrirtæki hér í Reykjavík sem hefur skipt um kennitölu minnst þrisvar á jafnmörgum árum, en selur samt ennþá sama hugbúnaðinn undir sömu vörumerkjum eins og ekkert hafi í skorist. Þrotabúin eru hinsvegar að mestu eignalaus og eiga varla fyrir skatta- og launakröfum.

mbl.is B5 ekki gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hætt við að blessaðir skiptastjórarnir fari nú að huga að þessum málum. Í fréttum í morgun kom fram að Securitas fylgi ekki með í sölu Securitas. Sem kunnugt er, var þetta fyrirtæki í eigu Fons og eignaðist Landsbankinn það við þrot á Fons.

Securitas er þekkt fyrirtæki á Íslandi og ágætlega rekið. Það er hætt við að erfitt geti reynst að selja það ef nafnið fylgir ekki með. Nafnið er í eigu Securitas AB, Svíþjóð. Securitas á Íslandi hefur haft leyfi frá þeim til að nota nafnið og logoin. 

Vörumerki eru verðmæti.

Gunnar Heiðarsson, 18.3.2010 kl. 14:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Engu er logið þótt fullyrt sé að veitingareksturinn á Íslandi hafi fundið upp kennitöluflakkið, þar hefur slíkt viðgengist lengur, örar og í meira magni en öðrum rekstri.

Raunar skil ég ekki  hvernig þrotaskipti ganga orðið fyrir sig. Það virðist vera hægt að fjarlægja öll verðmæti úr gjaldþrotum en skilja skuldir eftir á gömlu kennitölunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2010 kl. 15:01

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svona nokkuð leika margir eftir - en eins og Axel þá skil ég þetta tæplega orðið - Ecco umboðsmaður hefur td skipt um kt 3 - 5 sinnum á jafnmörgum árum - nú síðast á þessu ári - situr sjálfu uppi skuldlaus en með feita sjóði á nafni frúarinnar - margt skrítið í kýrhausnum

Jón Snæbjörnsson, 18.3.2010 kl. 15:16

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta var svona jafnskrítið í sama kýrhausnum fyrir 25 árum - ERGO, kerfið beinlínis vill hafa þetta svona. Það er eiginlega engin leið framhjá því. Auðvitað stafar þetta ekki af spillingu hérna í Litlu Sikiley norðursins þannig að líklega er um að ræða botnlausa og króníska sauðheimsku einhvers undirmálsdóts í kerfinu.

Baldur Fjölnisson, 22.3.2010 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband