Stærsta WikiLeaks bomban hingað til!

WikiLeaks hefur hugsanlega birt sinn mesta feng hingað til, ekki kröfuhafalista Kaupþings sem birtist þar í dag og er svosem stórmerkilegur útaf fyrir sig, verðskuldar eflaust heilu greinaflokanna enda upp á yfir 500 blaðsíður. Það sem er hinsvegar án efa ein af merkilegustu uppljóstrunum síðari tíma birtist á WikiLeaks nú undir kvöld, en það er leyniskjal frá leyniþjónstu Bandaríkjahers, þar sem kemur fram að þeir virðast hafa áhyggjur af velgengni síðunnar og mörgum vandræðalegum upplýsingum sem þangað hefur verið lekið. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en það sem gerir þetta spennandi er að í skýrslunni er líka fjallað um hugsanlegar aðferðir til að "útrýma vandamálinu", þar á meðal að koma upp um heimildarmenn síðunnar og skaða þá með slíkum hætti að framvegis hræði það fólk frá síðunni og eyðileggi trúverðugleika hennar.  Sætt, er það ekki?

RÚV : Vildu skaða Wikileaks síðuna

... Síðdegis birtist svo á Wikileaks afar vandræðaleg leyniskýrsla sem er frá leyniþjónustu Bandaríkjahers. Hún er tveggja ára gömul og fjallar um þá hættu fyrir bandaríkjaher sem talin er felast í lekum til Wikileaks á hernaðarupplýsingum. Wikileaks hafði þá meðal annars birt upplýsingar  úr birgðaskrám hersins í Írak og Afganistan og upplýsingar sem taldar voru sýna að efni hefðu verið notuð í hernaðinum í Fallujah í Írak sem væru andstæð alþjóðasamningum um eiturefnahernað.

Leyniþjónustan hefur miklar áhyggjur á lekanum og bendir á ýmsar leiðir sem koma til greina til að skaða Wikileaks. Leyniþjónustan bendir á að besta leiðin sé að fletta ofan af heimildarmönnum síðunnar og skaða þannig trúverðugleika hennar. Lögsókn þeirra muni fæla aðra frá. Hafi þessum áformum verið hrint í framkvæmd hefur leyniþjónustunni enn ekki tekist ætlunarverkið. Það verður að teljast í meira lagi vandræðalegt að þessi leyniskýrsla leyniþjónustunnar um hættuna af leka til Wikileaks skuli leikið á þann sama vef.

Umrædd skýrsla fylgir hér með sem viðhengi, og vil ég hvetja alla sem vettlingi geta valdið, bæði nær og fjær að klína henni nú út um allan vefin þannig að ómögulegt verði að uppræta hana. Bara til öryggis, ef þeim bandaríska skyldi nú takast ætlunarverk sitt þá höfum við það a.m.k. skjalfest hvernig þeir fóru að því og getum lært hvað ber að varast í þessum efnum í framtíðinni.


mbl.is Wikileaks birtir kröfuhafalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar skúmaskotum leyndar og þöggunar fækkar og sannleikurinn opinberast almenningi þá er það alltaf skref í átt til réttlátara samfélags fyrir tilstuðlan fólks sem býr yfir sönnu hugrekki. Það er okkar sem lesum að koma þeim upplýsingum áfram um netheima.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 23:51

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Veritas vos liberabit !

Jóhannesarguðspjall, 8. kafli:

31 Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir
32 og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2010 kl. 05:32

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Mikið er á sig lagt til að halda múgnum í upplýsinga-myrkinu.

Haraldur Baldursson, 16.3.2010 kl. 09:19

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vá, hefði maður skrifað eitthvað svona fyrir fimm árum síðan er hætt við að viðbrögðin hefðu orðið önnur, ég er t.d. orðin alvanur því að vera bendlaður við vænisýki út af skrifum af þessum toga. En þess í stað eru undirtektirnar á þá leið að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af svona hlutum, sem eru svo sannarlega raunverulegir en ekki ímyndanir. Gott mál, það bendir til þess að veruleikafirringin sem tröllriðið hefur samfélaginu um árabil sé að einhverju leyti að ganga til baka, og fólk sé að vakna af heilaþvottinum. Ég ætla að halda áfram að hrista upp í umræðunni og vonandi vakna fleiri við lætin.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2010 kl. 14:36

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég minni líka á þegar trúnaðarskeyti frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík var lekið til Wikileaks nýlega í tengslum við IceSave málið.

Nú er hafin innanhúsrannsókn í bandaríska utanríkisráðuneytinu á lekanum, en RÚV segir að uppljóstrarinn kunni að eiga yfir höfði sé fangelsisdóm. Þessi viðbrögð bandaríska stjórnkerfisins eru í beinu samræmi þær aðferðir sem tíundaðar eru í skýrslunni frá leyniþjónustu hersins.

Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvort tímasetningarnar á birtingu þessara skjala séu tilviljanakenndar, eða hvort um sé að ræða þaulskipulagðan spuna á báða bóga sem er hluti af einhversskonar upplýsingahernaði. Í fréttum RÚV af málinu kom fram að það sé skoðun margra að líklega hafi skjölunum verið lekið viljandi. Með því að koma skýrslunni á framfæri sé verið að senda skilaboð þótt ekki sé augljóst hver þau skilaboð gætu verið eða hvers vegna Bandaríkjamenn ættu að vilja blanda sér opinberlega í Icesave-deiluna.

Í augum Bandaríkjamanna er IceSave eflaust bara smámál miðað við stærra samhengi hlutanna. Getur verið að af þeirra hálfu snúist þetta um eitthvað allt annað og meira? Er Ísland kannski orðið að vígvelli upplýsingafrelsis?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2010 kl. 16:33

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Varðandi sendiráðs-"lekann", þá er mjög torlesið hver tilgangurinn var. Var það Holland+Afganistan, eða UK+Lehmann, eða reykmerki til Íslands um hlutleysi USA ??? En það er 100% klárt að þetta var viljandi. Ef einhver í þessari keðju (sem er með því allra öruggasta sem gefst í samskiptaleiðum) lætue einhverju leka, án leyfis, þá reikna ég með að sá/sú myndi velja stærra mál en þetta...áhættan væri ekki þessu vert.

Haraldur Baldursson, 16.3.2010 kl. 18:37

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Haraldur. Það er mjög eritt fyrir okkur sem stöndum og fylgjumst með að átta okkur á nákvæmlega tilganginum, sérstaklega þegar ekkert er vitað hver lak og hvernig. Ég þekki ekki hvernig tölvufjarskiptum sendiráðsins er háttað, en eins og við vitum þá getur einhver sem hefur óskertan aðgang að netbúnaði hvar sem er á leiðinni lesið tölvupóst ef hann er ekki kirfilega dulkóðaður. Víða á leiðinni héðan og til Bandaríkjanna eru hugsanlega aðilar sem geta líka lesið tölvupóst þrátt fyrir að hann sé dulkóðaður, og flestar nettengingar milli Íslands og Bandaríkjanna liggja gegnum, hvað....?

Meira Innan 5kamms... hver veit?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2010 kl. 23:20

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Samskipti milli Sendiráða og utanríkisráðuneytis USA er með verulega háar kröfur : "(6) The design and strength of all key lengths of the AES algorithm (i.e., 128, 192 and 256) are sufficient to protect classified information up to the SECRET level. TOP SECRET information will require use of either the 192 or 256 key lengths"

http://www.cnss.gov/Assets/pdf/cnssp_15_fs.pdf

Haraldur Baldursson, 17.3.2010 kl. 08:54

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þessa ábendingu Haraldur. Ég kannast við AES, en þekki samt ekki alveg hversu traustur hann er. Ég veit hinsvegar að gamla SSL-ið er hætt að duga nema bara sem lágmarksvörn, og það sama gildir um marga útbreidda dulkóðunarstaðla. Svo dæmi sé tekið þá er talið að RSA 1024 bita dulkóðun, sem fyrir 5-10 árum var talin óbrjótanleg, sé nú hægt að brjóta á nokkrum dögum með hugbúnaði sem er auðfáanlegur og fjárfestingu í stöðluðum vélbúnaði upp á einhverja tugi eða hundruðir milljóna, í mesta lagi. Það er fullt af aðilum víðsvegar í heiminum sem hafa bæði bolmagn og hvata til þess að koma sér upp slíku kerfi. Þar fyrir utan eru njósnastofnanir á borð við NSA mörgum árum ef ekki áratugum á undan hinum almenna markaði í þróun dulkóðunarfræða, og búa yfir bæði peningum og vélbúnaði sem yfirskyggja flest það sem maðurinn á götunni gæti komist í tæri við.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband