Hver ákvað að Lehman skyldi falla?

Ný 2.200 blaðsíðna skýrsla um rekstur bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers og ástæður fyrir falli hans kom út fyrir helgi. Í henni eru æðstu yfirmenn bankans gagnrýndir harðlega ásamt endurskoðunarfyrirtækinu Ernst & Young sem sá um reikninga bankans. Gagnrýnin snýr meðal annars að ákveðinni tegund endurhverfra viðskipta (Repo 105) sem bankinn notaði til að fela allt að 50 milljarða dala skuldir og fegra þannig stöðu sína fyrir eftirlitsaðilum og matsfyrirtækjum, en viðskipti af þessu tagi hafa gjarnan verið kennd við ástarbréf eins og er útskýrt hér.

Faisal Islam, fréttaskýrandi bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4, rifjar upp þegar sú ákvörðun var tekin að Lehman Brothers fengi ekki opinberan stuðning, á sama tíma og gríðarmiklu skattfé var hinsvegar dælt inn í aðra banka sem stóðu höllum fæti. Sérstaklega er farið yfir þátt Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands og breska Fjármálaeftirlitsins í því að koma í veg fyrir yfirtöku breska Barclay's bankans á rekstri Lehman Brothers, og velt upp þeirri spurningu hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun eða dýrkeypt mistök.


mbl.is Földu 50 milljarða dala skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband