EMU er ófleygur furðufugl
14.3.2010 | 17:43
Emúi (e. emu) er furðufugl hvers tilvera er að mestu leyti einangruð við aðeins eina heimsálfu, hann er ófleygur, þunglamalegur, og mikið furðuverk í þvílíkri mótsögn við umhverfi sitt að hann ætti með réttu að vera útdauður. Þessi lýsing skyldi þó ekki geta átt við um fleira sem kallað er EMU?!
EMU kemur Grikkjum til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Evrópumál, Vísindi og fræði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur.
Þú hlýtur að geta gert betur en þetta
Ertu ekki neytandi á Íslandi! Er þér fyrirmunað að líta í eigin barm. Atvinntuleysisbætur á spáni er hærri en á Íslandi og verðlag töluvert lægra. Þetta skiptir ykkur þjóðremissinna kannski engu máli?
Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 11:58
Þú hefur nú vonandi fattað grínið, þó að vissulega felist í því smá alvara. Jú, ég er auðvitað neytandi og allt skiptir þetta vissulega máli. Ég horfi á heildarmyndina, og langt inn í framtíðina fyrir börnin mín þegar ég móta mér skoðun. Það sem gerist á þessu kjörtímabili hefur engin áhrif á það. Spyrðu mig aftur hvort ég trúi ekki á töfralausnina, eftir að myntbandalagið hefur liðast í sundur eins og allt stefnir í.
P.S. Ég er ekki þjóðernissinni heldur fullveldissinni og frekar hófsamur þó ég segi sjálfur frá, eins og sést ef þú skoðar stefnuskránna okkar.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2010 kl. 13:12
Guðmundur.
Ég ætla að vona að fréttaflutningur Davíðs Oddssonar sé ekki það eina sem mótar skoðanir þínar. Það er ekkert sem bendir til þess að myntbandalagið sé að liðast í sundur. Það eru aðeins þínir draumar. Það eru og verða alltaf einhver vandamál í kringum Evruna og samstarfið innan ESB. Það er hluti af lifandi pólitík og núna eru þessar þjóðir að vinna úr erfiðustu stöðu sem hægt er að hugsa sér. Lausnin er og verður alltaf sársaukafull fyrir einhverja en þetta á líklega aðeins eftir að styrkja ríkjasambandið ennþá meira. Þar á bæ er reynt að vinna fyrir neytendur í ríkjasambandinu ólíkt okkar aumu stjórnmálamönnum.
Einnig væri nú gaman að taka slaginn varðandi fullveldishugmyndir þínar en ísl kr. er stærsti orsakavaldur þess að við sitjum nú uppi með AGS og skert fullveldi (samkvæmt þinni skilgreiningu á fullveldi).
Kv. Hörður H. Arnarson
Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 14:09
Auðvitað er ekkert víst að þetta liðist í sundur, og það er svo sem ekkert minn draumur sérstaklega. Ég er alls ekki á móti ESB, heldur á móti því að Ísland gerist aðili. Mér finnst mjög rökrétt að ríkin á meginlandi Evrópu sameinist eða vinni mjög náið saman, t.d. með myntbandalagi, ef það er þá hægt
Ég vísa á bug þeirri kenningu að ISK geti verið orsakavaldur fyrir einu eða neinu. Pappírsmiðar og málmskífur hafa enga sjálfstæða hugsun og eru því gjörsamlega ófær um hverskonar ákvarðanatöku. Gæði gjaldmiðils ráðast ekki af því hvað hann heitir eða hvernig seðlarnir eru á litinn, heldur af þeirri peningastefnu sem rekin er af útgefandanum og hversu góðar eða slæmar ákvarðanir eru teknar þar á bæ. Nú er búið að skipta öllu út í Seðlabankanum, en þær umbætur sem lofað var láta hinsvegar á sér standa, eins og sést vel á gengisvísitölunni sem mjakast lúshægt, en þó sem betur fer í rétta átt.
Svo er ég enginn aðdáandi DO þó ég sé eflaust sammála honum í sumum málum. Ég sagði mig t.d. úr FLokknum í hitteðfyrra, meðal annars vegna slælegrar frammistöðu þáverandi seðlabankastjóra en samt aðallega vegna þess að Geir Haarde og Árni Matt reyndust skræfur þegar á reyndi. Og ég kann að lesa milli línanna í mogganum þegar Davíð skrifar sinn áróður þar!
Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2010 kl. 16:47
Ragnar Kristján Gestsson, 16.3.2010 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.