Safnar kvenfólkið þá neðanmottu?

Á Leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði starfa nokkrir karlmenn sem ætla að safna svokallaðri "mottu" eða yfirvaraskeggi í tengslum við vitundarátak Krabbameinsfélagsins. Þetta er að sjálfsögðu gott framtak hjá hressum leikskólamönnum, en hvað með kvenfólkið á vinnustaðnum?

Væri ekki við hæfi að þær safni "neðanmottu" og sýni þannig starfsbræðrum sínum stuðning í verki?  LoL


mbl.is Leikskólastarfsmenn safna mottu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Er hætt að vera "inn" að raka sig að neðan?

Björn Birgisson, 10.3.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Haha, maður með hugmyndaflugið í lagi.

Annars meikar ekki minnsta sens frá heilsufræðilegu sjónarmiði að vera með mottu þar sem hún er fyrirtaks stökkpallur fyrir bakteríur upp í slímhúð nefsins. 

Baldur Fjölnisson, 10.3.2010 kl. 19:41

3 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég er búinn að vera með mottu í 35 ár. Mér verður aldrei misdægurt!

Björn Birgisson, 10.3.2010 kl. 19:49

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Björn, það eru náttúrlega alltaf undantekningar. Athugasemd mín á meira við um normið - skipulega veiklaða menn sem hafa verið í reglulegum bólusetningum og öðrum lyfjagjöfum síðustu áratugina. Ég tel víst að það eigi ekki við um þig.

Baldur Fjölnisson, 10.3.2010 kl. 20:01

5 identicon

Þetta var gert meðan kaninn lék við hvern sinn fingur á "Vellinum" þá hét þetta á rósamáli, loðinn passi,  með honum komust dömur athugasemdarlaust gegnum aðalhliðið inná Keflavíkurflugvöll.

Robert (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 20:54

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars er ég sjálfur yfirleitt með mottu og alskegg en það hefur orðið af hagkvæmnisaðstæðum aðallega þar sem á mínum vinnustað vantar ávallt menn til að æfa sig á að klippa skegg og því fylgir að sjálfsögðu í leiðinni klipping á hári. Maður gerir náttúrlega allt fyrir blessað kvenfólkið og ekki spillir ef það sparar manni kostnað.

Baldur Fjölnisson, 10.3.2010 kl. 21:19

7 Smámynd: Björn Birgisson

Róbert, loðinn passi? Var tékkað á þessu í hliðinu?

Baldur, nei það er ekkert reglulegt eða venjulegt við mig! Konan hefur af mér þungar áhyggjur. En það er "likewise", svona okkar á milli, ef það fer ekki lengra!

Björn Birgisson, 10.3.2010 kl. 21:48

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eins og ég hélt, Björn.

Gangi ykkur allt í haginn. Kveðja, BF.

Baldur Fjölnisson, 10.3.2010 kl. 22:13

9 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Heitir þetta ekki kústur?

Flosi Kristjánsson, 10.3.2010 kl. 22:30

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

En P.S. varð ég reyndar 59 ára gamall um daginn og var að venju eins og áður síðustu fimm áratugina ráðlagt að haga mér samkvæmt aldrinum en aðrir mæltu með hjólabretti eða línuskautum þegar þeir fréttu að hjólið mitt hefði bilað. En ég rölti þá bara á fjórum jafnfljótum og er með 20 kg. í bakpokanum.

Baldur Fjölnisson, 10.3.2010 kl. 22:31

11 Smámynd: Björn Birgisson

Takk Baldur minn! Sömuleiðis!

Björn Birgisson, 10.3.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband