Uppreisn, verði kröfur samþykktar

Uppreisn, verði kröfur samþykktar

Uppreisn, verði kröfur samþykktar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna... ... ...

Steingrímur segir... að Íslendingar eigi að spyrna gegn kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gera ráð fyrir að gjaldeyrislán sé háð því að samið verði við Breta. Íslendingar hafi uppfyllt allar lagalegar skyldur og tilskipanir Evrópusambandsins um innlánstryggingarkerfi. Íslendingar eigi ekki að láta undan kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því þeim beri ekki skylda að greiða tapið vegna Icesave-reikninganna.

RÚV 23.10.2008


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ég bíð bara eftir því að starfsmenn Kópavogshælis komi á svæðið og fjarlægi Steingrím fjármálaráðherra.  Því miður er kannski búið að loka Kópavogshælinu - sniðugur leikur hjá fjármálaráðherra að skera niður útgjöld í þeim málaFLokki....lol....!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 11.1.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég fékk DejaVu tilfinningu.

Guðni Karl Harðarson, 11.1.2010 kl. 12:23

3 identicon

Það er allt að grátlegt að verða vitni að því eina ferðina enn að Steingrímur J. fúlsi og sveii við öllum þeim sem vilja okkur gott og veita okkur hjálpa að upplýsa um réttarlega betri stöðu okkar og koma á framkvæmd réttlætis það hagnast allir á því mótaðilinn líka, sér það ekki alveg strax gerir það síðar. Steingrímur mænir bara í eina átt; upp til fanta og fauta og vill vera þeim til lags og algerlega blindaður á að hann uppsker bara við það aukna hörku þeirra og fyrirlitingu, það líkar engum vel að horfa upp á hugleysi, tjónkun og undirlægjuhátt.

Steingrímur tönglast í sífellu á að þjóðin skuli sko fá að finna afleiðingarnar af því sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi komið okkur í, það er eins og stund hefndarinnar sé loksins runnin upp hjá honum eftir 18 ára í stjórnarandstöðu því hann hafnar samstundis öllum vonarglætum sem geta orðið okkur til farsældar, það er borðliggjandi; Steingrímur vill EKKI neinar vonarglætur!!

Maðurinn virðist verulega hugsjúkur og berst fyrir því að fá að rústa sjálfstæði okkar til þess eins að kenna Sjálfstæðisflokknum og Framsókn um það hvernig komið er fyrir okkur. Þetta er eins handrit í James Bond mynd.

Steingrímur er líklega ekkert komast út úr þessu ástandi á næstunni hann á því í raun ekki um neitt annað að velja eins og staðan er en að ganga út úr Stjórnarráðinu, hans tíma er algerlega lokið.

Framundan er samstaða hafin yfir flokkadrætti og sérhagsmuni, fólki er farið að skiljast að eiginhagsmunapot á kostnað annarra jafngildir því að vinna gegn sjálfum sér það á við um okkur öll.

Það þarf samstöðufund sem fyrst fyrir framtíð Íslands. Svo mikið er víst að þjóðin muni ekki sitja við lyklaborðið heima hjá sér aðgerðalaus ef blásið verður til slíks fundar.

.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 15:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann reyndist sannspár þarna, en hverjum hefði grunað þá að það væri hann sem keyrði samþykktina í gegn? Sendi meira að segja tvo þingmenn í frí sem voru ósammála honum, svo hægt væri að tryggja meirihluta og gekk því lengra en nokkur annar í að brjóta á lýðræðinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 15:25

5 Smámynd: Halla Rut

Þetta er auðvitað bara með ólíkindum. Fólkið sem kaus hann kaus hann vegna þess að það treysti honum til að setja þjóð sína og land númer eitt. Þetta hljóta að vera ein mestu svik Íslandssögunnar.

21% vill nú samþykkja samninginn eins og hann er sem þýðir að jafnvel liðsmenn samfylkingarinnar hafa snúið við þeim baki. Hvað þarf meira til að þau skilji vilja þjóðarinnar og taki tillit til. 

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 16:34

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þið trúið bara á þá sem eru í stjórnarandstöðu. Það lið ber enga ábyrgð og ætlar sér enga ábyrgð. Það sem menn segja í stjórnarandstöðu er venjulega skrum og þess vegna ber manni að hlusta vel á þá sem eru í stjórn. Hlustið á Steingrím núna.

Gísli Ingvarsson, 11.1.2010 kl. 16:44

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þarna var ekki búið að koma því í gegn að lagaleg skuldbinding yrði borguð hægt og bítandi með eignum bankans á mörgum árum og þegar upp væri staðið félli miklu miklu minni upphæð á Ríkið - jafnvel sáralítið eða ekkert.

 Þannig að þetta er ekkert sambærilegt.

Auk þess hefur SJS komist miklu betur inní málið augljóslega eftir Ráðherramennsku og séð að engin leið var undan umræddum alþjólegum skuldbindingum. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2010 kl. 17:02

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gísli, þú þarft ekki að hvetja neinn til þess að hlusta á Steingrím núna - það gerum við alveg svikalaust, ekki síst þau okkar sem létu glepjast (eða sluppum naumlega við að láta glepjast) af "stjórnarandstöðuskrumi" hans fyrir kosningarnar s.l. vor.

Annars held ég að það verði engin uppreisn, þökk sé forsetanum. 81% munu ekki kjósa með Icesave miðað við skoðanakönnun Vísis í gær.

Kolbrún Hilmars, 11.1.2010 kl. 17:06

9 Smámynd: Halla Rut

Gísli: Var það þá "skrum" þegar Steingrímur sagði í viðtali við vísi að við ættum alls ekki að borga og að það mundi ríða okkur að fullu. Áttum við sem sagt að hlusta á hann nú en ekki þá....?????????????

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 17:33

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kolbrún. Já mikil eru kosninga skrumin framleidd fyrir kosningar. Og það alveg af öllum flokkum. Og síðan er mjög lítið sem er staðið við eftirá.

Jú það verður Uppreisn í þeim skilningi að almenningur rís upp og tekur ákvarðanir í framhaldinu! 81% !Frábært!

Guð hvað maður er orðinn leiður af allri þessri flokkapólitík.............

Guðni Karl Harðarson, 11.1.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband