BB = "more prone to changes in the economy"
6.1.2010 | 02:15
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfismat íslenska ríkisins í erlendri mynt úr einkunn BBB- í BB+, og hafa sumir bent á þetta til marks um "skelfilegar" afleiðingar þess að ekki skuli gengið í einu og öllu að skilmálum Breta og Hollendinga á kostnað íslenskra þjóðarhagsmuna. Því er e.t.v. við hæfi að rifja upp helstu "afrek" þessara "matsfyrirtækja":
- Nokkrum dögum áður en Enron spilaborgin hrundi gáfu öll "virtustu" matsfyrirtækin Enron hæstu lánshæfiseinkunn.
- Rétt áður en íslenska "fjármálaundrið" sprakk með háum hvelli gáfu sömu matsfyrirtæki íslensku bönkunum og ríkissjóði hæstu mögulega einkunn.
- Reyndar má rekja upphaf fjármálakreppunnar til þess að sömu matsfyrirtæki gáfu hæstu einkunn á svokölluð undirmálslánasöfn sem reyndust "eitruð" þegar upp var staðið.
Þannig að ef Fitch segir að við séum í rusli, þá hljótum við að vera í virkilega góðum málum! Auk þess er það hið besta mál ef þessi skelfilega ríkisstjórn fær hvergi lánsfé því á meðan eru skuldsetningu ríkissjóðs að minnsta kosti einhver takmörk sett...
Einnig gæti verið gagnlegt að kynna sér hvað þessar lánshæfiseinkunnir þýða á mannamáli. Samkvæmt upplýsingum Wikipedia um Fitch Ratings þýðir einkunn BBB "medium class companies, which are satisfactory at the moment" en einkunn BB þýðir hinsvegar "more prone to changes in the economy". Með öðrum orðum hefur Ísland að mati Fitch, farið frá því að vera miðlungsgóður lántakandi með viðunandi stöðu í það að vera viðkvæmari fyrir efnahagslegum hræringum. Það var allt og sumt, eitthvað sem allir vissu nú þegar.
Fitch lækkar lánshæfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:47 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Mummi.
Góður pistill hjá þér og hafðu þökk fyrir.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 6.1.2010 kl. 08:09
Já mjög góð grein hjá þér Guðmundur.
Sorglegra er nú að sjá hvernig þetta vesalings lið ætlar að taka þessari lýðræðislegu gjörð forsetans.
Þau grenja og öskra og tala beint máli Breta og Holendinga.
Þau eru verri en Davíð og Halldór þegar forsetinn vildi setja fjölmiðlalögin í þjóðaratkvæði.
Í staðinn fyrir að virða gjörðir forsetans og reyna frekar að stappa stáli í þjóðina og reyna á fullu að skýra fyrir þjóðum heims afhverju málið sé svona erfitt og óréttlát og reyna nú einu sinni að hlusta á þjóð sína og tala máli þjóðarinnar !
Nota þennan millileik og frest sem nú býðst til þess að tala mái þjóðarinnar og fyrir málstað Íslands.
Nei þess í stað ætla þau nú að nota tímann til þess að fara í stríð við forsetann og þjóðina sína líka og efna hér enn og aftur til sundrungar og innanlandsátaka. Var ekki sundrungin samt nóg vegna ESB ruglsins.
Þetta lið er ekki með réttu ráði.
BURT MEÐ ÞESSA ÓHÆFU RÍKISSTJÓRN !
Ég tek það fram a ég studdi VG í síðustu kosningum, en ég skora á þá að draga sig útúr þessu Ríkisstjórnarsamstafi við þessa ESB fylkingu nú þegar. Það er komið meira en nóg !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 17:04
Gunnlaugur, ég veit um fjölmarga sem kusu VG einmitt á grundvelli ESB-afstöðunnar, og telur sig illa svikið núna. Meðal fleiri atriða sem VG hafa lofað og svikið eru: að taka samstarfið við AGS til gagngerrar endurskoðunar, frysta eigur auðmanna til að koma í veg fyrir undanskot á meðan rannsókn fer fram, og að þeir sem ollu hruninu verði látnir axla ábyrgð í endurreisninni.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2010 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.