Skoðanakönnun Wall Street Journal um IceSave

Wall Street Journal stendur fyrir vefkönnun þar sem spurt er:

"Á Ísland að bæta breskum sparifjáreigendum tap vegna IceSave?"

Þó að spurningin sé einföld er samt margt bogið við hana, t.d. eru bresk stjórnvöld þegar búin að bæta reikningseigendum tjónið, og það er ekki íslenska ríkið sem á að endurgreiða því breska heldur tryggingasjóður innstæðueigenda sem er stærsti kröfuhafinn í þrotabú Landsbankans, svo er bara spurt um Breta en ekki Hollendinga. Klúður eða meðvitaður útúrsnúningur, hver veit?

Hvað sem veldur er útkoman frekar athyglisverð: þegar þetta er skrifað hafa 74,6% svarað því neitandi að Íslendingar eigi að greiða bæturnar en aðeins 25,4% játandi.

Should Iceland compensate U.K. depositors who lost money in the collapse of Internet bank Icesave?

 


mbl.is Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú er komin í gang sambærileg könnun hjá Guardian. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að taka þátt og kjósa með málstað Íslands!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.1.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband