Guðmundur Ásgeirsson
Höfundur er lögfræðingur, kerfisfræðingur, sófaheimspekingur, hugmyndafræðilegur dellukarl og varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Þessi vefdagbók er tileinkuð málefnum líðandi stundar, og stöku sinnum persónulegum hugðarefnum eða áhugamálum. Höfundur áskilur sér rétt til að skjóta fram háði á léttum nótum, bæði á opinberar persónur og málefni, en einnig að deila hart á meinsemdir þjóðlífsins hvar sem þær finnast. Þrátt fyrir að öllu gamni fylgi nokkur alvara þá er ekki ætlast til þess að skrifin séu tekin allt of hátíðlega, en það er auðvitað líka gagnkvæmt um athugasemdir lesenda!
Frá upphafi hefur verið opið fyrir athugasemdir hér en höfundur áskilur sér þó rétt til þess að fjarlægja efni sem augljóslega fer yfir velsæmismörk og eru gestir beðnir um að virða það. Til þess hefur þó ekki komið hingað til og mun vonandi aldrei gera það.
Fyrir þá sem eru virkilega búnir að hafa fyrir því að lesa svona langt þá eru hérna nokkrar tilvitnanir sem er merkilegt og upplýsandi að velta fyrir sér:
Sérhvert aðildarríki skal tryggja að á yfirráðasvæði þess sé komið á einu eða fleiri innlánatryggingakerfum sem eru viðurkennd af stjórnvöldum. ... kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun.
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/19/EB um innlánatryggingakerfi, 3. gr.
We have at this particular stage a fiat money which is essentially money printed by a government and its usually a central bank which is authorized to do so. Some mechanism has got to be in place that restricts the amount of money which is produced, either a gold standard or a currency board, because unless you do that all of history suggest that inflation will take hold with very deleterious effects on economic activity
- Alan Greenspan, sjónvarpsviðtal Fox Business 2011.
Inntakið í forníslensku Löggjöfinni var að tryggja rétt þjóðfélagsins gagnvart einstaklingum og rétt einstaklingsins gagnvart þjóðfélaginu, er þar vandratað meðalhófið svo eigi sé hallað um of á aðra hvora hliðina, hætturnar sem varast þarf eru jafnar á báða bóga. Annars vegar er hættan sú að stjórnvaldið og lagavaldið sem hér kemur fram í nafni þjóðfélagsins magnist um of svo það vaxi öllu yfir höfuð og kæfi niður frelsi og sjálfstæði einstaklingsins, fari svo þá lendir allt í miskunarlausri harðstjórn. Hins vegar er hættan sú að einstaklingnum sé heimilað svo mikið frelsi og sjálfstæði að þjóðfélaginu getur staðið voði af, þar sem svo er ástatt, lendir allt fyrr eða síðar í óstjórn, jafnt ber að varast
- Jón Aðils, Gullöld Íslendinga.
Andstöðuleysi gegn gerræðislegri valdbeitingu og kúgun er fáránlegt, þrælslegt, og eyðileggjandi fyrir velferð og hamingju mannkyns.
- Stjórnarskrá Tenessee, 1. gr. 2. hluti.
Engar tvær viti bornar manneskjur geta deilt um að beint lýðræði sé ákjósanlegast
- Muammar Al Qaddafi, Græna bókin
When bad men combine, the good must associate; else they will fall one by one, an unpitied sacrifice in a contemptible struggle
- Edmund Burke
Þú verður sjálfur að vera breytingin sem þú vilt sjá á heiminum. - Mahatma Ghandi
Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.
- Matteusarguðspjall 6:24
Sá hershöfðingi sem sækir fram hégómalaust og hörfar blygðunarlaust, hvers eina hugsun er að vernda land sitt og þjóna fullveldishafanum, er krúnudjáns ríkisins.
- Sun Tzu, The Art of War
Fyrst hunsa þeir þig, svo hæðast þeir að þér, svo berjast þeir við þig, svo sigrar þú.
- Mahatma Ghandi
Á sviklyndum tímum er byltingarkennt að segja sannleikann - George Orwell
Hasta la Victoria Siempre (Ávallt til sigurs) - Che Guevara