EMF = Ennþá meiri fantaskapur ?

Í kjölfar þess að bæði Evran og Pundið féllu vegna óvissu um skuldastöðu Grikklands ætla Jean-Claude Trichet og kollegar hans hjá Seðlabanka Evrópu að taka til athugunar hugmynd þýskra og franskra embættismanna um að stofna evrópskan gjaldeyrissjóð, sem eigi að koma skuldsettum aðildarríkjum evrusvæðisins til aðstoðar þegar þörf er á.* Sjóðurinn mun eflaust koma til með að heita European Monetary Fund eða EMF, leggið skammstöfunina á minnið því henni á mjög líklega eftir að bregða fyrir víða á næstunni.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður í þessum sama tilgangi á sínum tíma, en það sem gerðist hinsvegar var að gömlu stórveldin hófu að beita áhrifum sínum innan sjóðsins í eigin þágu. Þetta gerðu þau oft af skeytingarleysi og jafnvel fantaskap gagnvart þeim þjóðum sem leituðu á náðir sjóðsins og þurftu að þola afleiðingarnar, eins og við Íslendingar höfum nú fengið að reyna. Það ætti öllum að vera ljóst að þessir aðilar stunda ekki góðgerðastarfsemi, heldur vilja fá allt sitt til baka með vöxtum, og nú virðist eiga að herða tökin á Evrópu með nýjum sjóði að þessari fyrirmynd.

Hin svokölluðu "vestrænu" ríki ráða yfir 53,62% atkvæða í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar af Evrópusambandsríkin 32,08%, en engilsaxneska blokkin u.þ.b. 27%. Hinsvegar þarf aðeins 15% atkvæða til að ná fram neitunarvaldi yfir ákvörðunum sjóðsins, og það getur aðeins ein þjóð upp á sitt einsdæmi: Bandaríkin með 16,77%, en Evrópumegin þurfa a.m.k. Bretland, Frakkland og Þýskaland að hafa samráð til að ná því marki. Þannig er talsverð skekkja innbyggð í kerfið, sem setur t.d. Breta í algera lykilstöðu, ekki síst vegna sérstakra tengsla sinna við Bandaríkin.

Hættan er sú að þetta fari á sama veg hjá ESB, allavega munu Frakkar varla standa í vegi fyrir því að fá aukin völd í sínar hendur en fulltrúar þeirra stjórna nú bæði Evrópska Seðlabankanum (ECB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) auk tveggja fulltrúa í stjórn Alþjóðagreiðslubankans (BIS). Stjórn Evrópusambandsins með Þjóðverja í fararbroddi er þegar byrjuð að marka stefnuna að fyrirmynd IMF með þeim skilyrðum sem þau hafa sett Grikklandi um skattahækkanir og niðurskurð ásamt frystingu launa og lífeyrisgreiðslna, við afar neikvæðar undirtektir hjá grískum almenningi.

Ef þetta eru þær lausnir við efnahagsvanda Íslands sem evrópusinnar hafa boðað við inngöngu í fyrirheitna ríkið, þá má benda á að við erum komin á nokkurnveginn sama stað nú þegar með dyggu samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Okkar bíður því miður engin töfralausn, né heldur sjötíu hreinar meyjar ef út í það er farið...

* Fróðleikskorn: samskonar sjóður, Afríski Gjaldeyrissjóðurinn (AMF) er á teikniborðinu hjá hinu upprennandi Afríkusambandi og er gert ráð fyrir að verkefni hans verði þegar fram líða stundir yfirtekin af sameiginlegum Seðlabanka Afríku sem gefi út sameiginlega mynt: Afro. Ef það skyldi dyljast einhverjum þá er þetta nánast orðrétt að evrópskri fyrirmynd.

mbl.is Munu skoða hugmynd um Gjaldeyrissjóð Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Safnar kvenfólkið þá neðanmottu?

Á Leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði starfa nokkrir karlmenn sem ætla að safna svokallaðri "mottu" eða yfirvaraskeggi í tengslum við vitundarátak Krabbameinsfélagsins. Þetta er að sjálfsögðu gott framtak hjá hressum leikskólamönnum, en hvað með kvenfólkið á vinnustaðnum?

Væri ekki við hæfi að þær safni "neðanmottu" og sýni þannig starfsbræðrum sínum stuðning í verki?  LoL


mbl.is Leikskólastarfsmenn safna mottu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið skjól í Evrulandi (5. hluti)

5. hluti greinaflokks um stöðu Evrunnar í tengslum efnahagsvanda Grikklands. Ég ætla hér að taka saman nýjustu fréttir af þróun mála.

Í síðust viku urðu brutust út óeirðir í Aþenu þegar grísk yfirvöld lögðu fyrir þingið áætlanir sínar um niðurskurð að fyrirskipan Evrópusambandsins:

Átök í Aþenu  -  Er friðurinn kannski úti í Evrulandi?

Í gær blandaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér í málefni Grikklands en framkvæmdastjóri sjóðsins, hinn franski Dominique Strauss-Kahn, fundaði með forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy og ræddu þeir m.a. stöðuna á Evrusvæðinu. Eftir fundinn sagði hann litlar líkur á að fjármálakreppan í Grikklandi eigi eftir að breiðast út til annarra skuldsettra landa innan evru-svæðisins og nefnir sérstaklega Spán og Portúgal í því sambandi. (Sem mætti líka túlka sem óbeina viðurkenningu á viðkvæmri stöðu þeirra.) Það sé hinsvegar "í höndum evru-svæðisins að takast á við vandamál Grikkja." (Sem þýðir líklega að sjóðurinn muni ekki lána fé til Grikklands.)

Telur ólíklegt að fleiri evru-ríki fylgi á eftir Grikklandi

Sarkozy ítrekaði við þetta tilefni stuðning Frakka við Grikki, sem hafði tilætluð áhrif því gengi evrunnar styrktist í kjölfarið. Hvort þetta þýðir að Evran sé hólpin, í bili a.m.k., verður tíminn að leiða í ljós. Hinsvegar minnir þetta óneitanlega á þegar íslenskir ráðamenn sprönguðu út um alla koppagrundu á vordögum 2008 boðandi fagnaðarerindi efnahagsundursins þrátt fyrir að það stæði í raun á brauðfótum, og flestir muna nú hvernig það endaði.

Fróðleiksmolar: Ef einhverjum þykir einkennilegt að Frakklandsforseti sé að skipta sér af þessu, þá má benda á annað sem er ekki síður merkilegt, en það eru hversu áhrifamiklir Frakkar eru í stjórn peningamála heimsins. Jean-Claude Trichet yfirmaður evrópska Seðlabankans og Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru báðir Frakkar, auk þess sem fulltrúi Frakklands ræður yfir heilum 5% atkvæða hjá AGS, tveir Frakkar eru í stjórn Alþjóðagreiðslubankans og svona mætti lengi telja. Þetta er reyndar ekki nýtt fyrirbæri, Frakkland er gamalt stórveldi og fram að síðustu aldamótum voru t.d. efnahagsmálastjórar Evrópusambandsins langoftast Frakkar.

Meira á leiðinni, fylgist með...

Guardian í gær:

Europe bars Wall Street banks from government bond sales

Mbl.is í dag:

Óvissa í Grikklandi veikir evru

Evrópskur gjaldeyrissjóður í burðarliðnum


mbl.is Óvissa í Grikklandi veikir evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ískyggilegar jarðhræringar (framhald)

Vísindamenn segja að borgin Concepcion í Chile hafi færst yfir þrjá metra til vesturs í jarðskjálftanum þann 27. febrúar sl. Það er erfitt að ímynda sér þá orku sem þarf til að færa stóran hluta af vestuströnd S-Ameríku úi stað. Landmælingar Chile verða líklega ekki verkefnalausar á næstunni.

Ég bendi af þessu tilefni á grein mína frá því í síðustu viku um ískyggilega þróun jarðhræringa í heiminum. Eins þar kemur fram þá hefur stórum skjálftum (stærð 3 og yfir) fækkað á undanförnum tveimur árum, en á sama tíma hefur orðið stóraukning á meðalstyrk þeirra vegna hærra hlutfalls risaskjálfta (stærð 6 og yfir). Það merkilegasta er samt hugsanlega heildarorkuútlosun í jarðskjálftum, en það sem af er þessu ári (2010-Q1) er nú þegar búið að tvöfalda árið 2004 þegar gríðarstór skjálfti við Indónesíu olli flóðbylgju og þó var það margfalt á við meðalár.

Sem betur þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu á Íslandi, en hér er jarðskorpan frekar þunn og laus í sér þannig að skjálftar geta varla orðið stærri en kringum 7 eins og síðast á Suðurlandi.

En talandi um Ísland þá er Eyjafjallajökull aftur að sækja í sig veðrið. Eftir að hafa róast dálítið í gær kom hviða í morgun en þá urðu fjölmargir smáskjálftar á stuttu tímabili og titrar enn nokkrum sinnum á klukkustund þegar þetta er skrifað. Það verður forvitnilegt að fylgjast með, mér finnst alveg kominn tími á eitt stk. eldgos, þó ekki væri nema bara til að fá gott myndefni fyrir sjónvarpið og ferðamennina. ;) Staðsetningin er sem betur fer þannig að ekki er talin hætta á verulegu tjóni ef gýs. Hér má sjá skjálftakort Veðurstofu Íslands af þessu svæði undanfarinn sólarhring:

Kort með 
staðsetningum jarðskjálfta
Súlurit sem sýnir tímasetningu og stærð 
jarðskjálfta


mbl.is Concepcion færðist til um þrjá metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldsumbrot á kjördag?

Almannavarnir hafa lýst yfir fyrsta háskastigi vegna aukinnar skjálftavirkni í Eyjafjallajökli...
Í lok febrúar jókst svo virknin verulega og síðustu sólarhringana hefur hún verið viðvarandi...
Hátt á þriðja þúsund skjálftar hafa mælst frá því á miðvikudag...

Er þetta kosningaskjálfti? Kjósa eða gjósa?
Eða gýs nú upp reiði yfir framkomu Breta?
Eldgos hér geta haft mikil áhrif í Evrópu,
ætla landvættirnar kannski að hrauna yfir fjendur vora?!

Ég er ekki hjátrúarfullur en ef þetta endar með eldsumbrotum þá tek ég því sem fyriboða. Vonandi mun það samt ekki valda miklum hamförum, en þó má búast við að gos í Eyjafjallajökli myndi loka hringveginum tímabundið. Það er samt alltaf gaman að fá smá gosspýju sem laðar að ferðamenn, vísindamenn og myndatökulið, auk þess að auglýsa okkar aðal útflutningsvöru sem eru náttúruöflin. Hjá Veðurstofu Íslands má sjá jarðskjálftakort af jöklinum undanfarinn sólarhring:

 

 


mbl.is Fyrsta háskastigi lýst yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ískyggileg þróun jarðhræringa (uppfært)

Í gær skrifaði ég um það sem virðist vera aukinn styrkur jarðskjálfta í heiminum að undanförnu. Ég birti hér færsluna aftur með viðbótarefni: George Ure, UrbanSurvival bendir á að spá sem unnin er upp úr greiningu á breytingum í málfarsnotkun á netinu,...

IceSave samantekt vikunnar #2

Ég minni á fyrri samantekt þessarar viku. DV hefur undir höndum tölvupóst sem Kanadamaðurinn Donald J. Johnston, ráðgjafi íslensku samninganefndarinnar sendi íslenskum samningamönnum og hugsanlega fleirum þann 24. febrúar eftir að Bretar og Hollendingar...

Lítið skjól í Evrulandi (4. hluti)

1. hluti 2. hluti 3. hlut i 4. hluti : Eins og nú er sífellt að koma betur í ljós þá kemur upptaka Evru sem gjaldmiðils ekki í veg fyrir efnahagsvanda, a.m.k. ekki ein og sér. Stjórnvöld í Grikklandi ætla að frysta lífeyrisgreiðslur , hækka söluskatt og...

Ískyggileg þróun jarðhræringa

Ískyggileg þróun hefur átt sér stað í jarðhræðingum víðsvegar um heiminn að undanförnu, og í raun allt frá árinu 2004 þegar risastór skjálfti varð við Indónesíu sem olli gríðarlegum flóðbylgjum. George Ure, UrbanSurvival bendir á að spá sem unnin er upp...

IceSave samantekt í vikubyrjun

Ég minni á fyrri samantektir mínar með fjölmiðlaumfjöllun um IceSave málið. Nú er ný vika runnin upp, sú síðasta fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, og þá er við hæfi að byrja nýja færslu sem verður svo uppfærð eftir því sem líður á vikuna. Tvær skoðanakannanir...

Afþökkum "aðstoð" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins !

Nokkrir þingmenn Hreyfingarinnar og Framsóknarflokks standa nú saman að þingsályktunartillögu um að ráðist verði í gerð efnahagsáætlunar sem geri ekki ráð fyrir "aðstoð" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Síðuhöfundur styður þessa tillögu heilshugar, enda...

Breska fjármálaveldið skelfur á beinunum

Þegar hluti samninganefndarinnar var ný lent á Keflavíkurflugvelli, höfðu Bretar samband - í „afsökunartón“... Jafnframt var beðist afsökunar á fjölmiðlaleka sem hafði átt sér stað af hálfu Breta, og sögðust Bretarnir hafa leiðrétt fréttir af...

Stjórnarkreppa #2 vegna ESB?

Ef stjórnarsamstarfið springur vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu þá hefur Samfylkingin afrekað það að splundra tveimur ríkisstjórnum á einu og sama málinu. Geri aðrir betur!

Samantekt helgarinnar um IceSave umfjöllun

Hér er sú nýjasta í röð samantekta sem ég hef gert með umfjöllun fjölmiðla um IceSave málið, aðallega erlendis þó. Athugið að þegar ég birti svona samantektir þá kann að vera að þær uppfærist og bætist við þær í nokkra daga eftir að þær eru fyrst birtar,...

Greinin á Bloomberg

Í grein Bloomberg fréttaveitunnar kemur fram íslenska sendinefndin hafi gengið af samningafundi um IceSave í dag og ekkert samkomulag hafi náðst. Tengill á greinina er hér fyrir neðan, og ég minni á fyrri samantektir mínar með erlendri umfjöllun um...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband