Eldsumbrot á kjördag?

Almannavarnir hafa lýst yfir fyrsta háskastigi vegna aukinnar skjálftavirkni í Eyjafjallajökli...
Í lok febrúar jókst svo virknin verulega og síðustu sólarhringana hefur hún verið viðvarandi...
Hátt á þriðja þúsund skjálftar hafa mælst frá því á miðvikudag...

Er þetta kosningaskjálfti? Kjósa eða gjósa?
Eða gýs nú upp reiði yfir framkomu Breta?
Eldgos hér geta haft mikil áhrif í Evrópu,
ætla landvættirnar kannski að hrauna yfir fjendur vora?!

Ég er ekki hjátrúarfullur en ef þetta endar með eldsumbrotum þá tek ég því sem fyriboða. Vonandi mun það samt ekki valda miklum hamförum, en þó má búast við að gos í Eyjafjallajökli myndi loka hringveginum tímabundið. Það er samt alltaf gaman að fá smá gosspýju sem laðar að ferðamenn, vísindamenn og myndatökulið, auk þess að auglýsa okkar aðal útflutningsvöru sem eru náttúruöflin. Hjá Veðurstofu Íslands má sjá jarðskjálftakort af jöklinum undanfarinn sólarhring:

 

 


mbl.is Fyrsta háskastigi lýst yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verði gos verður það túlkað hægri vinstri allt eftir sjónarhóli hvers og eins í sambandi við kosningarnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þar erfitt að skyggnast inn í hugarheim guðanna. Skilaboðin frá þeim eru alltaf svo loðin.

Finnur Bárðarson, 5.3.2010 kl. 16:43

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Eru Goðin ekki að segja sitt álit

Ómar Gíslason, 6.3.2010 kl. 00:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jörð skelfur á ný: Eyjafjallajökull róaðist aðeins í gær, en tók svo aftur kipp í morgun og nötrar nú stöðugt eins og hann gerði fyrir helgina.

Kort með staðsetningum jarðskjálfta

Súlurit sem sýnir tímasetningu og stærð jarðskjálfta

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2010 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband