Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Hér verður safnað saman áhugaverðum tenglum á efni um eldvirkni í Eyjafjöllum

NÝTT 14.4.2010: Eldgos hafið úr toppgíg Eyjafjallajökuls:

Vefmyndavélar sem beinast að eldstöðvum:

Míla:  Þórólfsfell  Valahnúkur  Fimmvörðuháls

Vodafone.is:  Þórólfsfell

RÚV:  Hekla  Katla

Vefir tileinkaðir eldvirkni:

Ríkisútvarpið - Eldgos á Fimmvörðuhálsi

mbl.is - Eldgos í Eyjafjallajökli

DV.is - Eldgosið í Eyjafjallajökli

Veðurstofa Íslands - Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Jarðvísindastofnun - Eldgos í Eyjafjallajökli

Almannavarnir - Eldgos - Eyjafjallajökull

Landmælingar Íslands - Þrívíddarlíkan af Fimmvörðuhálsi

Eldstöðin Fimmvörðuhálsi á KortaSjá Loftmynda

Ýmsar fréttir af gosinu á Fimmvörðuhálsi:

Dagskrá RÚV 21. mars : aukafréttatímar

Pressan.is : Magnað myndskeið af gosinu

DV.is : Hraunrennslið fer vaxandi

Pressan.is / Fox News: Heimurinn í hættu ef Katla gýs?

mbl.is : „Líkt og kvikni í ísnum“

DV.is : Hæsti hraunfoss í heimi

Pressan.is: Ótrúleg umbrot jarðar með augum Landhelgisgæslunnar

Eyjan.is: Ekkert sem bendir til að gosið sé í rénun

DV.is : Ótrúlegar myndir af gosinu á Fimmvörðuhálsi

mbl.is : Umheimurinn hræðist Kötlugos

Pressan.is : Slá upp veitingastað á Fimmvörðuhálsi og nota hraunið sem eldstæði

ÍSOR - Hitamyndir teknar við eldstöðina á Fimmvörðuháls

DV.is : „Smábarnið“ á Fimmvörðuhálsi

Svipan : Myndir af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi

Úrval frétta og myndasafna frá Vísi:

Visir.is hefur ekki sett upp sérstaka síðu tileinkaða gosinu, en fréttir Morgunblaðins og Ríkisútvarpsins af því má finna á þar til gerðum sérvefjum hér að ofan.

Gos hafið í Eyjafjallajökli

Myndskeið af eldstöðinni

Aukafréttatími vegna eldgossins

Myndskeið: gos í Fimmvörðuhálsi

Kvöldfréttir 21. mars

Myndskeið: Sprungan norðarlega í Fimmvörðuhálsi

Myndskeið: Gossprungan í Fimmvörðuhálsi

Myndskeið: Flug TF-SIF að gosstöðinni

Myndskeið: Gosmökkurinn

Myndskeið: TF-SIF flaug að gosstöðinni í gærkvöldi

Myndskeið: Gosmökkurinn í dag

Kvöldfréttir 22. mars

Myndskeið: yfirlitsmyndir frá gossvæðinu

Íbúar fá að snúa heim - rýmingu aflétt

Krafturinn fer vaxandi

Myndskeið: Gosið á Fimmvörðuhálsi í dag

Myndaalbúm: Hraungos í Eyjafjallajökli

Myndaalbúm: Gos á Fimmvörðuhálsi

Myndaalbúm: Frá Fimmvörðuhálsi í dag

Myndaalbúm: Eldgosið að kvöldlagi

Gosstöðvarnar sjást frá Hellisheiði

Myndaalbúm: Björgunarfélag Árborgar

Fréttir - Hraunið rennur í átt að Krossá

Íslensku flugfélögin nýta sér eldgosið

E.C.A. býður upp á gosflug í herflugvélum (1. apríl???)

Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli (aftur!) 14.4.2010

Myndefni frá MSNBC:

Hot rock in Iceland

Hot meets cold in Iceland

Icelands spectacular fire and ice display

Pistlar og myndefni frá einstaklingum:

Eldgosamyndbönd á YouTube

Kristinn Svanur - gengið á Fimmvörðuháls (myndband)

Christopher Lund - ljósmyndir (stórfenglegar!)

Sturla Snorrason - Eldstöðin á Fimmvörðuhálsi

Emil Hannes Valgeirsson - Myndir af vettvangi

Brynjólfur Bragason - myndasafn frá gosstöðvunum

Halldór Sigurðsson - Myndband og myndir af eldgosinu

Njörður Helgason - Myndasafn

Sigurður Sigurðarson - Mynd og kort af eldsprungunni

Sigurður Sigurðarson - Hraun og vatn ofan í Hvannárgil

Sigurður Sigurðarson - Myndir af umhverfinu og frá því fyrir gos

Myndskeið frá DataMarket af skjálftavirkni dagana fyrir gos:


Þjóðþrifaverk að sporna við kennitöluflakki

Þingmenn úr þremur flokkum, VG, Framsókn og Hreyfingunni, hafa lagt fram frumvarp sem ætlað er að sporna við kennitöluflakki. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög í þá veru að synja megi félögum skráningu ef stjórnendur þess hafi ítrekað átt hlut að rekstri sem farið hefur í þrot, auk þess sem ekki megi ráðstafa úr þrotabúum fyrirtækja til slíkra aðila. Þetta er nauðsynlegt réttlætismál og verður að teljast stórfurðulegt að ekki skuli hafa verið tekið á því fyrr, en Lilja og félagar fá prik fyrir framtakið.

Ég veit sjálfur um tilvik þar sem sami rekstur hefur farið gegnum 3-4 kennitölur á jafn mörgum árum og ávallt skilið eftir sig sviðna jörð, launakröfur sem falla á ábyrgðarsjóð launa, opinber gjöld og lífeyrisskuldbindingar sem aldrei innheimtast og þar fram eftir götunum. Þetta er auðvitað ekkert annað en þjófnaður úr sameiginlegum sjóðum þjóðfélagsins, og furðulegt að slíkt athæfi skuli ekki hingað til hafa verið skilgreint með afgerandi hætti sem glæpsamlegt. Svona aðilar virðast geta verið ótrúlega fljótir að flytja reksturinn yfir á nýja kennitölu jafnvel án þess að svo mikið sem skipta um nafn, en þannig beita menn blekkingum til að láta líta út fyrir að enn sé um sama fyrirtækið að ræða þó að svo sé í raun ekki.

Það er því álitaefni hvort ekki væri ráð að bæta því við frumvarpið að eftir að fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota megi hvorki breyta nafni þess né stofna nýtt með sama nafni, því nafnið er jú það sem fólk sér en ekki kennitalan. Auk þess teljast firmaheiti og vörumerki sem notuð eru við markaðssetningu til hugverkaréttinda og eru jafnvel einu verðmætin sem eftir sitja í þrotabúum kennitöluflakkara. Eins og kom fram í vefbókarfærslu sem ég skrifaði nýlega þá er tilfinning mín sú að víða sé pottur brotinn á meðferð slíkra réttinda við gjaldþrotaskipti, en tilfærslur á þeim skömmu fyrir gjaldþrot hljóta að teljast til málamyndagjörninga í skilningi gjaldþrotalaga og áframhaldandi notkun þeirra undir nýrri kennitölu þ.a.l. ólögmæt án endurgjalds í þrotabúið.

P.S. Ég kem þessu líka á framfæri við flutningsmenn frumvarpsins.


mbl.is Vilja sporna við kennitöluflakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risahrun yfirvofandi 2010 ?

Gerald Celente, stofnandi hugveitunnar Trends Research Institute, er þekktur fyrir að skilja kjarnann frá hisminu og hefur oft reynst sannspár. Hér er hann í viðtali hjá RT þar sem hann spáir efnahagslegum hörmungum af áður óþekktri stærðargráðu á heimsvísu, áður en árið 2010 er á enda. Þá mun fjármálaskrímslið ljúka við að háma í sig það litla sem eftir er af matadorpeningum úr "björgunarpökkunum" frá síðasta vetri, og fer að svipast um eftir einhverju til að borða næst...

 

 


mbl.is Skuldasúpan á alþjóðavísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook: er ekki allt sem sýnist ?


Tillaga að nafni: Ísbjörg

Ég legg til að hið nýja fjall sem er að fæðast á Fimmvörðurhálsi, fái nafnið:

Ísbjörg

Klettabjörg er víða að finna í fjallendi og í norrænum tungumálum þýðir orðið bjarg það sama og fjall. Nafnið Ísbjörg má því heimfæra á aðstæður í nágrenni fjallsins og fæðingu þess rétt við jökuljaðarinn, en sú staðsetning bjargaði því einmitt að ekki hefur ennþá orðið flóð úr jöklinum eins og menn óttuðust. Einnig má benda á að Ísbjörg er bein þýðing á enska heitinu IceSave, en gosið hófst nákvæmlega tveimur vikum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál lauk með afgerandi niðurstöðu, sem bjargaði landinu frá annarskonar flóðbylgju...


mbl.is Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægar leiðréttingar á rangfærslum um IceSave

Indriði H. Þorláksson hefur ákveðið að tjá sig um IceSave málið á vefritinu Smugunni . Eftir lestur á pistli hans veltir maður því hinsvegar ósjálfrátt fyrir sér hvort hann hafi ekki örugglega verið í samninganefndinni eða hvort það var einhver annar...

Eldgosið er frábær landkynning !

Eldgos hófst að kvöldi 20. mars í Eyjafjallajökli nákvæmlega tveimur vikum eftir að gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Degi fyrir atkvæðagreiðsluna var ég með vangaveltur um hvort það myndi bresta á með gosi um leið og kosið væri, en ég hef...

Það sem vantar í þessa frétt...

...er hvað er þeir eru þá eiginlega að vilja til Íraks, vita menn ekki að þar ríkir mun meira hættuástand en af einhverrri gosspýju Íslandi? Ferð um 200 hermanna sem áttu að fara frá Bandaríkjunum til Íraks hefur verið frestað vegna eldgossins í...

B5 - Bankastræti 5 = Kennitöluflakk?

Morgunblaðið hefur neyðst til að bera til baka frétt um að kemmtistaðurinn B5 í Bankastræti sé gjaldþrota. Skemmtistaðurinn var að sögn í eigu rekstrafélags til síðustu áramóta þegar reksturinn var seldur til félagsins Bankastræti 5 ehf. Það er hinsvegar...

Bréf til vinnumálastofnunar

Ég sendi svohljóðandi tölvupóst til Vinnumálastofnunar núna áðan, sem ég ákvað að birta líka hérna til að gefa lesendum smá sýnishorn af því hvað tilveran á Íslandi í dag getur verið súrrealísk á köflum. Það skal tekið fram að ekki er um neitt óhreint að...

Helsjúkt þjóðfélag?

Miðað við það sem ég hef sjálfur orðið vitni að, þá var eitt af því sem "góðærið" hafði í för með að vandamálaþröskuldurinn slípaðist niður í ekki neitt! Ég hef haft kynni af mörgu ágætis fólki sem var hreinlega orðið svo vant því að fá allt sjálfkrafa...

Stærsta WikiLeaks bomban hingað til!

WikiLeaks hefur hugsanlega birt sinn mesta feng hingað til, ekki kröfuhafalista Kaupþings sem birtist þar í dag og er svosem stórmerkilegur útaf fyrir sig, verðskuldar eflaust heilu greinaflokanna enda upp á yfir 500 blaðsíður. Það sem er hinsvegar án...

Maður með reynslu

Breski bankinn Royal Bank of Scotland hefur ráðið William Fall, fyrrum forstjóra Straums-Burðarás , sem yfirmann fjármálastofnana bankans. Ætli það eigi núna að setja RBS á hausinn, fyrst þeir ráða mann með reynslu?

Hver ákvað að Lehman skyldi falla?

Ný 2.200 blaðsíðna skýrsla um rekstur bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers og ástæður fyrir falli hans kom út fyrir helgi. Í henni eru æðstu yfirmenn bankans gagnrýndir harðlega ásamt endurskoðunarfyrirtækinu Ernst & Young sem sá um reikninga...

EMU er ófleygur furðufugl

Emúi ( e. emu ) er furðufugl hvers tilvera er að mestu leyti einangruð við aðeins eina heimsálfu, hann er ófleygur, þunglamalegur, og mikið furðuverk í þvílíkri mótsögn við umhverfi sitt að hann ætti með réttu að vera útdauður. Þessi lýsing skyldi þó...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband